Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 9

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 9
J-^ann 9. janúar voru 100 ár liðin síðan mannvinurinn Sigurður Júlíus Jóliannesson íæddist að Læk í Ölfusi. En Sigurður var fyrsti ritstjóri Æskunnar, sem var fyrsta barnablað á íslandi, og stofnun liennar var þess vegna merkilegt brautryðjandastarf. Sigurður lauk námi í Lærðaskólanum í Reykjavík 1897, en fluttist vestur um liaf tveim árum síðar. Þrátt fyrir fé- leysi og aðra örðugleika, brauzt hann með frábærum dugn- aði áfram til háskólanáms og lauk læknanámi í Chicago 1907. Stundaði liann að því loknu læknisstörf meðal ís- lendinga vestan liafs áratugum saman, en tók jafnframt víðtækan og áhrifamikinn þátt í vestur-íslenzkum félags- málum, fékkst mikið við blaðamennsku og önnur ritstörf. Sögur hans og kvæði, sem komu út í Æskunni á ritstjórn- arárum hans, gaf Stórstúka íslands út í bókinni Sögur Æskunnar árið 1930. Sama ár kom út safn barna- og ungl- ingaljóða hans, er hann hafði gefið Barnavinafélaginu Sumargjöf. Auk þess, sem hann annaðist árum saman barna- og unglingadeild í vestur-íslenzku blöðunum, Lög- bergi og Voröld, var hann ritstjóri barnablaðsins Baldurs- brá, sem Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi gaf út, og átti blaðið vinsældum að fagna í höndum hans. Fór það að vonum, því að hann kunni ágætt lag á því að rita við hæfi barna og unglinga. Stíll hans er lipur, léttur og áferð- arfallegur, og hann var gæddur þeim næmleika tilfinning- SIGURÐUR JÚLÍUS JÓHANNESSON Þann 9. janúar eru 100 ár liðin frá fæðingu mannvinarins ^a^iíjurJ ar '^j-úlíusar annessonar. anna og þýðleika hugarfarsins, sem nær til barnshjartans. Aðalkvæðasöfn hans eru Kvistir (1910) og Ljóð (1950) Úessara einkenna lians gætir einnig mjög mikið í kvæðum Sigurður andaðist í Winnipeg 12. marz 1956 hátt á ní- hans í heild sinni. ræðisaldri. í mörgum skólum landsins, öðrum i‘ii barnaskólum, eru nú starfandi bindindisfélög, og samband Jieirra befur gert 1. febrúar að sérstökum hvatning- ardcgi, enda cr til ])ess ætlazt, að sá dagur sé sérstaklega belg- aður bindindismálum. Mikill hluti æskufólks er í skólanum frá 7 ára aldri og fram um tvitugt. Á þessum broskaárum er æskumanninum lifsnauðsyn að vera bindindis- maður. Það er skylda allra, sem við skólana starfa að stuðla að ])ví, að nemendur neyti ckki áfengis eða tóbaks. Góður fé- lagsskapur getur þar miklu góðu til lciðar komið, og liefur forðað mörgu góðu mannsefni frá óreglu og lífsglötun. Fordæmi kennara hefur þar mikið að segja. Það er skylda allra, sem við skóla starfa, að benda æskunni á liættur þær, sem fylgja neyzlu áfengis. Geri þeir það ekki, bregðast þeir skyldu sinni við æskuna. Iíenndu mér að varast hættuna. Þá kennir ])ú mér vei. Skólaœskan. 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.