Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Síða 17

Æskan - 01.03.1967, Síða 17
ÞÁTTUR ANDREU ODDSTEINSDÓTTUR J þessum pistli ætla ég að ræða við ykkur um klæðaburð æskufólks, dl't'aráð þess og eyðslusemi, sem jaðr- ar a stundum við hreina óráðsíu og taumlaust bruðl. Engurn blandast hugur um, að meg- ‘nþorri unglinga sé heimtufrekur og kröfuharður við foreldra sína, þegar Urn fatakaup er að ræða. Ég þykist Vlta að sumir foreldrar sýni börnum S|num helzti mikla linkind og eftir- kitssemi i þessum efnum. Til að l°sna við hvimleitt kvabb og betl í börnum sínum þá kaupa þeir sér stundarfrið. Sögnin ,,kaupa“ er notuð hér í sinni eiginlegustu merkingu, en mér er spurn hvort þessi friður sé ekki keyptur of dýru verði. Það skal fúslega viðurkennt, að aldrei fyrr hafa jafn margar freisting- ar legið á vegi unglinga eins og á vorum dögum og þeim fer því miður alltaf sífjölgandi. Fyrir nokkrum ár- um gerðist það í heimi fataframleiðsl- unnar, að gírugir forkólfar hennar ásamt tízkuteiknurum sínum gerðu þá merkilegu uppgötvun, að æskufólk væri í rauninni vanrækt og klæðnað- ur, sem var á boðstólunum handa því, væri hvort tveggja í senn ósmekk- Klæðaburður skólaæskunnar. legur og einhæfur. Úr þessu ófremd- arástandi var nauðsynlegt að bæta og það sem fyrst. Nú var ekki beðið boð- anna, heídur hafizt handa af miklu kappi, en lítilli forsjá. Hér var fund- in sú gróðalind, sem seint mundi þrjóta. Hér var fundinn sá akur, sem seint mundi fullplægður. Fyrirhyggjulitlir unglingar og áhrifagjarnir voru heldur ekki lengi að bíta á agnið, sem er ofur eðlilegt. Öll áróðurstæki, sent tiltæk voru, voru sett í fullan gang. Unglingarnir eru fyrir löngu orðnir spilltir af dekri og fagurgala áróðurshananna í tízku- blöðunum, sem gefin eru út í millj- ónatali í stórborgum heims. íslenzkir unglingar hafa því miður ekki far- ið varhluta af þessari óheillavænlegu þróun. Til marks urn það sakar ekki að geta þess hér, að hópur táninga skrapp til London í haust til þess að vera vel fataður fyrir skólagönguna. Ég veit satt að segja ekki til hvaða ráðs á að grípa til að lækna æskuna af þessu tryllta fataæði hennar. Eina læknisráðið, sem xnundi duga, væri að fyrirskipa skólabúning. Andrea Oddsteinsdóttir. Þegar vélknúin farartæki komu til s°gunnar, voru menn mjög áhyggju- ítallir um það, hvort menn myndu þ°la hinn mikla hraða þeirra. En nú er hraði vélknúinna farartækja, og Þó einkum flugvéla, orðinn margfalt "leiri en menn óraði fyrir þá, og hef- Ur ekki komið að sök. Það hefur kom- í ljós, að maðurinn þolir vel hraða, eí hreyfingin er jöfn. Sé maður lok- aður inni í gluggalausum klefa, er honum ókleift að verða þess var, tvort klefinn er á hreyfingu eða ekki, et hreyfingin er alveg jöfn. En snögg- ar hraðabreytingar þola menn illa, u8 sama máli gegnir um stefnubreyt- lugar, þegar menn eru á mikilli ferð. flugmaður flýgur niður á við, en sveigir skyndilega upp á við, þrýstist blóð hans niður á við, til fótanna, og hætta er á, að yfir hann liði. Þegar Þjóðverjar framleiddu Stukas-flug- vélar, er steyptu sér beint niður á skotmarkið, slepptu sprengjunni og réttu sig síðan upp aftur — urðu þeir að setja sjálfvirk stýristæki í þær, vegna þess að flugmaðurinn missti oft meðvitund við liina snöggu hraða- breytingu. Og um þær flugvélar, sem rofið hafa hljóðmúrinn, gegnir sama máli, aðeins í ríkara mæli, en þegar hraði þeirra er orðinn jafn, þola menn hann vel, ef flugvélin breytir ekki stefnu. Snöggar hraðabreytingar hafa áhrif á blóðrásina, blóðið getur streymt til höfuðsins eða frá því, el'tir stefnu hraðabreytingarinnar, og valdið missi meðvitundar. Sneggri breytingar á hraða geta valdið meira tjóni. 117

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.