Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 28

Æskan - 01.01.1968, Blaðsíða 28
Nokkrar leiðbeiningar bréfaskriftir. Margir hafa óskað eftir upplýsingum um hvernig eigi að hef ja bréfaskipti í fyrsta sinn. Hér koma nokkrar upplýsingar, sein ættu að koma að gagni í byrjun. Auðveldustu bréfin, sem þú skrifar, eru til einhvers, sem þú þekkir vel. Þú veizt á hverju hann hefur áhuga og á hverju ckki. Það eru litlar líkur til þess að hann misskilji þig, og þar sem þið vitið svo margt um hvorn annan, er svo margt, sem þú getur iátið ósagt. Þú þarft ekki að naga endann á pennanum þínum, áður en þú byrjar að sltrifa. Vináttan nægir til að laða fram hugmyndir og umræðuefni. En þegar mótskrifari þinn, hinn væntanlegi pennavinur, er óþekktur eða þér lítt kunnur, Jicgar hann á heima í öðru landi og talar annað tungumál, þegar þú hvorki þekkir áhugamál hans né skoðanir, þá er ekki ósennilegt, að þú nartir talsverðan tíma i pennann, áður en þú byrjar bréfið. Þegar svo er ástatt, gætu eftirfarandi atriði orðið þér að gagni: 1. í fyrstu bréfunum verður þú að gefa þennavini þínum upp- lýsingar um sjálfan þig og fá eitthvað að vita um hann. Farðu þér samt hægt. Segðu ekki „allt“ í fyrsta bréfinu. Einskorð- aðu þig við eitt eða tvö eftirfarandi atriða og geymdu hin þangað til síðar. a) Skrifaðu um sjálfan ])ig. En vertu ekki of nákvæmur: „Ég er 15 ára og tveggja mánaða gamall, veg 48 kíló og 700 grömm og er 156 sentimetrar og 3 millimetrar á hæð.“ Raupaðu ekki: „Ég hefði orðið efstur í bekknum i seinasta mánuði, ef...“ Segðu frá áhugamálum þínum og tóm- stundagamni (hobbíi); hvað þú gerir í skólanum og hvern- ig þú verð deginum. b) Skrifaðu um fjölskyldu þina og heimili. c) Um heimabæ þinn; kosti hans og galla. d) Land þitt, ef þú veizt mikið um það. 2. Mundu, að það eru hin lífrænu atriði, sem skemmtileg eru og áhuga vekja. Skrifaðu um það, sem þú veizt og þekkir. Ef þú ert fyndinn, getur það hjálpað þér mikið. Vertu samt varkár; það er svo auðvelt að misskilja. Kímnibragur er líka talsvert breytilegur eftir löndum og þjóðerni. Skrifaðu ekki, ef illa liggur á þér. 3. Spurðu skynsamlegra spurninga. Sum bréfaviðskipti — og samtöl líka — verða einhliða, af því að annar aðilinn spyr allra spurninganna. Mundu að spyrja einnar eða tveggja spurninga, og gleymdu alls ekki að svara þeim, sem þú varst spurður. Spurðu ekki of margra spurninga til að byrja með. Það er auðvelt að spyrja spurninga. Það tekur lengri tima að svara þeim. Of margar spurningar geta verið eins slæmar og alls engin spurning. 4. Þegar pennavináttan er farin að skapast, verða bréfaskrift- irnar léttara verk. Vandaðu þig samt. Skrifaðu ekki óljóst um efnið, eins og svo margir gera: „Það var margt manna og við skemmtum okkur öll vel,“ er gott dæmi. Sá, sem þannig skrifar, hefur ekki liaft augun hjá sér og sýnir sínu eigin bréfi ekki áliuga. Hvað margir menn voru eiginlega til staðar? „Skemmtu" allir sér vel? Og ef ekki, hvers vegna? Manstu eftir, hvernig umhorfs var? Hvernig var umhverfið, livernig voru gluggatjöldin, húsgögnin og umfram allt — fólkið? Hvað af þessu vekti áliuga eða skemmti pennavini þinum? Svona spurninga ættir þú að spyrja sjálfan þig. Athygli þín mun hjálpa þér stórlega. 5. Ef þú reynir að lýsa einhverju, mundu þá, að augun eru ekki einu skilningarvitin. Notaðu eyrun og nefið jafnframt. 6. Það er heppilegra að skrifa um eitt skemmtilegt atriði og lýsa því eða ræða það vandlega, en að tæpa á fjölmörgu og gera því litil skil. 7. Gleymdu ekki þeim aðgangi, sem þú hefur að bókasöfnum og upplýsingastofnunum. Tímarit, bækur og landakort geta lijálpað þér til að sjá pennavin þinn i hans umhverfi. Af þessum gögnum má furðulega mikið læra. 8. Hið óvenjulega er alltaf skemmtilegt. Það er auðvelt að leggja teikningar, blaðaúrklippur, póstkort, Ijósmyndir, frímerki og jafnvel farmiða inn í umslagið með bréfinu. Einnig er ckki dýrt að senda tímarit og blöð (prentað mál) í pósti. 9. Segðu liug þinn, ef þú veizt, að það mun ekki móðga penna- vin þinn. Vertu ekki að látast, láttu heldur margt ósagt. Mundu, að þú ert ólíkur öllum öðrum og að pennavinur þinn er það líka. Virtu tilfinningar ])ínar og annarra. 10. Að lokum þetta: 1) Rcyndu að slsrifa vel, læsilega rithönd. Auðvitað máttu vélrita bréfið, en ef þú notar penna, gerðu þá góðan grein- armun á n og u, a og o, og skrifaðu .vel stafina r og s. Prentaðu upphafsstafina. Athugaðu vel íölustafina 3 og 8, 7 og 9, 5 og 6 og 1 og 7, svo að þeim verði ekki ruglað saman. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.