Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1968, Síða 41

Æskan - 01.01.1968, Síða 41
lom Jones, söngvarinn frœgi, sem eitt sinn var námuverka- ffla'ður, vinnur sér inn núna um bað bil niutíu þúsund krónur á viku. Hann kemur þó aðeins fram i fimmtiu mínútur á hverju kvöldi. í vor heldur ''ann til Las Vegas og ætiar að skemmta þar. sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss Minnsta kona í heimi. Þessi litla kona hér á mynd- inni var nýlega sýnd á sýningu í Cape Town. Hán fannst í fjallahéraði í Suður-Afríku og er 45 ára gömul, en hæð hennar er þó ekki nema 83 cm. Saga flugsins km/klst. Hún var notuð á leiðunum Malmö — Kaupmannahöfn — Gautaborg og Kaup- mannhöfn — Hannover. Northrop Delta — Fram til 1940 notaði sænska flugfélagið Ab. Aerotransport flug- vél af gerðinni Nortlirop Delta, sem var smíðuð 1933. Hún var öll úr málmi og ætluð til póst- og farþegaflutninga. Hreyf- illinn var 670 lia. Pratt & Whitney Hornet. Eftir þeirra tíma mælikvarða var þessi flugvél mjög hraðfleyg, en liún flaug 306 Dornier Superwal. — „Superwal“-inn er ein af hinum frægu flugvélum Þýzkalands á timabilinu fyrir siðari heimsstyrjöldina 1939—45. Þetta var flugbátur, allur úr málmi, og var mikið notaður til langflugs. Hreyflarnir voru fjórir 500 lia. BMW. Vænghafið var 28.5 m, lengdin 23.6 m, vængflatarmálið 141 m2 og hámarksþung- inn var 15.000 kg. Superwal flutti 19 far- þega. Focke-Wulf „Möwe“. — Þýzka flugvélin F.W. Möwe, sem byggð var 1932, minnir í útliti mikið á hollenzku flugvélina Fokker F. VII. Þetta var farþegaflugvél, sem flutti 10 farþega. Hún var með einn 510 ha. Siemens-mótor. Vængliafið var 20 m, lengdin 15.4 m, vængflatarmálið 62.5 m2 og þyngdiu mest 4.400 kg. F.W. Möwe var heilmikið notuð í Þýzkalandi um miðjan fjórða tug aldarinnar. Junkers G. 38. -— Junkers G. 38 var risa- flugvél og oft kölluð fljúgandi vængurinn af því að burðarvængurinn var svo þykk- ur, að farþegarnir gátu staðið uppréttir í klefum, sem voru innréttaðir í vængnum. Hún var byggð 1930. Hún liafði fjóra 800 ha. Junkers-hreyfla, vænghafið var 44 m, lengdin 23 m og fullhlaðin vó lmn 27.000 Itg. Hún var m. a. notuð á flugleiðinni milli Berlínar og Kaupmannahafnar. Dornier Delfin 3. — Þýzka firmað Dornier liafði á að skipa sérfræðingum í smíði stórra flugbáta. 1932 smíðaði fyrirtækið gerðina „Delfin 3“, sem var riokkuð undar- leg ásýndum. Hreyfillinn var aðeins einn og lionum komið fyrir fremst ofan á far- þegarýminu. Hreyfillinn var 450 hö. Væng- hafið var 19.6 m, lengdin 14.35 m og væng- flatarmálið 60 m2. Þessi flugvél var m. a. talsvert notuð í Sviss. /vyBUvJtCi-- 37

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.