Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 59

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 59
27. marz s. 1. tilkynntu fjórar evrópskar flugvélaverksmiðj- ur, British Aircraft Corporation Ltd, Fiat SPA, N. V. Konin- klijke Vliegtuigenfabriek Fokker og Messerschmitt — Boelkow Ginbh, að þær hefðu stofnað með sér samtök undir nafninu Panavia Aircraft Gmbll. Tilgangur samtakanna er að vinna að undirbúningi og stjórn á rannsóknum og smíði á háþróuðum flugvélum. Panavia Aircraft GmbH hefur aðsetur sitt í Miinchen. Ókyrrð loftsins kostar flugfélög að meðaltali 260 kr. í hverri ferð. Mestur hluti þessa kostnaðar er vegna frávika af áætluðum leiðum, en annar kostnaður er vegna meiðsla farþega, skoðunar á flugvélunum, viðgerða og endurnýjana. Loftskipið Zeppelin greifi kom tvisvar til Islands. í fyrra skiptið 17. júlí 1930 og i síðara skiptið 1. júlí 1931. Þá tók Zeppe- lin greifi íslenzkan flugpóst yfir Eskihiíð, fyrsta flugpóst frá ís- landi til útlanda. Flugvélarnar Lockheed P-38, Focke-Wulf Fw 189 og Saab J-21 höfðu það sameiginlegt, að þær voru með tvo skrokka. Stærsta flugvél sem smíðuð hefur verið fram til þessa er flug- báturinn Howard Hughes H-4. Á fslandi eru nú um 100 merktir flugvellir. Flugvélaveritfræðingar hafa vakið athygli á því, hve vænghaf flugvéla hefur aukizt litið með árunum. Benda þeir á, að á meðan Boeing 747 vegi 28 sinnum meira heldur en Douglas DC-3, þá er vænghafið aðeins um tvisvar sinnum meira. Flugfarþegum mun fjölga jafnt og þétt í framtíðinni. Þó munu flugfélögin hafa færri flugvélar í förum af því að þær verífa stærri og stærri. Tonnkílómetri er flutningur 1000 kg um 1 kílómetra. Tonn- míla er flutningur 2000 lbs (907.2 kg) um 1 landmílu (1609 m). Flugfélagið CESKOSLOVENSKÉ AEROLINIE (CSA) var stofn- að 1923. Aðsetur í Prag. Heldur uppi innanlandsflugi og flýgur til flestra Evrópulanda, til nálægari og fjarlægari Austurlanda, Vestur-Afríku og Kúbu. Floti: Tu 1Ö4A, Tu-124, II 18, II 14, Bristol Britannia og L-200 Morava. Heimsókn í Leikfangaland Hafið þið nokkurn tíma rek- izt á brúðu, sem getur sungið? Nei, líklega ekki, en það gæti orðið fyrr en varir, því að nú eru Vestur-Þjóðverjar farnir að framleiða söngbrúður. Ekki eru þær þó komnar hingað til lands ennþá. — Það þótti mikil fram- för hjá brúðunum á sínum tíma, þegar þær fóru að loka aug- unum, ef þær voru lagðar í brúðurúmið, og til munu þær vera, brúðurnar, sem geta gengið spölkorn. — Brúðu- mamman, sem þið sjáið hérna á myndinni, vill víst vera viss um, að brúðan syngi lagið rétt, því hún heldur nótnablaðinu fyrir framan hana. Síðan þarf hún ekki annað en styðja á hnapp á baki brúðunnar og þá fer hún að syngja ítalska lagið O sole mio. Og hér kemur svo önnur brúða, sem að vísu getur ekki sungið, en aftur á móti þarf ekki annað en styðja á hnapp á maganum á henni og toga svolítið í hárið á henni, þá lengist og lengist á henni hár- ið. Þá getur brúðumamman leikið sér að því að leggja á henni hárið á ýmsan hátt. Vilji hún láta brúðuna fá stutt hár aftur, þarf ekki annað en að snúa lykli á bakinu á henni, svipað og þegar klukkan er dregin upp, þá styttist hárið aftur. — Þessar brúður eru nokkuð stórar, 37 sentimetrar á hæð, og nokkuð dýrar líka, því að þær kosta um það bil 70 kr. danskar. Hvort þessar hárprúðu brúður hafa numið land á íslandi vitum við ekki, en sennilega verður þess þá ekki langt að bíða. L 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.