Æskan - 01.03.1967, Side 27
na Tereshkova
ö,r»iinum sem farið hefur í geimflug
,.É:
lun
°ft á
stofu
muncli ekkert eftir pabba mín-
segir Valentína. „En ég horfði
myndina af honum, sem var í
^ín;
aU:
^að,
allt
11 nr og ég spurði líka ömmu
<l um hann, og hún svaraði jafn-
>Hann var nú ósköp venjulegur
Ur. en þó getur nú verið, að þegar
fteinur til alls, þá hafði hann ver-
ið vel á sig kominn, og laglegur var
hann.“
Amma sagði Valentínu líka, að fað-
ir hennar og nróðir hefðu verið mjög
hamingjusöm, og hún hafði aðeins
einu sinni heyrt þau deila, og það
var út af nafni Valentínu. Móðirin
vildi endilega láta hana heita Rayech-
ka, en faðirinn hafði skrifað Valen-
tína á nafnseðil hennar þegar hann
tilkynnti fæðingu hennar, eins og sið-
ur var þar.
Tíminn leið og reiðhjól föður
hennar ryðgaði, og dag einn var har-
monikkan hans sett í geymslu, og var
aldrei framar notuð, og þá varð Val-
entínu loks ljóst að faðir hennar væri
dáinn og myndi aldrei koma lieim
framar.
Nokkrum mánuðum eftir lát föður
hennar, fæddi móðir hennar son, sem
var látinn heita í höfuðið á föðurn-
um, Vladimir.
Fólkið í litla þorpinu hennar Val-
entínu lifði flest á landbúnaði, og
þar á meðal voru íoreldrar hennar.
Eftir lát heimilisföðurins varð lífsbar-
áttan erfiðari fyrir móður hennar.
Valentína segir frá því, að við sól-
arupprás hafi móðir hennar farið frá
þeim börnunum til að mjólka kýrn-
ar, og þá þurftu þær systurnar að
gæta litla bróður, sem oft var erfiður.
Ef þær systur voru óvanalega fjörugar
og óþekkar, var mamma jreirra vön
Valentína Tereshkova í geimbúningnum.
að segja: „Ef þið eruð ekki góðar og
hegðið ykkur vel, fer ég í burtu frá
ykkur, alveg út á heimsenda!" í aug-
um eða hugum systranna var heirns-
endir í þorpi, sem var í um 20 km
fjarlægð. En þessi hótun móðurinnar
dugði alltaf og allt endaði á því að
móðirin söng þær systur í svefn.
Valentína segir svo frá: „Þegar
Jrýzki herinn réðist inn í Rússland,
voru allir karlmenn kallaðir í herinn,
svo að konurnar urðu að vinna þeirra
störf líka til viðbótar bústörfum og
barnagæzlu. Litla þorpið okkar fyllt-
ist fljótt af flóttafólki, sem flýði und-
an Jjýzka hernum. Samt var það svo,
að Jjó að tilveran væri hörð og mis-
kunnarlaus af völdum stríðsins, man
ég samt bezt eftir góðu stundunum
frá Jressum bernskuárum.
Bezti leikurinn var að klifra í trján-
um og komast alveg upp í topp, og
láta sig svo renna liægt niður á milli
greinanna. Stundiun meiddum við
okkur í Jressum leik, en aldrei man
ég eftir Jrví, að við færum að gráta
út af því.“
Ég var orðin átta ára Jregar ég í
fyrsta sinn ferðaðist með járnbrautar-
lest,“ heldur Valentína áfram. „Ég
man það svo vel eins og Jrað hefði ver-
ið í gær. Þetta var líka í fyrsta sinn,
sem ég sá járnbrautarlest. Þetta skeði
er við vorum að flytja til stærra