Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 17
Tvær blaðsíður úr indversku staf- Þessar tvær blaðsíður eru úr lesbók Ein blaðsíða úr barnalesbók í Aust- rófskveri. Stafróf Indverja er ó- fyrir lappabörn, sem búa nyrzt í ur-Þýzkalandi. Myndin sýnir börn skiljanlegt fyrir okkur. Noregi. hópast í kringum forseta landsins. Af hinum mörgu eða fáu bókum, sem nútíma manneskj- an les í lífinu, eru það líklegast fáar eða engar bækur, sem hafa jafn sterk áhrif og fyrsta skólabókin, sem áður fyrr kalaðist stafrófskver, og í mörgum löndum er nefnd A B C bókin. í þeirri bók komast 6—7 ára börn fyrst í snertingu og kynni við bókstafina og léttustu orðin í þjóð- máli sínu. Þessi bók er því lykillinn að heimi lestursins og þekkingarinnar. Það er því ekki lítils virði að vandað sé til þessarar fyrstu bókar, því barnssálin er áhrifagjörn og móttækileg, allt er nýtt og margar myndir í þessum fyrstu bókum skoðar barnið mörgum sinnum og áhrifin geymast og gleymast aldrei. í næstu blöðum birtum við nokkrar síður úr A B C bók- Stafrófskverið um nokkurra landa. „Þú færð að sjá margar hænur, en þær eru öðruvísi á litinn en ég, annars erum við allar svipaðar. En þú færð ekki að sjá neinn unga, eins og þig, því að ég er búin að sannfrétta, að engin önnur hæna var látin unga út. beim þykir sjálfsagt gaman að sjá þig. Bara að þær vilji nú ekki allar eiga þig! Þú verður að gæta þess vel að láta enga aðra hænu taka þig frá mér.“ „Já, auðvitað, elsku mamma mín. Ég skal sannarlega gasta mín.“ Svona héldu þau rólega upp brekkuna í áttina að fjár- búsinu. Það var eins og umræðuefnin væru óþrjótandi. Skyndilega nam Toppa gamla staðar. Gulur litli, sem var rétt á eftir henni, hafði næstum rekið sig á hana. „Heyrðirðu þetta?“ spurði hún með ákafa. Gulur litli lagði hlustirnar við. Hann heyrði ekkert sérstakt. Jú, nú heyrði hann svo yndislegan söng, að hann hafði aldrei á ævi sinni heyrt annan eins. Þetta var heill- andi. „Þetta er hann pabbi þinn, sem stendur þarna uppi á húsmæninum og er að gala svona yndislega,“ sagði Toppa gamla og starði þangað. Gulur litli gat ekkert sagt, hann var svo óumræðilega hrifinn af þessum yndislega söng, sem hvað eftir annað hljómaði fyrir eyrum hans. Svo varð honum litið upp á húsmæninn. Þarna stóð hann þá, hann pabbi hans. En hvað hann var dásamlega tígulegur, þar sem hann bar við loftið, standandi á öðrum fæti! Hvílíkur pabbi! Það var ekki aðeins unaðslegi söngurinn hans, sem hreif Gul litla óumræðilega, heldur tíguleikinn og skiautlegi bún- ingurinn. Stóri glæsilegi kamburinn hristist til, þegar hann söng. Langar, litfagrar stélfjaðrirnar sveifluðust mjúklega til og frá. Og svo voru það sporarnir á fótunum lians pabba, sem settu virðuleikabrag á göngulagið. Gul- ur litli varð svo hrifinn, að hann liugsaði með sér, að liann skyldi keppa að því að líkjast þessum dásamlega pabba sínum. Og Gulur litli hóf undir eins smáæfingu. Hann lyfti vinstri fætinum eins hátt og hann gat og ætl- aði að standa á hægri fætinum. En tilraunin mistókst svo herfilega, að Gulur litli valt á vinstri liliðina. Hann skammaðist sín óskaplega fyrir þessa misheppnuðu til- raun sína, einkum þegar hann sá mömmu sína brosa með því auganu, sem að honum sneri. „Við skulum fara, mamma," sagði hann. „Eins og þú vilt,“ svaraði mamma hans og labbaði af stað, en Gulur litli fylgdi fast á eftir henni. Hann þorði ekki að líta við, því að það gat vel verið að pabbi lians liefði séð veltuna, og þá gerði hann auðvitað grín að þessum syni sínum. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.