Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 44
SKATA-
FRÉTTIR
Skátamót í BOTNSDAL
Að tilhlutan skátafélags Akraness var haldið skátamót í Botns-
dal, er sett var af mótsstjóranum, Svavari Sigurðssyni, að kvöldi
þess 3. júlí.
Flokkakeppni hófst á föstudagsmorgun og tóku um 20 flokkar
þátt í henni, en hún var mjög fjölbreytt og skemmtileg. Voru þá
valdir úr 3 beztu flokkarnir af hvoru kyni og kepptu þeir síðan
til úrslita á laugardag að viðstöddum forseta islands og frú hans.
Gönguferðir hófust einnig sama dag og fóru 36 skátar á
Botnssúlur. 100—-200 manns fóru í hvalveiðistöðina og í siglingu
um Hvalfjörð, en ekki var farið út í Geirshólma. Tókst þessi ferð
mjög vel. Milli 100—200 fóru í gönguferð að hæsta fossi landsins,
Glym, sem fellur fram í hrikalegu gljúfri, og var gengið í 30
manna flokkum.
Næturleikur fór fram á föstudagskvöld og voru þátttakendur
aðallega yngri skátarnir, og heppnaðist hann vel.,
Á laugardag var mótið opnað gestum kl. 14. Klukkan 14.30
komu forseti islands, herra Kristján Eldjárn, og kona hans, frú
Halldóra Eldjárn, i heimsókn á mótið. Þá komu einnig skátahöfð-
ingi íslands Jónas B. Jónsson og fleiri úr stjórn B.Í.S. og fjöldi
gesta, sem mótsstjórn hafði boðið að koma. Móttöku forseta-
hjónanna var þannig háttað, að fyrst var gengið um búðirnar,
þar sem skátarnir voru ýmist að starfi eða leik. Síðan var öllum
gestum boðið til kaffidrykkju í stóru tjaldi, en að þvl loknu
fór fram sérstök dagskrá á leikjaflötinni, þar sem m. a. fóru fram
úrslit í flokkakeppninni o. fl. Þar var forseta íslands afhentur
geysivandaður stalur, sem hagleiksmaður á Akranesi hafði gert.
Siðan kvöddu forsetahjónin.
Síðar hófust svo gönguferðir ylfinga og Ijósálfa, en þeim
hafði verið boðið að koma á laugardag og dvelja fram á sunnu-
dag. Var þetta fyrsta útilega þeirra flestra.
Á sunnudag var einnig dagskrá fyrir ylfinga og Ijósálfa, en
kl. 10.30 hófst guðsþjónusta og predikaði séra Jón Einarsson
sóknarprestur að Saurbæ.
Veðrið var ágætt mestallan tímann, en þó var nokkuð kalt
framan af. Á sunnudeginum var veðrið eins og það getur bezt
orðið í Botnsdal og er þá mikið sagt.
Fjöldi skátanna, sem dvöldu á mótinu, var í kringum 660.
Vlfingar og Ijósálfar voru um 40 og í fjölskyldubúðum dvöldu um
það bil 150, þannig að um það bil 850 munu hafa dvalið á mót-
inu um lengri eða skemmri tíma.
Á varðeldinum á laugardagskvöldið munu hafa verið hátt í
1500 manns í yndislegu veðri og tókst hann mjög vel.
Sjötta haustmót Birkibeina
Dagana 8.—10. ágúst héldu Birkibeinar í Reykjavík sitt 6.
haustmót. Að þessu sinni var mótsstaður valinn í Borgarvík við
Úlfljótsvatn og komu þangað um 130 skátar frá Reykjavik, Hafnar-
firði og Keflavík, en auk þeirra gisti 1 pólskur kvenskáti mótið.
Einkunnarorð mótsins var 10. grein skátalaganna: „Allir skátar
er góðir lagsmenn", og var með þvi reynt að auka kynni skát-
anna á sem heilbrigðastan hátt.
Þrátt fyrir undirbúningsvinnu Birkibeina hafði þeim láðst að
semja við veðurguðina — enda var rigning með eindæmum og
lá við, að um sundmót væri að ræða.
Mótsgestir létu þó veðrahaminn lítt á sig fá og voru flestir
hinir hressustu þrátt fyrir óþægindin. Af þessum sökum átti dag-
skrárstjórn erfitt um vik, en þó var farið I gönguferð, flokka-
keppni var háð og einstaklingskeppni var í gangi og margt fleira,
að ógleymdum varðeldi og kvöldvökum við allra hæfi.
í mótsblaðinu var gert góðlátlegt grín að veðrinu, og mátti
þar sjá margar tillögur að hagnýtri notkun vatnsins, og þegar
innheimt var mótsgjald, töluðu menn um „vatnsskattinn“.
Hugmynd Birkibeina um aukna samvinnu skátanna átti þarna
vel heima, þótt segja megi að þeir hafi fengið óvænta aðstoð
við framkvæmdina. Hvað um það, þær rúmiega 100 skátasálin
sem þarna voru, sneru heim á leið léttar í lund, því ekki geta
nokkrir rigningardropar (hvað þá heilt syndaflóð) aftrað kátum
og hraustum skátum frá útilegu, og erfiðleikarnir styrktu bara
og efldu bræðralagið og skátaandann og hjálpsemin blómstraði
sem aldrei fyrr.
Allar upplýsingar um skáta-
starf má fá i skrifstofu Banda-
lags íslenzkra skáta, Tómas-
arhaga 31 — Sími 2 31 90.
Þar fæst einnig bókin:
SKÁTAHREYFINGIN
460