Æskan - 01.02.1968, Qupperneq 8
HRÓI
HÖTTIIR
„Ég lief sveimað um skóginn, húsbóndi góður," svar-
aði Reinaldur, „og séð þá furðulegustu sjón, sem nokkur
lifandi maður hefur séð. í þétta skóginum þarna liggur
svo ljómandi fallegur hjörtur með ljósgrænu skinni, og
hópur dádýra í kringum hann. Hornin eru svo stór og
hvöss, að ég þorði ekki að skjóta, því ég óttaðist að hann
myndi stökkva á mig, og rífa mig á hol. Þegar ég heyrði
glymja í veiðihorni þínu, flýtti ég mér sem mest ég mátti
til móts við þig, til þess að segja þér frá þessu undradýri."
Bæjarfógetinn varð öldungis hissa, og vildi óðara fara
handa honum. Skógarmenn báðu hann nú neyta með
sér matar þess, er fram yrði reiddur, og lét hann að lok-
um til leiðast. En þegar Litli Jón bar honum vín í sín-
um eigin bikar, varð honum svo þungt fyrir brjósti, að
hann gat ekkert drukkið. Þeir, sem næstir lronum sátu,
lögðu því ákafar að honum að eta og drekka, og hlógu
dátt að því hve aumlega hann bar sig. En sumir fóru að
syngja sigursöngva um fund þeirra skógarbúa og fógetans.
Vesalings maðurinn gat nú ekki lengur staðizt þetta.
Hann spratt á fætur og ætlaði að Jajóta burt, en mötu-
nautar hans stöðvuðu hann.
„Eina nótt,“ mælti Hrói höttur, „skaltu vera sekur
eins og vér, dómari góður. Þú skalt eiga náttból undir
grænu trjánum í Barnesdal, og ef Jrú í fyrramálið unir
hag þínum vel, Jrá skulum vér gefa Jrér grænan kufl
og kenna þér að skjóta af boga.“
Nú féll nóttin á. Skógarbúar sveipuðu að sér kuflum
sínum og lögðust til svefns undir trjánum. Áður höfðu
þeir bundið bandingjann, til Jiess að hann reyndi ekki
Fógetinn fangi Hróa.
og sjá þetta undradýr. Og nú skunduðu Jreir, skógarmað-
urinn og húsbóndi hans með sveinum sínum, í gegnum
skóginn, unz þeir komu þangað, sem Hrói höttur hafðist
við með kappa sina.
„Þarna er hjörturinn fagri, húsbóndi góður,“ mælti
Litli Jón og benti á höfðingjann, sem enn lá í grasinu.
„Og þarna er hjörðin," mælti hann enn fremur og benti
fógetanum að líta á flokk ungra, röskra manna, sem lágu
og hvíldu sig í forsælu nokkurra trjáa þar nærri.
„Þú hefur svikið mig, fanturinn þinn!“ æpti íógetinn,
brá sverði sínu og gnísti tönnum af bræði. „En þú skalt
lika fá makleg málagjöld — hana, hafðu Jretta!“ öskraði
hann og hjó til hans af miklum ákafa.
„Vertu stilltur, húsbóndi góður,“ svaraði Litli Jón og
bar fimlega af sér höggið. „Þú hefur margsinnis veitt
mér góðan miðdegisverð, svo það er ekki nema sann-
gjarnt að J>ú fáir einu sinni allsæmilegan kvöldverð
hjá mér.“
Nú slógu skógarmenn hring um Jrá fógeta og sveina
hans og sviptu þá vopnum. Settist fógetinn Jrá ofurspak-
lega niður á ábreiðu, sem breidd hafði verið á jörðina
að laumast burtu í myrkrinu og báðu hann sofa vel, þótt
sængin væri hörð. Alla nóttina bylti hann sér á ýmsa
vegu, stundi og kveinaði. Og Jregar hann loks sofnaði,
yfirkominn af þreytu, hrökk hann óðar upp aftur með
andfælum og vaknaði til nýrra kvala. Honum fannst
nóttin aldrei ætla að taka enda. Loks rann sólin upp,
og Jrá risu allir skógarmennirnir á fætur.
„Hvernig hafið Jrér sofið í nótt, herra fógeti?“ spurði
Hrói höttur. „Hvernig kanntu við dúnsængurnar okkar?“
„Skógardýrin hafa áreiðanlega átt mýkri hvílu en ég,“
svaraði bæjarfógetinn. „Heldur vil ég fá ör í hjartað,
en verða kúgaður til að eiga aðra slíka nótt. En hvers
vegna heldur þú mér hér? Ég hef hvorki gull né gerseni-
ar á mér, og svikarinn hann Reinaldur hefur rænt öllu,
sem ég átti heima. Lofaðu mér nú að fara burt. Þá skai
ég muna þér það.“
„Heit þá með svardaga, að þú skulir aldrei áreita
skógarbúana í Barnesdal," svaraði Hrói höttur, „og þá
skaltu mega fara.“ Síðan rétti hann að honum sverð sitt
og bauð honum að vinna eið að krossmarkinu á því.
Bæjarfógetinn vann eiðinn, og síðan leysti höfðinginn
64