Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1967, Side 20

Æskan - 01.03.1967, Side 20
Minnisstæður atburður. -<^rú ætla ég að skrifa um minnisstæðan ' atburð. Það er um það, er ég eign- aðist fyrsta köttinn minn og þegar liann átti kettlinga. Ég man það eins greinilega og það hefði gerzt i gær. Það var hinn átjánda septcmber 1951, að ég, hróðir minn, pahhi minn og frændi minn, sem ók bíln- um, fórum upp í Mosfellssveit að sækja kettlinginn. Við vorum fullar tuttugu mín- útur á leiðinni og námum hvcrgi staðar. Bærinn, scm við ætluðum til, heitir Elliða- vatn. Þegar við gengum inn i húsið, kom ljómandi snotur kettlingur lilaupandi á móti okkur. Það var kettlingurinn, sem við völdum. Okkur var boðið inn í fallega stofu, og þar var okkur gefið kaffi. Síðan tók ég kettlinginn litla í fang mér, klappaði hon- uin og strauk og sagði að liann ætti nð lieita Snotra, því að þetta var læða. Þegar við höfðum þakkað fyrir kaffið og Snotru, héldum við af stað heimleiðis. Er við kom- um lieim, fór ég strax að húa til hús úr tómum pappakössum handa Snotru. Við ákváðum að liafa liana i kjallaranum og þangað færði ég lienni mjólk í skál. Nú ætla ég að lýsa henni dálítið fyrir ykkur. Hún var snjóhvít með nokkra svarta bletti á bakinu, hausnum og liliðunum, en bringan öll livít og skottið svart. Snotra var yfirleitt ekki dugleg að veiða mýs og rottur, en stundum kom það fyrir að hún drap fugla. Á næsta hæ við okkur er fullorðinn hundur, sem lieitir Lady. Snotra og Lady gátu aldrei verið til friðs, heldur linakk- rifust alltaf Jiegar ]rau sáust. Einu sinni elti Lady Snotru langar leiðir, en Snotra komst þó undan og klifraði upp í snúru- staur. Þegar hún hafði dvalizt hjá okkur í nokkra mánuði, langaði mig til þess, að Iiún eignaðist kettlinga. Við fórum þvi nð hugsa um þetta nánar og cndirinn var sá, að við ákváðum að fara með Snotru til næsta hæjar, sem heitir Litla-Hlíð, og skilja hana þar eftir hjá högna, er Skjóni hét. Eftir nokkra daga kom hún heim aftur, og nú varð ég að híða i tæpar tiu vikur, þangað til hún eignaðist kcttlingana. Síð- asta daginn, sem ég þurfti að bíða, tók ég tftir því, að kisa var orðin óróleg, og datt mér því i hug, að hún væri orðin veilt. Við fórum því með hana ofan í kjallara og bjuggum hól handa henni í kompunni. Síð- an fór ég í skólann í teiknitfma. Þegar ég kom heim aftur hiðu min dásamlegar frétt- ir. Snotra var þá húin að eignast kettlinga. Eg fór strax að heimsækja hana og skoða kettlingana hennar. Þeir voru fimm, en all- ir dauðir nema einn. Snotra var liarð- ánægð með liettlinginn og upp með sér af honum. Við gáfum henni fisk og mjólk cftir þetta afreksverk. Ekki er liægt að segja að hún hafi farið varlega með kettlinginn sinn. Hún vai' hrædd uin hann í kjallaranum og fór að flakka mcð hann upp um allt hús, en henni hefndist líka fyrir ]>að siðar. Svo var það eitt sinn, er ég fór niður í kjallara, að ég sá kisu standa í kjallarastiganum, en kettlinginn sá ég hvergi. Eg fór ]>ví strax að leita að honum, og fann Jiann loks á gólfinu undir stiganum. Kettlingur- inn lá þar hálsbrotinn og með hlóðug augu. Eg var í engum vafa um að Iiann væri steindauður. Eg geri ráð fyrir að Snotra liafi verið á leið með hann upp úr kjall- aranum, og ])á hafði liún óvart misst kett- linginn og hann síðan fallið á milli stiga- ]>repanna niður á kjallaragólfið og Jiáls- In'otnað. Svona fór um sjóferð þá. En það tólcst öllu Iietur til i næsta skipti er kisa mín átti kettlinga öðru sinni, og nú ætla ég að segja ykkur frá ]>ví. Tvö ár liðu og ekkert gerðist. En einn góðan veðurdag skeður það. Kettlingarnir voru fimm og allir dauðir nema einn, alveg eins og í fyrra sinnið. Við tókum dauðu liettlingana og fleygðum þeim í miðstöðv- arofninn. Kettlingurinn, sem lifði, dafnaði fljótt og vel. Eftir nokkurn tíma gat hann larið að lepja mjólk úr skál. Hann var miklu duglegri við að veiða mýs en móðir lians. En svo liætti hann að veiða, því að liann át víst mús, er hafði étið rottueitur- Eg skýrði hann Villa. Snotra og Villi voru mjög lík. Það var eliki liægt að þekltja þau í sundur nema á stærðinni. Villa þótti mjög góður nýr fiskur, og alltaf þegar ég opnaði kjallarahurðina og kallaði á liann, koin liann stökkvandi upp á stigapallinn og reyndi að ná i fiskinn. Skjóni, sem ég licf sagt frá áður, og Villi voru eklti leng' að kynnast. en síðar urðu þeir skæðir óvinir og hnakkrifust livenær sem þeir sáust, aðallega út af læðu, sem þeir voru háðir skotnir i. Að endingu ætla ég svo að lýsa dauða lieira bcggja, Snotru og Villa. Þegar Vill* var orðinn fullorðinn köttur, neyddunist við til að láta skjóta Snotru. Við gátuin ekki liaft tvo ketti. Þess vegna var farið með Snotru í strigapoka inn i Blesugróf, þar sem hún var skotin. Jæja, þá var hun dáin, vesalingurinn. Villi dó cinu ári eft,r andlát móður sinnar. Hann fékk kattarfár og við urðum einnig að koma honum fyr*r kattarnef. Ég sá mjög mikið eftir þeim háðum. Siggeir Óiafsson. HeillirígSi, Iiireysti, íegurð Heilsurækt Atlas Nafn .. Heimili 13 æfingabréf með 60 skýringamyndum — allt i einni hók. Aflraunakerfi ATLAS er bezta og fljótvirkasta aðferðin til að fá mikinn vöðvastyrk. Æfingatimi: 10—15 minútur á dag. Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma. Pantið bókina strax í dag — hún veröur send um liæl. — Bókin kost- ar kr. 175,00. — Utanáskrift okkar er: Ileilsurækt Atlas, pósthólf 1115, Reykjavík. Ég undirritaður óska eftir að mér verði sent eitt eintak af Heilsurœkt Atlas og sendi hér með gjaldið, kr. 175,00. |(VinsamIega sendið gjaldið i áhyrgðarbréfi eða Ipóstávisun). 120

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.