Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 25

Æskan - 01.03.1967, Blaðsíða 25
Þórunn Pálsdóttir: Heimilið. Súrm j ólkurré ttir: Súrmjóllt cr hollur og gó'ður eftirréttur en einnig ómissandi á morgunverSarborfSið. Fjöl- breytni má fá með því að bæta ímsu í súrmjólkina, t. d. cin- hverju af þessu í einn súr- ■njólkurdisk: 2 msk. rúsinur, 1 <11 kornflögur, 1 msk. sykur c‘ða % msk. púðursykur, 1 msk. sólberjasulta eða önnur góð sutta, 1 msk. rifið rúgbrauð. Ennfremur er gott að setja saman við súrmjólkina ýmsa SInátt skorna nýja ávexti, eina e®a flciri tegundir saman, t. d. epli, banana, appelsínur, vín- ber. heytið þá súrmjólkina nokkrar mínútur með ávöxt- ununt i hrærivél. Súrmjólk lilönduð sykri og/ eða sítrónusafa er prýðilcg sem salatsósa á liráa grænmetis- salatið, hvort sem það eru rifn- ar gulrófur, gulrætur, hvítkál eða blaðsalat. Ýmsa ljúffenga ábætisrétti og eftirrétti má búa til úr súr- mjólk. Súrmjólkurbúðingur % 1 súrmjólk 100 gr. sykur 2 tsk. vanilla 50 gr. möndlur 8 blöð matarlím 2 Vt dl rjómi ávaxtamauk í súrmjólkina er lílandað sykri, flysjuðum, söxuðum möndlum og vanilludropum, ],vi næst er brætt matarlimið sett í og hrært i, þar til byrjar að þykkna, j)á er þeyttum rjóma blandað i. Ávaxtamauk er látið í botninn á glerskál og búðingurinn ]>ar ofan á. Skreytt með þeyttum rjóma, ávaxta- mauki og möndlum. Súrmjólkureggjabúðingur 3 egg 100 gr. sykur 0 blöð matarlim 1 msk. sitrónusafi 4 dl súrmjólk Egg og sykur er þeytt, þar til það er Ijóst og létt. Brætt matarlimið cr kælt með sitr- ónusafanum og því blandað i eggjahræruna. Því næst er súr- mjólkin sett út i og hrært i, þar til búðingurinn byrjar að þykkna. Hellt i skál og skreytt með þeyttum rjóma, sítrónu- sneiðum eða flusi. Mjólkursamsalan í Reykjavík tók upp þá ný- breytni að hafa kynningu á ýmsum mjólkurvörum, en þær eru ostur, skyr, ís og súrmjólk. Kynningu þessa annaðist frú Elísabet Magnús- dóttir í húsakynnum Mjólkurstöðvarinnar, en þar er eldhús gott til sýnikennslu og salur, sem rúmar 60 manns í sæti. Á öllum þessum kynningum vai hvert sæti skipað og voru það aðallega húsmæðui í borginni, sem sóttu þessa fræðslu. Einnig hópar úr nokkrum 4. bekkjar-deildum gagnfræðaskólanna í Reykjavík. Þarna sýndi frúin, hvernig mætti mat- reiða fyrrnefnda vöru á ýmsa vegu og hefur hún góðfúslega leyft þættinum að birta nokkuð af j)eim uppskriftum, sem þátttakendur fengu í fjölrituðum bæklingi. Athugið, að kryddtegundir, sem nefndar eru í sumum uppskriftunum fást í verzlunum Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík og ef til vill víðar. Þetta eru þuivkaðar kryddjurtir, sem gefa mjög gott bragð og gott að hafa þær að vetrinum þegar lítið er um nýtt grænmeti. Skyr. Daglega hrærum við skyrið út með vatni, bætum sykri eða púðursykri út í og borðum með mjólk eða rjómablandi. Við getum skapað fjölbreytni með þvi að blanda í skyrið ýmsum smátt brytjuðum ávöxtum, soðnum i sykurlegi (1 hluti sykur, 2 hlutar vatn, sítrónu- safi) eða hella ávaxtasafa eða sykurlegi yfir nýja smátt brytjaða ávexti i skál. Ef við viljum hafa meira við, getum við hrært skyrið út með rjóma og bætt eggjum út i, t. d. eitt- hvað á þessa leið: 250 gr. skyr 1% dl rjómi 1 egg % bolli sykur hýði af hálfri sitrónu, saxaðar, afhýddar möndlur eða rúsínur. Aðskiljið eggið og stifþeytið livituna. Hrærið skyrið út með rjómanum, bætið eggjarauðu, sykri og rifnu liýði af sitrónu i, og hrærið í tvær til þrjár minútur i hrærivél. Setjið þá rúsínur eða saxaðar möndlur út í ásamt stífþeyttum eggja- hvítum. Borið fram með þeytt- um rjóma, rjómablandi eða saftsósu. Skyr hrært þunnt blandað rifnum sitrónuberki og safa cr ágæt salatsósa á hrátt græn- metissalat. Skyrið má auk þess nota á ýmsan hátt i matreiðslunni, eins og eftirfarandi uppskrift sýnir. Skyrostur 100 gr. skyr 50 gr. smjör M, tsk. sall Va tsk. pipar Vi tsk. paprika Vi tsk. kúmen 2 msk. rifinn laukur eða graslaukur Hrærið skyrið með smjörinu. Blandað rifnum lauk og kryddi saman við. Borðað með brauði eða kexi. Mjólkurdrykkir: Appelsínumjólkurdrykkur 2 msk. appelsinusafi Vi tsk. flórsykur 2 msk. vanilluis 2 dl mjólk Blandið saman í skál is, flór- sykri og appclsínusafa, hellið kaldri mjólk yfir og þeytið rösklega í 3—5 mínútur með liandþeytara en i 2 mínútur í hrærivél. Bananamjólkurdrykkur % banani Vz msk. sitrónusafi 2 msk. vanilluís 2 dl mjólk Merjið bananann, setjið i skál ásamt sitrónusafa og is, liellið kaldri mjólk yfir og þeytið rösklega. íssúkkulaöi 3 tsk. kakó 1 tsk. flórsykur 1 tsk. vanillusykur 2 msk. vanillu- eða súkku- laðiís 2 dl mjólk Blandið öllu saman i skál og þeytið rösklega.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.