Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 51

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 51
Sérðu ekki engilinn við hlið mér? Heyrirðu ei hinn djúpa strengjaklið? Sérðu ei hvítU' vængina, sem hánn ber? Sannarlega Guðs þeir tæra frið. Græn og rauð og gul á grónu sviði, af gróðri anga blóm á duldri ey. Fæ ég vængi vonar meðan lifi og vissu, mamma, eða er ég dey? HIÐ DEYJAIM Dl BARN H. C. Andersen. Mamma, ég er þreyttur vil því sofa. Mig þreyttan iát þitt hjarta hvila við. En grát þó ei, því verður þú að lofa. Þín heitu tár, þau gefa engan frið. Þau brenna kinn er bitur stormur æðir, en bjart er allt og fagurt heimi í. Með englasöng mín svífur sál i hæðir. Ég sofna, mamma, Ijóssins landi í. Hví heldur þú svo fast um mínar hendur? Hví er vot þín mjúka móðurkinn? Hún er bleik, en þó sem eldur brennur. Bezta mamma, ég verð ætíð þinn. Þess vegna mátt þá ekki lengur gráta. Það er svo sárt, sjá tárin væta þig. Ég augun þreytt nú aftur verð að láta. Mamma sjáðu, engillinn kyssir mig. Sigurður H. Þorsteinsson þýddi. Vindurinn lék um greinar gamla trésins. Og Tóta kippt- ist við, þegar það sagði með dimmri og ákveðinni rödd: Þú þarft aS læra aS hlusta! Tóta settist og hlustaði. Ef til vill vegna þess, að hún hafði aldrei heyrt tré tala fyrr. ,,í gær fór Anna hágrátandi inn,“ sagði gamla tréð og hallaði sér nær henni, ,,af því að þú hrintir henni og sokkabuxurnar hennar rifnuðu. Mamma hennar var lengi að hugga hana. í gær skemmdirðu bátinn hans Böðvars, og í dag hljóp Gunnar litli grátandi heim. Er þetta í rauninni nokkuð gaman, Tóta mín?“ Tóta leit undrandi á tréð. Hún hafði aldrei hugsað um þetta áður. Hún var farin að halda, að þetta ætti að vera svona. „Jaá — nei,“ stamaði hún. ,,En það hefur barasta eng- inn talað við mig og útskýrt þetta.“ Gamla tréð var svolítið áhyggjufullt. „Þetta er víst alveg rétt hjá þér, Tóta min. En þú hefur líka haft litinn tíma, ef einhver hefur ætlað að tala við þig. Þú rýkur undir eins í burtu.“ Tóta sagði ekki neitt. Gamla tréð vildi ekki trufla hana, af því að það vissi, að hún hafði gott af því að hugsa. Allt í einu fannst Tótu svo gaman að sitja, hlusta og hugsa. Hugsa um það, sem gamla tréð sagði henni. En allt í einu þaut hún á fætur. Gamla tréð kipptist við. Greinarnar skulfu. En gamla tréð var sterkt. Svona hafði það staðið i mörg ár. Það hafði reynt margt og séð mikið. „Nú veit ég, nú veit ég,“ kallaði Tóta og hoppaði af kæti. „Ég ætla að biðja pabba og mömmu að tala við mig agalega oft — og svo ætla ég aldrei að stríða." Allt í einu þagnaði hún. Hún var að hugsa. Síðan bætti hún við eftir dálitla stund: „Ég ætla aldrei að stríða ... nema bara pínulítið stundum, án þess að hrekkja, ha?" Hún sneri sér að gamla, bjargfasta trénu, sem hafði staðizt alla storma. Nú hló gamla tréð, af því að það þekkti Tótu litlu svo vel. Og gamla tréð gladdist, þegar Tóta hljóþ eftir götunni í áttina til Gunnars litla. Tréð vissi, að Tóta mundi standa við gefin loforð. Það vissi, að í rauninni var Tóta góð stúlka. Enda sýndi hún það brátt. Stundum kom það fyrir, að einhver ætlaði að stríða henni og kallaði: „Tóta tikarsþeni, Tóta tíkarsþeni.“ Þá sagði Tóta rólega: „Komdu hingað, vinur, og seztu niður. Þú þarft að læra að hlusta." Með gleði sinni og gáska reyndi Tóta nú alltaf að koma öðrum I gott skap ... þó að hún væri pínulítið stríðin. Þórir S. Guðbergsson. L 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.