Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 30

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 30
Hvað viltu verða? 0 nokkrum bréfum til þáttarins er beðið um upplýsingar um flugmál og allt, sem að flugi lýtur. Flugið er nú orðið snar þáttur í samgöngumálum okkar hér á landi ekki síður en með öðrum þjóðum, og ekki er því að neita, að nokkrar at- vinnugreinar hafa skapazt kringum þennan þátt samgangnanna. Áður höfum við hér í þessum þáttum spjallað um störf flugfreyjanna og skulum við því athuga nánar hinar atvinnugreinar flugsins, en þær eru: Flugvallastjórn, flug- umferðarstjórn, flugvirkjun, loftskeytamenn og flugmenn. Atvinnuflugmaður þarf að vera vel af guði gerður og sérlega hraustur, bæði and- lega og líkamlega. Sjón hans og heyrn þarf að vera eðlileg, og ekki má hann vera litblindur. Honum hentar vel að hafa góða og trausta skapgerð og sterkar taug- ar. Hann þarf að vera snarráður og ákveð- inn, þegar taka þarf skjótar ákvarðanir. Eftirlit er haft með heilsu flugmanna, einkum þeirra, sem stjórna farþegaflug- vélum. Mun hann þurfa að gangast undir nákvæma læknisskoðun tvisvar á ári eða þar um bil. Er það trúnaðarlæknir flugfé- lags þess, er hann starfar hjá, sem þessa skoðun framkvæmir. Sá, sem vill gerast atvinnuflugmaður, þarf að ganga í flugskóla, en tií þess að komast í hann þarf gagnfræðapróf, en þó er stúdentspróf talið bezta undirbúnings- menntunin. í flugskólanum fá nemendur tilsögn í flestu því, sem að flugi lýtur, t. d. flugumferðarreglur, siglingafræði, veður- fræði, vélfræði og flugeðlisfræði. Um lengd námstimans er það að segja, að venju- lega Ijúka flugnemar náminu á 11/2—2 ár- um, en að þessu námi loknu öðlast nem- andinn blindflugs- og aðstoðarflugmanns- réttindi. Að þessum prófum úr flugskólanum loknum getur flugmaðurinn sótt um stöðu hjá flugfélagi, en þau gera oft allstrangar kröfur til þeirra og verða nýliðarnir oft að Flugmaður gangast undir — og standast — ýmiss konar hæfnispróf, áður en þeir eru ráðnir, og oft eru þeir sendir á ýmis framhalds- Viámskeið í flugmennsku. Störf atvinnuflugmannsins eru í því fólg- in að stjórna og stýra flugvélum í flugtaki, á flugi og við lendingu. Hann þarf að reyna hreyflana og ýmis önnur tæki, áður en flug hefst, og fullvissa sig um að þau séu í eðlilegu ásigkomulagi. Hann athugar veð- urútlit og flugáætlun fyrir ferðina. í flug- vélum, sem hafa fleiri en tveggja manna áhöfn, er flugmaðurinn flugstjóri og þá einnig æðsti maður vélarinnar. Þegar flug- maður hefur flogið 1200 tíma flug, öðlast hann oft flugstjóraréttindi og þá hærri laun, en ýmis flugfélög gera þó strangari kröfur um lengd flugtíma, og oft kemur það fyrif. að væntanlegur flugstjóri þarf að sækja námskeið erlendis til þess að læra meðferð nýrra véla. Starfsaldur flugmanna er ekki sérlega hár, og hætta margir þeirra um fimmtugsaldur. Flugskólar eru til einir þrír í Reykjavík og einn á Akureyri. Ekki er því að leyna, að þetta er dýrt nám. Hver einstakur flug' tími í skólunum kostar núna um kr. 900, en þó er námið hvergi nærri eins dýrt og menn halda. Námskostnaðurinn fer eftir fjölda flugtímanna og að nokkru eftir stærð vélarinnar, sem notuð er til kennslunnar. Námstíminn. Lágmarkskröfur um fjölda flugtíma eru ákveðnar í lögum, en flug' kennarinn segir til um hæfni flugnemans. hvenær hann sé til dæmis fær um að stjórna flugvél einn. Talið er, að flestir þurfi að taka 15 til 20 flugtíma til þess að geta stjórnað flugvél á eigin spýtur. Fulltrúi loftferðaeftirlitsins sker úr um, hvort flug' nemi telst hæfur til einliðaflugs (sóló)- Samkvæmt lögum þarf flugneminn að hafa lokið að minnsta kosti 40 flugtimum, áður en hann öðlast einkaflugmannsréttindi. Auk þess verður hann að þreyta próf í verkleg' um og þóklegum greinum. Réttindi. Einkaflugmannspróf veitir réttindi til að flytja farþega hvert á land sem er án greiðsiu. Sá, sem vill gerast atvinnu- flugmaður, verður að eiga að minnsta kosti 200 flugtíma að baki og ganga undir verk- legt og bóklegt próf. Atvinnuflugmannsprói veitir réttindi til að flytja farþega gegn greiðslu. Ef menn afla sér auk þess rétt' inda til blindflugs, standa þeir betur að vígi um starf sem aðstoðarflugmenn bjá stóru flugfélögunum. Námstilhögun. Kennari og nemandi geta að nokkru komið sér sarrian um, hversu langur tími líður milli kennslustunda. Al' gengt og æskilegt er talið að taka 2 til 3 flugtima í viku. Er flugneminn þá 4 til ® mánuði að öðlast einkaflugmannsréttind'' Mörgum kann að koma þetur að dreif3 flugtímanum á lengra bil. Náminu má * stuttu máli haga eftir efnum og ástæðum- Aldur. Flug má læra á öllum aldri. Þó má flugneminn ekki vera yngri en 17 ára, einkaílugmannsréttindi eru bundin við ára lágmarksaldur. Engin ákvæði eru 11 um hámarksaldur. G. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.