Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1968, Page 10

Æskan - 01.02.1968, Page 10
 ÆSKUÁR FRÆGRA MANNA Hinn nafnkunni forseti Banda- ríkjanna, Abraham Lincoln, fæddist 12. febrúar 1809 í Ken- tucky í Ameríku. Kofinn, sem liann fæddist í, var svo aumur, að hann var bæði hurðarlaus og gluggalaus. Birtan kom inn um rifu á þak- inu. Faðir Abrahams var duglegur maður, hraustur og ósérhlífinn, og allir, sem þekktu hann, háru virðingu fyrir honum, vegna þess að hann var svo áreiðan- legur; það var ævinlega hægt að reiða sig á það, sem hann sagði. Árið 1816 flutti fjölskyldan langt inn í landið. Það var ekki greitt aðgöngu, þvi skógarnir voru svo þéttir, að faðir Abra- hams varð að ryðja brautina með því að fella trén, sem vörnuðu honum vegarins. Hann lét Abraham hjálpa sér við það. Abraham byrjaði á ]n’í að höggva smáhríslur, til þess að æfa sig. Honum óx brátt fiskur um hrygg, svo hann var ekki gamall, þegar hann gat fellt stór tré. Þegar fjölskyidan kom þang- að, sem ferðinni var lieitið, byggði faðir hans á fáum dög- um dálítinn timburkofa. Fyrir framan kofann var stór gras- flöt, þar kveikti móðir lians upp eld á iiverjum degi og eid- aði matinn. Á daginn hjó Abraham við með föður sínum, en á kvöldin las hann eða skrifaði við birt- una af eldinum. Móðir Abra- hams var gáfuð kona. Hún kenndi honum að lesa og skrifa og hún trúði því fastlega, að hann myndi verða mikill mað- ur með tímanum. Abraham átti bvorki pappír eða blek; harin skrifaði á trjá- bókina með,“ sagði hann, „en ég skal vinna skuldina af mér.“ Hann sló korn i þrjá daga hjá eiganda bókarinnar, og var ])á skuldin goldin. Abraham gei'ði sér það að reglu, að skrifa upp l)að, sem liann vildi muna, af því er hann las. Á mánudags- morgnana fór hann venjulega einförum úti í skógi, klifraði upp í hátt tré og liélt ræðuna, sem hann liafði heyrt prestinn lialda daginn áður. Þegar Abraham var 21 árs, flutti faðir hans til Illinois. Öll búslóðin var flutt á vögnum og gengu uxar fyrir þeim. Abra- börk og hafði viðarkol fyrir skriffæri. Hann fékk lánaðar bækur hvar sem hann gat. Einu sinni hafði hann fengið að láni stóra bók um George Washing- ton, fyrsta forseta Bandarikj- anna. Abraham lagði bókina fyrir ofan sig í rúminu um kvöldið, þegar hann fór að sofa. En um morguninn, þegar hann vaknaði, hafði rignt ofan á rúmið hans, svo hókin var öll rennandi blaut. Abraham fór á augabragði til mannsins, sem átti bókina, og sagði honum hvernig farið hefði. „Ég hef enga peninga til þess að boi;ga bam var ökuþór. Hann gekk alla leiðina og óð aurinn i ölxla, og stundum U]>p fyrir mjóalegg. Á leiðiuni var breið á, bættu- leg yfirferðar. Þegar komið var að ánni, sagði Abraham við for- eldi'a sina. „Nú veð ég á undan, ef ég drukkna, ])á sjáið þið, að áin er ófær.“ Allt gekk vel og f jölskyldan komst yfir ána með farangur sinn. Abraliam lagði gjörva hönd á margt. Hann var vinnumaður, verzlunarmaður, landmælinga- maður, póstþjónn o. fl. Skömmu eftir að hann kom til Illinois hitti hann lögfræðing, sem réði honum til þess að lesa lögfræði. Abraham las í nokkur ár og vann jafnframt fyrir sér. Svo varð hann málafærslumaður. Hann ávann sér brátt hylli allra góðra manna, vegna þess livað hann var duglegur og ái-eiðanlegur og góður öllum þeim, sem rninni máttar voi'u. Honum voru falin ýinis opin- ber trúnaðarstörf, sem hann leysti vel og samvizkusamlega af hendi. Ræðumaður var hann með afbrigðum, svo liann varð brátt nafnkenndur maður. Árið 1860 var hann kosinn forseti Bandaríkjanna. Fólkið í Noi'ður- og Suðui'- ríkjum Bandarikjanna er mjög ólíkt hvað öðru. íbúar Suður- ríkjanna cru margir komnir af Frökkum og Spánverjum, en íbúar Norðurríkjanna mest- megnis af Englendingum, Þjóð- verjum og Norðurlandabúum. I Suðurrikjunum tíðkaðist þræla- liald og þrælasala, og fói'u hús- bændurnir rnjög illa með þræla sína, böi'ðu þá oft miskunnar- laust og létu þá ganga í hlekkj- um að vinnunni á ökrunum, til þess að þeir strykju síður. Þeg- ar Abraham varð forseti, byrj- aði hann strax að vinna af al- efli á móti þrælasölunni og þrælahaldinu. „Ég veit, að Guð vill ekki að sá, sem er meiri máttar, undiroki þann, scm er minni máttar," sagði liann í ræðu, litlu eftir að hann var orðinn forseti. Ráðamenn í Suðurrikjunum urðu svo reiðir út af afskiptum bans af þrælasölunni, að þeir sögðu sig úr Bandaríkjunum og stofnuðu nýtt riki. Hófst af |)essu strið milli Norðurrikj- anna og Suðurrikjanna. Norð- urrikjamenn unnu sigur og þrælarnir fengu frelsi sitt. Litlu seinna var Abi'aham Lincoln myrtur af manni frá Suðurríkj- unum. Illvirkinn var þó of seinn; hið góða málefni hafði sigrað. Þrælahaldið var afnurn- ið. KÁPUMYND Að þessu sinni birtum við á forsíðu blaðsins mynd eftir Jón Engilberts, málara. Mynd þessi er gerð við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, „Stóð ég úti í tunglsljósi“, og er í eigu Reykjavíkurborgar.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.