Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 59
27. marz s. 1. tilkynntu fjórar evrópskar flugvélaverksmiðj-
ur, British Aircraft Corporation Ltd, Fiat SPA, N. V. Konin-
klijke Vliegtuigenfabriek Fokker og Messerschmitt — Boelkow
Ginbh, að þær hefðu stofnað með sér samtök undir nafninu
Panavia Aircraft Gmbll. Tilgangur samtakanna er að vinna að
undirbúningi og stjórn á rannsóknum og smíði á háþróuðum
flugvélum. Panavia Aircraft GmbH hefur aðsetur sitt í Miinchen.
Ókyrrð loftsins kostar flugfélög að meðaltali 260 kr. í hverri
ferð. Mestur hluti þessa kostnaðar er vegna frávika af áætluðum
leiðum, en annar kostnaður er vegna meiðsla farþega, skoðunar
á flugvélunum, viðgerða og endurnýjana.
Loftskipið Zeppelin greifi kom tvisvar til Islands. í fyrra
skiptið 17. júlí 1930 og i síðara skiptið 1. júlí 1931. Þá tók Zeppe-
lin greifi íslenzkan flugpóst yfir Eskihiíð, fyrsta flugpóst frá ís-
landi til útlanda.
Flugvélarnar Lockheed P-38, Focke-Wulf Fw 189 og Saab J-21
höfðu það sameiginlegt, að þær voru með tvo skrokka.
Stærsta flugvél sem smíðuð hefur verið fram til þessa er flug-
báturinn Howard Hughes H-4.
Á fslandi eru nú um 100 merktir flugvellir.
Flugvélaveritfræðingar hafa vakið athygli á því, hve vænghaf
flugvéla hefur aukizt litið með árunum. Benda þeir á, að á
meðan Boeing 747 vegi 28 sinnum meira heldur en Douglas DC-3,
þá er vænghafið aðeins um tvisvar sinnum meira.
Flugfarþegum mun fjölga jafnt og þétt í framtíðinni. Þó munu
flugfélögin hafa færri flugvélar í förum af því að þær verífa
stærri og stærri.
Tonnkílómetri er flutningur 1000 kg um 1 kílómetra. Tonn-
míla er flutningur 2000 lbs (907.2 kg) um 1 landmílu (1609 m).
Flugfélagið CESKOSLOVENSKÉ AEROLINIE (CSA) var stofn-
að 1923. Aðsetur í Prag. Heldur uppi innanlandsflugi og flýgur
til flestra Evrópulanda, til nálægari og fjarlægari Austurlanda,
Vestur-Afríku og Kúbu. Floti: Tu 1Ö4A, Tu-124, II 18, II 14,
Bristol Britannia og L-200 Morava.
Heimsókn í Leikfangaland
Hafið þið nokkurn tíma rek-
izt á brúðu, sem getur sungið?
Nei, líklega ekki, en það gæti
orðið fyrr en varir, því að nú
eru Vestur-Þjóðverjar farnir að
framleiða söngbrúður. Ekki eru
þær þó komnar hingað til lands
ennþá. — Það þótti mikil fram-
för hjá brúðunum á sínum tíma,
þegar þær fóru að loka aug-
unum, ef þær voru lagðar í
brúðurúmið, og til munu þær
vera, brúðurnar, sem geta
gengið spölkorn. — Brúðu-
mamman, sem þið sjáið hérna
á myndinni, vill víst vera viss
um, að brúðan syngi lagið rétt,
því hún heldur nótnablaðinu
fyrir framan hana. Síðan þarf
hún ekki annað en styðja á
hnapp á baki brúðunnar og þá
fer hún að syngja ítalska lagið
O sole mio.
Og hér kemur svo önnur
brúða, sem að vísu getur ekki
sungið, en aftur á móti þarf
ekki annað en styðja á hnapp
á maganum á henni og toga
svolítið í hárið á henni, þá
lengist og lengist á henni hár-
ið. Þá getur brúðumamman
leikið sér að því að leggja á
henni hárið á ýmsan hátt. Vilji
hún láta brúðuna fá stutt hár
aftur, þarf ekki annað en að
snúa lykli á bakinu á henni,
svipað og þegar klukkan er
dregin upp, þá styttist hárið
aftur. — Þessar brúður eru
nokkuð stórar, 37 sentimetrar
á hæð, og nokkuð dýrar líka,
því að þær kosta um það bil
70 kr. danskar. Hvort þessar
hárprúðu brúður hafa numið
land á íslandi vitum við ekki,
en sennilega verður þess þá
ekki langt að bíða.
L
475