Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 4

Æskan - 01.11.1971, Page 4
FæSingarstaður Jesús. Fæðingarkirkjan i Betlehem. Gröf Rakelar í Betlehem. borgir og staði. Saga Islands er merkileg saga, sem flest okkar þekkja að nokkru. Sumt höfum við lesið, annað heyrt. Við þekkj- um einnig sögu margra einstaklinga, sem lögðu mikið á sig og lögðu sig alla fram til þess að skila þjóðinni sem beztum og dýr- mætustum arfi. Sumir staðir koma oftar við sögu en aðrir, og yfir sumum þeirra hvílir Ijómi, sem lýsa mun þar til saga okkar er á enda. Þannig mun einnig verða um borgina Betlehem, sem menn hafa ort svo fagurlega um allt fram til okkar daga. Nú þjóta bifreiðirnar fram og aftur um götur borgarinnar og nærliggjandi staði. Við tökum okkur far með einum þeirra, sem þýtur frá Jerúsalem með nær 100 km hraða á klukkustund. Það tekur aðeins örfáar mínútur að aka þessa 14 km leið. Jerúsalem er að baki okkar og brattur vegur liggur niður Kedrondalinn í áttina að hinum nýja og góða Betlehemsvegi. Himinninn hvelfist yfir okkur, en út um glugga bifreiðarinnar sjáum við kameldýr, asna, bifreiðir og þjótandi flugvélar. Hér mætast tveir heimar í vaxandi hita og spennu hins hversdagslega lífs. Betlehem (sem þýðir brauðhús) á sér langa og merkilega sögu, sem ekki verður rakin hér. Stundum verður borgin sveipuð hulu og þoku, og á ýmsum tímum Gamla testamentisins virtist borgin litla sem enga þýðingu hafa. En í nágrenni Betlehem dó Rakel og var grafin þar. Enn á okkar dögum er hennar minnzt og liggur minningargröf hennar í útjaðri borgarinnar. Þangað streyma oft verðandi mæður til þess að heiðra minningu hennar. En í Betlehem var einnig hinn mikli konungur Davíð fæddur, °g Þess vegna er borgin oft nefnd Davíðs borg, „því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs." Og í þessari sömu borg átti einnig Messías að fæðast. 750 árum áður en Jesús fæddist, sagði spámaðurinn Mika: „Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó koma frá þér sá, sem vera skal drottnari ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðardögum." Þannig spáði Mika um komu Jesú í þennan heim. Og yfir hell- inn eða fjárhúsið, sem sagan segir, að Jesús hafi fæðzt I, lét Konstantín mikli reisa mikla byggingu, kirkju, sem talin er vera elzta kristna kirkjan, sem varðveitzt hefur allt til okkar daga. Engispretturnar suða við vegina. Kirkjuklukkurnar hringja til guðsþjónustu. Þúsundir pflagríma og ferðamanna streyma til helgra staða til þess að halda heilög jól og minnast þeirra tíma, er Guð sjálfur sendi son sinn í heiminn til þess að frelsa syndugt mannkyn. Sagan rifjast upp og slær ýmsa strengi í hörpu minninganna. Söngur englanna á Betlehemsvöllum hljómar fyrir eyrum okkar: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum!" Þeir komu til þess að boða frelsi og frið. Þeir komu með fagn- aðarboðskapinn mikla um frelsarann. Fylltir eftirvæntingu og spenningi héldu hirðarnir af stað. Kyrrð og friður rikti allt i kringum þá og fögnuðurinn varð fullkominn, er þeir fundu Jesú- barnið reifað og liggjandi í jötu, eins og engillinn hafði sagt þeim. En skömmu síðar hljómaði hinn ægilegi boðskapur og ógn- vekjandi — um fjöldamorð meðal barna. — Þar ríkti ekki „friður á foldu", þar var enginn, sem gat sungið „Fagna þú maður". Andstæðurnar eru miklar. Annars vegar söngur um frið og frelsi, hins vegar hatur og sá hryllingur, sem í mannshjartanu getur búið. En einmitt þess vegna sendi Guð son sinn í heiminn. Við fæðingu Jesú rættist sá draumur og það fyrirheit, sem engillinn gaf Jósef: ,,... Þú skalt kalla nafn hans Jesús, þvi að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Enn á ný kalla kirkjuklukkurnar til guðsþjónustu á helgum jólum. Enn eru lesnar sögurnar um fæðingu frelsarans. Enn er minnzt þess tíma, er Jósef og Maria héldu til „borgar Daviðs, sem Betlehem heitir." Eru sögurnar ævintýri eða raunveruleiki? Erum við að minnast fallegra sagna, sem „einu sinni voru“, en hafa enga þýðingu lengur? Erum við, sem kristnir viljum vera, að leika eitthvert apaspil? Hvers vegna stríð og hatur? Hvers vegna eymd og volæði? Hvers vegna óróleiki og eirðarleysi? Hvers vegna erfiðleikar og vandamál? Sumum spurningum lífsins verður aldrei svarað, en lausn allra vandamála er aðeins að finna á einum stað: Biblíunni. Ef sagan um Jesúm er aðeins helgisögn eða fallegt ævintýri, skulum við hætta að leika gervihlutverk á leiksviði heimsins. En ef sagan er sönn, verðum við að gefa henni enn betri gaum, svo að hún fái að hafa áhrif á líf okkar, veita okkur blessun og frið, svo að við fáum einnig sungið af hjarta á þessum jólum: Heims um ból, helg eru jól. GLEÐILEG JÓL. ÞSG □

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.