Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 42

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 42
 >j4urninffar og, ói/or C/Hedideýt átf Hvað verða fiskarnir gamlir? Kæra Æska. Ég he£ mikinn huga á öllu lífi í sjónum, og þess vegna langar mig svo mikið til að fræðast um livað fiskarnir geta orðið gamlir og annað um líf þeirra. Jónas í Keflavík. Svar: Það er bezt að byrja á laxinum. Hann lifir bæði i fersku og söltu vatni, nær nærri 8 ára aldri, fjöldi þeirra deyr þegar á 5. aldursári eða eftir að 1. hrygning hefur farið fram. Elzti lax, sem vitað er um, veiddist í Skotlandi og hafði þá hrygnt fjórum sinnum. Aftur á móti getur silungur orðið 30 ára gamall eða meira. Sumir aðrir fisk- ar, sem geta lifað í fersku vatni, verða mun eldri, svo sem geddan og állinn. Geddan getur náð fimmtugsaldri og álar, sem hindraðir hafa verið í því að hrygna, hafa náð sjötugsaldri. Síldin verður kynþroska 3—5 ára og hrygnir úr því árlega. I hreistri hennar, eins og margra annarra fiska, koma fram baugar líkt og árhringir í tré, og af þessum baugum er hægt að ráða, hve síldin er gömul. Veiðzt hefur síld, sem náð hafði 25 ára aldri. Aftur á móti er aldur þorsksins ákvarðaður eftir baugum þeim, sem sjást í botnsárum kvarnanna. Elzti þorskur, sem menn vita til veiddist við Noreg, og reyndist hann vera 26 ára. Flatfiskur getur náð miklu hærri aldri en síld og þorskur. Til dæmis hafa 33 ára skarkolar fengizt við Noreg. I Hvítahafi hefur veiðzt sá elzti skarkoli, sem um er vitað, en hann var fertugur. Flyðran verður þó enn eldri, því að fullvíst er talið, að hún geti haldið upp á fimmtugsafmæli sitt, ef henni þóknast. Um hámarksald- ur krabbadýra er lítið vitað. Álitið er, að rækjur verði aðeins nokkurra ára gamlar. Sumir ætla, að humarinn geti orðið gamall á krabba vísu, náð þrítugsaldri eða meira. Steypireyðurin verður tvítug, en norðhvalurinn mun aftur á móti ná 40 ára aldri. Alls eru nú kunnar 12000 fiskategundir í heiminum Lax nær nærri 8 ára aldri. og af þeim finnast 162 tegundir hér við land innan við 400 m dýptarlínu, en sú dýptarlína er oftast látin ákveða um sjávarfánu hvers lands. Fiskar lifa allt frá fjöruborði og niður í 6000 m dýpi að minnsta kosti. Það er því engin furða, þó að útlit þeirra sé margbreytilegt, skilyrðin eru svo ólík. Margar tegundir ferðast mikið og fara oft geysi- hratt yfir. En þetta eru sjaldnast skemmtiferðir, þær eru blátt áfram lífsnauðsyn fyrir viðhald tegundarinnar. Það er aðallega þrennt, sem veldur þessu flakki fiskanna: fæðuleit, val hrygningarstöðva og hitabreytingar. Til dæmis kemur þorskurinn í hópum saman síðari hluta vetrar norðan fyrir land til þess að hrygna í hlýjum sjó undan SV-ströndinni. Sumar fisktegundir halda sig við land að sumrinu, en hverfa svo alveg á haustin, eins og farfuglarnir, flestir til suðlægari hafa. Öllum fiskum er skipt í 5 ættbálka, sem hér segir: Beinfiskar, gljáfiskar, lungnafiskar, brjóskfiskar og hringmunnar. Hvorki gljá- fiskar ná lungnafiskar lifa hér við land. Dýflingur með geislabaug Svar til Helgu: Dýrlingurinn — })átturinn um ævintýri Sim- ons Templars er elzti fasti þátt- urinn í íslenzka sjónvarpinu og áreiðanlega einn sá vinsælasti og er það ekkert einsdæmi hér, því hvarvetna ]>ar sem þessir sjónvarpsþættir hafa verið sýndir, Iiafa ]>eir náð jnikium vinsældum. Bækurnar um Dýrlinginn voru mjög vinsælir reyfarar hér fyrir allmörgum árum. Höfundur hókanna var rithöf- undurinn Leslie Charteris, og halda sumir því fram, að Dýrlingurinn sé sú mannvera, sem höfundur hans hefði helzt kosið að vei'a, en aðeins getað skapað í imyndunarheimi reyf- arans. Dýrlingurinn er eins konar Hrói Höttur nútímans, sem vel kann að meta lífsgæði og þyrstir í ný ævintýri og spennu. Leslie Charteris, faðir Dýr-

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.