Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 62
SPURNINGAR OG SYÖR
Svar til Stjána: Fyrsta reiðskólann mun Hestamannafélagið
Fákur í Reykjavík hafa rekið, og var fyrsti kennari hans Hos-
mary Þorleifsdóttir. Síðan hafa ýmis hestamannafélög starfrækt
reiðskóla, enda er slík starfsemi kærkomin ])eim börnum, sem
áhuga hafa á hestum, en geta ekki á annan hátt komið því við að
kynnast meðferð þeirra. Við vitum um, að árið 1968 ráku þrjú
hestamannafélög slika reiðskóla, Fákur i Reykjavik, Léttfeti á
Sauðárkróki og Léttir á Akureyri, og voru j>að árið 198 nem-
endur í þessum skólum. f ár munu nokkru fleiri hestamanna-
félög hafa hafið rekstur slíkra skóla, auk þess sem nokkrir
einkaaðilar ráku slika skóla á síðastliðnu sumri, svo sem
Rosmary Þorleifsdóttir, húsfreyja að Geldingaholti i Hreppum.
Ennfremur hefur Landssamband hestamannafélaga nú hafið
farandkennslu í reiðmennsku.
Góður hnakkur kostar vart minna en 12 þúsund krónur og
beizli um 2 þúsund krónur, þótt eflaust sé þetta eitthvað mis-
munandi. Reiðfatakostnaður er kominn undir nægjusemi hvers
og eins.
Reiðskólar^
Það er margt auðveldara en að fjölyrða um hestaverð, enda
margbreytilegt og fer oft leynt. Þó má segja, að meðalgóður
reiðhestur verði nú vart fenginn fyrir minna en 20 þúsund
krónur. Hitt heyrir til undantekninga, fari góðhestur fyrir meira
en 30—40 þúsund krónur.
Sala islenzkra hrossa til annarra landa liefur færzt allmjög
í vöxt á síðustu árum, og munu útflutningshross þetta árið liomin
nokkuð yfir þúsundið. Helzti hrossamarkaðurinn erlendis hefur
verið í Þýzkalandi, en nú eru víða að skapast nýir markaðir, svo
sem í Sviþjóð og Bandaríkjunum.
Landssamband hestamannafélaga var stofnað árið 1949. Nú
eru í sambandinu 32 hestamannafélög með 2850 félaga. Hross á
landinu munu vera um 35—40 þúsund talsins, en af þeim eru
hestar og hryssur um það bil tveir þriðju hlutar, liitt folöld
og tryppi. Fyrsta hestamannafélag landsins var Fákur, stofnaður
árið 1922, og er það stærsta félagið, en það hýsir nú um 450
hesta i húsum sínum við bæjardyr Reykjavíkur.
it Hafrannsóknir
Svar til Ásgríms í Keflavík: virkastur við þær rannsóknir
Hér við ísland munu almenn- mun dr. Bjarni Sæmundsson
ar hafrannsóknir hafa hafizt í hafa verið, en hann má telja
byrjun þessarar aldar. Stór- einn af helztu brautryðjendum
Árni Friðriksson
í fiskirannsóknum í Norður-
Atlantshafi. — Kerf ishundnar
fiskirannsóknir á nútímavisu
hófust, er dr. Árni Friðriksson
hóf störf við Fiskifélag Islands
árið 1931. Vann Árni þar
mérkilegt hrautryðjandastarf,
og þegar Fiskideild Atvinnu-
deildar Háskólans var stofnuð
árið 1937, gerðist Árni forstjóri
hennar og gegndi því starfi til
ársins 1954, er liann tók við
starfi framkvæmdastjóra Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins, er
hafði skrifstofu sína i Dan-
mörku. Árið 1965 var gerð all
víðtæk skipulagsbreyting á
Hafrannsóknaskipið „Árni Friðriksson"
rannsóknamálum hérlendis.
Var þá meðal annars breytt
nafni Fiskideildarinnar, og
heitir hún nú Hafrannsókna-
stofnunin. Forstjóri hennar er
nú Jón Jónsson fiskifræðingur.
Við stofnunina starfa 14 sér-
fræðingar og 22 aðstoðarmenn-
Auk ]iess starfa um 20 manns a
skipum stofnunarinnar, en þaU
eru tvö: Árni Friðriksson «g
Hafþór. Nú er í smíðum þriðja
skipið, sem mun hljóta nafnið
Bjarni Sæmundsson.
478