Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 16

Æskan - 01.02.1967, Blaðsíða 16
stund, það var eins og þessar fréttir legðust sem dimmur skuggi yfir umhverfið. Að lokum sagði Geirmundur: „Mig grunaði að svona myndi fara, þegar ég heyrði um veikindin á fénu fram í sýslunni, það verður sjálfsagt erf- itt fyrir margan bóndann að sjá af kindunum sínum, en auðvitað er það ekki meira fyrir okkur hér en aðra, er fyrir þessu hafa orðið, við verðum að rækta upp nýjan fjárstofn seinna meir, það tekur náttúrlega sinn tíma, en allt bjargast þetta, held ég.“ „Já, það bjargast sjálfsagt einhvern veginn, en ekki verður það skemmtilegt meðan á því stendur," sagði Jó- hann og dæsti við. Geirmundur stóð á fætur. „Jæja, ekki dugar að gefast upp við heyskapinn fyrir þessu, maður treystir á forsjón- ina og kýrnar, svo fáum við kindaskjátur eftir árið og þá verðum við að reyna að fjölga ört, svo að sem fyrst komist í sama horfið aftur. Þau hin risu líka á fætur. Danni settist á dráttarvélina og tók til við að garða á nýjan leik. Jóhann kvaddi, steig á bak Skjóna sínum og reið niður túnið og var innan stundar kominn úr augsýn. Veiga gamla byrjaði ekki að raka eftir að Jóhann fór, hún rölti með hrífuna sína heim á leið, döpur á svip. Það var orðið framorðið þegar þau höfðu lokið við sam- antekninguna á Hofi. Sólrún flýtti sér heim til húsverka. Danni og Elsa lilupu af stað til að sækja kýrnar. Geirmundur gekk frá síðasta sætinu. Krakkarnir voru fljótir að hafa upp á kúnum og koma þeim heim í fjósið. Geirmundur hjálpaði þeim að binda þær, síðan sótti hann mjaltavélarnar og byrjaði að mjóika. Danni og Elsa báru mjólkurföturnar fram í mjólkurhúsið, þar tók Sólrún við, síaði mjólkina og hellti Iienni í stóra brúsa. Þegar búið var að mjólka, setti Geirmundur brús- ana í kælinn og gekk frá öllu sem snyrtilegast. Börnin flýttu sér inn, þvoðu sér og settust síðan að snæðingi, þau voru orðin þreytt eftir vel unnið dagsverk og þurftu að fara að sofa og hvílast. Að máltíð lokinni fór Sólrún með Elsu litlu inn í svefnherbergið, háttaði hana, breiddi ofan á hana og kyssti hana góða nótt, hún gekk síðan inn til Danna, hann var háttaður. Sólrún bauð honum einnig góða nótt með kossi, strauk honum þýðlega um vangann og hagræddi koddanum hans og hlúði að honum. „Farðu nú að sofa, vinur minn, ég kem rétt bráðum," sagði hún og var í þann veginn að ganga út úr herberg- inu, þegar Danni allt í einu reis upp við dogg og sagði eins og hálf feimnislega: „Verður þú lengi á fótum, mamma?" „Nei, góði minn, bara eins og vanalega, ég þarf að ganga frá í eldhúsinu, en hvers vegna spyrðu, góði minn?“ „Ég — ég þarf að tala svolítið við þig, mamma,“ sagði Danni. Sólrún gekk að rúminu, hallaði höfði drengsins að barmi sér. „Já, elsku drengurinn minn, ég skal flýta mér — ég held líka, að við þurfum að tala dálítið saman.“ Þegar Sólrún hafði lokið verkum sínum, hellti hún kaffisopa í bolla handa sér og Geirmundi, þau settust við borðið. Geirmundur lagði handlegginn um herðar hennar. „Er nokkuð að, ástin mín, þú ert svo áhyggjufull á svip- inn?“ spurði hann. „Danni bað mig að flýta mér, hann sagðist þurfa að tala við mig,“ sagði Sólrún. „Já, góða, það kemur að því, að börnin verða að vita um ákvörðun okkar. Ertu hrædd við að hann taki þessu ekki vel?“ „Við skulum vona, að hann skilji okkur, en nú ætla ég að fara til hans og vita, hvað honum liggur á hjarta.“ Þegar Sólrún kom inn til Danna var hann glaðvakandi, þrátt fyrir þreytuna. Sólrún settist hjá honum, tók hönd hans og strauk hana. „Hvað vilt þú tala við mig, vinur minn?“ spurði hún. Hann horfði á móður sína svolitla stund. Svo sagði hann lágt: „Þú horfðir svo einkennilega á Geirmund í dag, mamma, ég hef aldrei séð þig horfa svoleiðis á nokkurn mann. Af hverju gerðirðu það?“ „Af því að mér þykir vænt um hann, Danni,“ sagði Sól- rún og horfði beint og rólega í augu sonar síns. Drengurinn tók kipp í rúminu. „Ertu þá búin að gleyma pabba eða hvað?“ Röddin var dálítið kuldaleg. „Taktu nú vel eftir því sem ég segi, Danni,“ sagði Sól- rún festuleg og ákveðin. „Ég mun aldrei gleyma pabba þínum, enginn mun nokkurn tíma megna að skyggja á mynd hans í huga mínum og hjarta, það er áreiðanlegt, þú veizt líka, Danni minn, að þú hefur verið mér allt síðan hann fór frá okkur —“ „Get ég það ekki lengur?“ greip drengurinn fram í fyr- ir henni. „Jú, ef til vill — en eftir nokkur ár á ég þig ekki lengur, þú ert nú tólf ára, og þegar þú ert orðinn stór, hittir þú einhvern tíma stúlku, sem þér þykir vænt um, og þá verð ég að gera mér að góðu, að önnur persóna verði þér meira virði en ég.“ „Aldrei, mamma, — það verður aldrei,“ sagði Danni með ákefð. Sólrún brosti. „Þú skilur þetta ekki nú, elsku drengur- inn minn, en þannig er það alltaf.“ Hún strauk blíðlega um vanga sonar síns.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.