Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 44

Æskan - 01.01.1968, Qupperneq 44
SPURNINGAR OG SVÖR Svar til Þóru: Heila árganga af Æskunni er hægt að fá keypta ennþá, 1964, 1965, 1966 og árgang síðasta árs. Af eldri árgöngum er hægt að fá einstök hlöð. Utanáskrift Æskunnar er Box 14, Reykjavík. Svar til Guðnýjar: Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður kennslu í 35 mismunandi námsgreinum nú l)egar, en nokkrar nýjar námsgreinar eru i undirbún- ingi. Skólinn veitir öllum tæki- færi til að nota frístundir lil að afla sér fróðleiks, sem allir liafa gagn af. Allir geta gerzt nemendur hvenær árs sem er og er enginn hundinn við náms- hraða annarra nemenda. Eft- irfarandi erlend mál er hægt að læra: Dönsku I, 5 bréf og Litla dönskubókin. Námsgjald kr. 500,00. Danska II., 8 bréf og Kennslubók í dönsku I. Náms- gjald kr. 600,00. Danska III., 7 bréf. Kennslubók í dönsku III., lesbók, orðabók og stílhefti. Námsgjald kr. 700,00. Enska I., 7 hréf og ensk lesbók. Náms- gjald kr. 650,00. Enska II., 7 bréf, ensk lesbók, orðabók og málfræði. Námsgjald kr. 600,00. Þýzka, 5 bréf. Námsgjald kr. 700,00. Franska, 10 bréf. Náms- gjald kr. 700,00. Sænska, 10 bréf. Námsgjald kr. 700,00. Esperanto, 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Námsgjald kr. 400,00. Utanáskrift er: Bréfa- skóli SÍS og ASÍ, Sambands- húsinu, Sölvhólsgötu, Reykja- vík. Svar til Dóru á Akureyri: Bandaríski þjóðlagasöngvarinn Bob Dylan er fyrir löngu orðinn þekktur meðal ungs fólks víða um heim. Hann semur bæði lög og texta, en hann er þekktastur fyrir ádeilukveðskap sinn. — Bob Dylan er nú 25 ára gamall og á þeg- ar milljón krónur í bankanum, en hann græðir árlega um hundr- að þúsund dollara á söngskemmtunum sínum, plötum og einnig fær hann drjúgar tekjur af þeim lögum sínum, sem aðrir syngja inn á plötur. I'egar hafa verið skrifaðar margar bækur um Bob Dylan, og gerð hefur verið kvikmynd um daglegt líf hans, en þar fyrir utan hefur hann tekið að sér þátt i sjónvarpinu. Skírnarnafn Dvlans er Robert Zimmermann. Hann er fæddur í Duluth í Minnesota, en ólst upp í Hibbing, sem er i norðurhluta Bandaríkjanna. Faðir hans er efnaður kaupsýslumaður. í bernsku hjálpaði Bob pabba sínum í verzluninni, ók með vörurnar og hljóp með reikningana. Zimmermann sendi son sinn ofl til þeirra íbúa borgarinnar, sem sparsamari voru, til að sýna honum aðra hlið á lifinu. Dylan hafði mestan áhuga á að spila og syngja. Dylan var mjög heimakær og sást sjaldan langt frá heimili sinu. Hann lauk við gagnfræðaskólann og gekk seinna í liáskólann. Fyrsta skipti, sem hann kom fram, var í unglingaklúhhi i Minnea- polis, þar sem hann söng og spilaði á gítar og munnhörpu. Þá byrjaði Dylan að klæðast annarlegum fötum. Jafnframt þvi safn- aði hann hári. í desemher 1960 yfirgaf Bob Minnesota og fór til New York til að reyna sig sem rokksöngvara. En fyrst i stað voru allar dyr lionum lokaðar. En seinna batnaði hagur hans, er liljómplötufyrirtæki eitt gerði við hann samning til tveggja ára. Bob Dylan varð fyrst verulega frægur árið 1963, og í dag hafa helzt yfir 10 milljón eintök af plölum hans og 150 listamenn liafa flutt lög lians á plötum. KÆRA ÆSKA. Ég er einn af þínum 15 þúsund lesendum, og nota hér tækifærið til að þakka þér fyrir þitt góða efni. Mér finnst skemmtilegt að Iesa um ævintýri Miinchhausens, og þess vegna langar mig að fræðast eitthvað um höfundinn, og fá upplýsingar um hvenær Æskan fór fyrst að birta þessi ævintýri. Pétur. Svar: Myndasagan af hinum heimsfrægu ævintýrum Karls Fr. Hieronymus baróns af Múnehhausen byrjaði að koma hér i blað- inu í febrúar 1964. Iíarl Fr. Hieronymus var fæddur 11. maí árið 1720 í Hannover í Þýzkalandi og lézt þar 1797. Hann var hermað- ur að atvinnu og tók þátt i bardögum við Tyrki í Rússlandi að- eins átján ára að aldri. Nokkru seinna var hann i lífvarðarsveit Ivans Rússakeisara. En ekki virðist hann liafa fengið skjótan l'rama i hernum, því að hann fékk ekki liöfuðsmannstign fyrr en árið 1750. Sama ár hætti liann allri liermennsku og tólt við bús- forráðum eftir lát föður síns. Þar sagði hann svo vinum sinum ævintýralegar sögur, sem ekki aðeins lifðu á vörum fólksins, heldur voru birtar á prenti og hafa síðan verið sígild verk í bók- menntum lieimsins.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.