Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 24

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 24
11 Nú heimsækjum við elleftu borgina. Eins og áður gefum við ykkur upp nöfn þriggja borga, og getið þið valið um, hver þeirra sé borgin, sem við er átt. Svar sendist til ÆSKUNNAR fyrir 1. maí næstkomandi. I hvcrt sinn eru veitt fimm bókaverðlaun fyrir rétt svar, og ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verðlaunin. Borg þessi stendur á eyju. Arið 1254 fékk borgin kaupstaðar- réttindi, og tveimur öldum síðar varð hún höfuðborg ríkisins. Mörg fögur stórhýsi eru í borg þessari og margir fagrir garðar. Borgin er taiin mjög fögur. Hún er stundum nefnd „borgin með fögru turnana", enda eru þeir aðaleinkenni hennar, þegar hún er séð úr fjarska. Borgin er iíka stundum nefnd eftir hinni frægu Parísarborg vegna glæsileika síns, en jafnframt hins létta og fjöruga blæs, sem einkennir hana, vegna götulífsins með mörg- um gangstéttarkaffihúsum og glæsilcgum gistihúsum. Annað, sem einkennir borgina, eru skurðirnir víðs vcgar um miðbik hennar, Hvað heitir þessi borg? □ Haag □ Ifelsingfors □ Kaupmannahöfn Setjið X fyrií framan þá réttu. þar úir og grúir af smáum og stórum bátum, sem koma úr ýmsum landshlutum til þess að selja fisk, ávexti, ost o. fl. Þá prýða borg- ina 3 allmikil stöðuvötn, er Iiggja í framhaldi hvert af öðru. Aðalatvinnuvegir borgarbúa eru iðnaður, verzlun, siglingar og samgöngur. Höfn borgarinnar er mjög fjölsótt, enda mjög stór, 74 km2. Þangað koma mörg ísienzk skip, og flugfélögin íslenzku hafa þangað fastar ferðir. I borg þessari búa hundruð íslendinga. Það eru til dýr, sem ná talsvert miklu hærri aldri en mannfólkið yfirleitt, en svo eru til önn- ur, sem aðeins lifa eitt dægur. Hvalurinn hefur möguleika á að verða 150 ára, en fáir þeirra ná þeim aldri sökum þess hve mikið þeir eru veiddir. Skjaldbökur geta orðið um 100 ára, páfagaukar verða einnig ótrúlega gamlir, en kanínur lifa aðeins í um það bil fimm ár. — A meðfylgjandi mynd sjáið þið aldur nokkurra dýra í tölum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.