Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 14

Æskan - 01.11.1971, Side 14
Því fór hann undan í flæmingi og svaraði: „Jafnvel þótt við veittum þér þetta leyfi, kæmist þú aldrei með ösnuna þína niður neðstu, þrengstu stigaþrepin, þar sem beygjan er kröppust. Þú skilur því, að þetta er ekki hægt.“ ,,Já, en það er til annar inngangur," svaraði Pepino. „Hann liggur að gömlu kirkjunni. Hann hefur ekki verið notaður lengi, en það væri hægt að opna hann bara í þetta eina skipti. Er það ekki rétt?“ Nú varð ábótinn gramur. „Hvað ertu eiginlega að segja? Á að eyðileggja eignir kirkjunnar? Það hefur verið múrað upp í þessi göng í rúma öld, eða alveg frá javí nýja grafhvelfingin var gerð.“ Biskupinn áleit, að hann hefði fundið góða lausn á Jjessum vanda, og Jíví sagði hann vingjarnlega við dreng- inn: „Hvers vegna ferðu ekki heim og biður heilagan Frans að hjálpa þér? Ef Joú opnar hjarta þitt fyrir hon- um og geymir hina sönnu trú í hjarta þínu, mun hann örugglega bænheyra þig.“ „Já, en J^að væri ekki það sama og að biðja hann við gröf hans,“ sagði Pepino og rödd hans titraði nú, því að hann var alveg að gráti kominn. „Ég verð að fara með hana Jjangað niður, svo heilagur Frans geti séð hana. Hún er nefnilega ekki neinn venjulegur asni. Brosið hennar Violettu er, sko, alveg sérstakt! Hún brosir að vísu ekki lengur, sko, ekki eftir að hún veiktist. En kannski brosir hún bara einu sinni enn til hins heilaga Frans. Og þegar hann sér brosið hennar, þá læknar hann hana. Það veit ég, að hann gerir.“ Nú var ábótinn ekki lengur í neinum vafa um, hvert svarið skyldi verða., Hann sagði ákveðinn: „Mér þykir Jaað leitt, sonur minn, en svarið er nei.“ „Til hvers get ég Jiá snúið mér?“ spurði Pepino föður Damico síðar um daginn. „Hver er æðri en ábótinn og biskupinn, einhver, sem getur sagt þeim, að þeir eigi að leyfa mér að fara með Violettu niður í grafhvelfing- una?“ Föður Damicos sundlaði næstum, jægar honum varð hugsað til Jiess endalausa himnastiga alls konar tignar- heita og nafnbóta innan kirkjunnar, stigans, sem lá frá Assísi allt til Rómaborgar. Samt útskýrði hann allt Jaetta eftir beztu getu íyrir Pepino litla, og svo sagði hann að lokum: „Og efst uppi situr svo hans heilagleiki... sjálfur páfinn. Það leikur enginn vafi á því, að hann yrði hrærð- ur, ef hann frétti um það, sem hér hefur gerzt, því að hann er mikill maður og góður maður. En hann er svo önnum kafinn við að fjalla um þýðingarmikil mál, að Jjað væri ómögulegt fyrir hann að veita sér tíma til þess að tala við þig.“ Pepino hélt aftur heim í gripahús Niccolos. Hann hélt áfram að hjúkra Violettu, gaf henni fóður og vatn og nuddaði snoppuna á henni hvað eftir annað. Svo sótti hann peningana, sem hann geymdi í steinkrukkunni langt niðri í hálmhaugnum, og taldi Jaá aftur. Hann átti nú næstum 300 lírur. Hann lagði 100 lírur til hliðar og lofaði Giani vini sínum, að hann skyldi fá Jtær, ef hann hugsaði vel um Violettu, meðan hann færi í svolítið ferðalag. Svo klappaði hann henni einu sinni enn og Jturrkaði af sér tárin, sem voru enn byrjuð að streyma, þegar hann sá, hve rnögur hún var orðin. Svo fór hann í jakkann sinn og hélt út á þjóðveginn. Þar rétti hann upp þumalfingurinn til þess að biðja um far, en það hafði Francis Xavier O’Halloran kennt honum. Og hann fékk brátt far með vörubíl. Hann var nú á leið til Róma- borgar til þess að heimsækja páfann. Vöndur af vorblómum Aldrei hafði neinn drengur virzt vera svo lítill og umkomulaus og Pepino, þegar hann stóð á hinu ósegjan- lega stóra Péturstorgi, sem var næstum autt svo snemma morguns. Það virtist allt gnæfa til himins allt í kringum hann. Nálægð hinna yfirlætislegu bygginga gerði J)að að verkum, að hann virtist enn horaðri og aumari, þar sem hann stóð þarna berfættur á torginu í rifnu buxunum sínum og ræfilslega jakkanum. Aldrei hafði nokkur dreng- ur verið eins einmana og hræddur. Aldrei hafði nokkur drengur fundið eins greinilega til yfirþyrmandi smæðar sinnar og umkomuleysis. Aldrei hafði hjarta nokkurs drengs verið Jírúgað af Jjyngri sorg. Það var Rómaborg sjálf, sem magnaði Jiessar kenndir innra með honum. Virðuleiki og hátign hinna glæstu bygginga og minnismerkja fylltu hann lotningu. Áhrifin voru svo yfirþyrmandi, að hugrekki hans tók að dvína og hann gerði sér snögglega grein fyrir því, að erindi hans sjálfs hlaut að vera alveg vonlaust, aðeins sóun tíma og krafta. En samtímis sá hann einnig fyrir sér litlu, döpru ösnuna, sem mundi áreiðanlega deyja, nema hann útvegaði henni einhverja hjálp. Sú hugsun veitti honum krafta til þess að leggja af stað yfir hið risavaxna torg eftir langt hik og nálgast óttasleginn eitt af hliðarinn- gönguhliðunum að Vatíkaninu. Vörðurinn í svissneska lífvarðarliðinu, sem var klædd- ur í miðalda einkennisbúning í gulum, rauðum og blá- um lit og með langa spjótöxi í hendi, virtist vera alveg risavaxinn og ógnvekjandi á svipinn. Samt gekk Pepino alveg að honum og spurði: „Fyrirgefðu, en viltu ekki fylgja mér á fund páfans? Mig langar svo að tala við hann um ösnuna mína, hana Violettu." Varðmaðurinn brosti, og bros hans var ekki óvingjarn- legt, því hann var vanur J)essum barnalegu og saklausu 12

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.