Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 16
Góður matur var borinn fram.
rödd flugstjórans, Skúla Magnússonar, í hátalaranum. Hann bauð
farþega velkomna og tilkynnti, að flogið yrði f 29 000 feta hæð
til Færeyja, en þar yrði flugið lækkað um 2 000 fet það sem
eftir væri til Kaupmannahafnar. Skúli lýsti því sem íyrir augun
bar. Vakti athygli á Þingvallavatni til vinstri og brátt voru Vest-
mannaeyjar framundan til hægri. Þau Jóhanna og Jóhann höfðu
varla við að skoða og dásama landslagið. Þau fluttu sig slðan
yfir í vinstri hlið þotunnar og horfðu á Tungnafellsjökul, Sprengi-
sand og Vatnajökul. Yfirflugfreyjan í þessari ferð, Matthildur
Haraldsdóttir, kom og bar þeim svaladrykk og þeim fannst næst-
um ótrúlegt að þjóta hér áfram í háloftum og njóta þessara dá-
Vestmannaeyjum, 29. ágúst 1969
Kæra Æska!
Ég var bæði undrandi og
glöð, þegar ég frétti að ég
hefði verið svo heppin að hljóta
ferðina til Danmcrkur á vegum
Æskunnar og Flugfélagsins.
Ferðin var í alla staði mjög
skemrr.tileg og fróðleg. Eftir-
minnileg verður mér heimsókn-
in í H. C. Andersenssafnið, og
mjög skemmtilegt var að koma
i Tivoli. Þá ekki sizt að fá að
fljúga með Gullfaxa, þotu Flug-
félagsins. Ég þakka ferðafélög-
um minum, þeim Grimi Engil-
berts og Sveini Sæmundssyni,
innilega fyrir alit það sem þeir
gerðu fyrir mig.
ÞAKKIR
Með innilegu þakklæti.
Jóhanna Margrét Þórðardóttir
Vestmannaeyjum.
semda. Sólin skein inn um gluggana, og þau fundu raunar alls
ekki til þess að svo mikil ferð væri á farkostinum. Þetta var
rétt eins og að sitja heima i góðum þægilegum stólum og láta
fara vel um sig.
Þar sem ferðin hófst kl. 3:15 frá Keflavíkurflugvelli var ekki
matartími á leiðinni til Kaupmannahafnar. Flugið þangað var áaetl'
að að tæki aðeins 2 klst. og 20 mín. Hins vegar báru flugfreyj'
urnar fram smurt brauð og gosdrykki og kaffi, og Grímur hafð'
tekið með nýjustu blöðin af Æskunni, sem reyndar var varla komih
út, og þau sökktu sér niður í lesturinn, enda hafði nú tekið fydr
útsýnið og því fátt að sjá út um gluggana. Þotan geystist áfram
i háloftunum, en fyrir neðan þau var endalaus skýjabreiða, sem
sólin glampaði á.
Brátt kom flugfreyjan með skilaboð frá Skúla flugstjóra og
bauð þeim Jóhönnu og Jóhanni fram í flugstjórnarklefa. Það létu
þau ekki bjóða sér tvisvar: Að sjá stjórntæki nýtízku þotu var
eftirsóknarvert og fróðlegt. Þarna var allt fullt af mælitækjum o9
þarna sátu þrír menn, Skúli flugstjóri vinstra megin, Frosti
Bjarnason aðstoðarflugmaður hægra megin og fyrir aftan Þ®
Qddur A. Pálsson flugvélstjóri. Þeim þótti gaman að sjá í rat'
sjána. í henni sást Hjaltland greinilega fyrir framan á stjórnborða-
Því miður var skýjahula yfir Færeyjum, svo að þær urðu ekki
séðar á þessu flugi, en gaman var að hafa verið svona nálaeg1
þessari næstu frændþjóð. Eftir að hafa rætt við flugmennina oQ
skoðað sig um að vild héldu þau til sæta sinna.
Og áíram hélt flugið. Brátt tilkynnti Skúli flugstjóri, að Stav-
anger væri framundan eftir nokkrar mínútur, og meðan beðið
var eftir að strönd' Noregs birtist lásu börnin blöð og Jóhann
tók myndir. Þvi miður sást norska ströndin aldrei. Skýin légu ýtir
landinu og byrgðu útsýnið, en nokkru slðar var flogið inn ýfir
vesturströnd Jóilands. Yfir dönsku sundunum lá skýjalag, og Þa®
var mjög fagurt að sjá, hvernig sólin brauzt í gegnum skýin, °9
efra tóku þau á sig kynjamyndir, sum voru eins og risar atl
önnur eins og fjöll á þessari skýjahásléttu.
Gullfaxi lækkaði flugið og Danmörk kom í Ijós og svo var
lent á Kastrup, flugvélin rann spölkorn eftir flugbrautinni efl
beygði síðan upp að flugstöðinni. Þau voru komin til Danmerkut-
Á flugvellinum hittu þau Ólaf Bertelsen stöðvarstjóra Flugfélag5"
ins á Kastrupflugvelli og islenzka hlaðfreyju, sem starfar bjá
Flugfélaginu í Kaupmannahöfn, og eftir að hafa heilsað ÞeirT1
var haldið eftir löngum göngum inn i sjálfa flugstöðina.
stundarkorni liðnu komu töskurnar á færibandi og þau gengú 1
gegnum forsalinn og út á götuna, þar sem náð var ( bifreið °9
haldið til gistihússins I Löngangstræde 27. Þar tók á móti ÞeirT1
síðhærður unglingur, alúðlegur náungi, sem bar töskurnar. Síðan
innrituðu þau sig á hótelið. Slðhærði unglingurinn bar töskurnar
upp á loft og Sveinn sagði, að nú skyldu þau jafna sig og hvilaS*
i 15—20 mínútur áður en haldið yrði út til að skoða borgina.
432