Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 18

Æskan - 01.11.1971, Síða 18
 <-o1 Anna G. Bjarnadóttir: Hátíð barnanna Jólanna hátið er ljóisa?ina Ijós, er lýsir upp vora kœrleikans rós. Barnanna hátið svo blið og hlý, birtu hún tendrar hjörtunum i. Bróðurpel glœðir svo helg og svo há hugsjón vor Guði frá. Hátíð er fcerir oss friðinn á jörð, fagnandi syftgur englanna hjörð: ,J dag vor frelsari fceddur er!“ Friðþceging syndanna hljótxim vér. Með sinni guðlegu gcezku og hlif gaf hann oss eilift líf. Hann skrifaði einnig um hitt vandamálið, sem faðir Damico ræddi svo um við Pepino á sinn sérstaka hátt. Hann sagði við Pepino: „Pepino, það er svolítið, sem þú verður að skilja, áður en við höldum á fund ábótans. Þú trúir skilyrðislaust á hinn heilaga Frans, og þess vegna vonar þú auðvitað, að hann muni hjálpa þér að lækna ösnuna þína. En hefurðu hugsað til þess möguleika, að hann, sem annaðist af slíkum kærleika hin ýmsu dýr, sem Guð skapaði, elskaði Víolettu svo heitt, að hann ósk- aði eftir að hafa hana við hlið sér í Paradís?" Pepino litla rann kalt vatn milli skinns og hörunds, en honum heppnaðist Jjó að stama út úr sér þessum orð- um: „Nei. . . faðir .. . það .. . hafði ég ekki hugsað. . .“ Presturinn hélt áfram máli sínu: „Ætlarðu að fara niður í grafhvelfinguna til þess eins að heimta ... eða ætlarðu einnig að vera reiðubúinn að gefa ... ef slíkt reynist nauð- synlegt?" Sál Pepinos litla gerði uppreisn gegn jDeirri hugsun, að ef til vill yrði hann að glata Violettu, jafnvel þótt hann glataði henni í hendur hinum heilaga Frans, sem honum þótti svo undur vænt um. En hann leit um síðir dapur i bragði upp til föður Damicos og horfði beint í augu honum, og það bjó eitthvað i djúpum augna hans, sem veitti honum hugrekki til Jjess að svara hvíslandi: „Ég skal gefa . .. ef ég verð að gera það. En ... ó, ég vona, að hann leyfi henni að vera hjá mér... bara svolítið Iengur." Hinn heilagi Frans gefur merki Hljóðið í haka steinhöggvarans glumdi hvað eftir ann- að í hvelfingum kirkjunnar, þegar hann braut niður múr- hleðsluna í göngunum, sem lágu úr gömlu kirkjunni inn í grafhvelfinguna. Ábótinn beið skammt undan, ásamt biskupinum, vini sínum, og jæim föður Damico og Pepino litla, sem var mjög fölur og þögull. Augu hans sýndust jafnvel enn stærri en áður. Ábótinn horfði á, er múrsteinar og kalkflísar féllu á gólfið, og svipur hans lýsti auðmýkt og þolinmæði. Rifan breikkaði smám saman. Og loftstraumurinn, sem mynd- aðist nú skyndilega í göngunum, Jjyrlaði kalkrykinu upp. Hann var réttlátur maður þrátt fyrir galla sína, og hann hafði sjálfur hvatt biskupinn til þess að vera viðstaddur, er gerð væri J>annig yfirbót vegna hinnar páfalegu ofaní- gjafar. Nokkur hluti múrveggjarins reyndist vera alveg sérstak- lega erfiður viðureignar. Steinhöggvarinn réðst á hlið bogans til þess að beygja J>á stoð. Svo tóku kalk og múr- steinar að sáldrast niður, þegar betur losnaði um þá. Nú hafði myndazt mjótt op, og í gegnum það gátu J>eir nú komið auga á flöktandi kertaljós á altarinu yfir hinni heilögu gröf langt í burtu. Pepino hreyfði sig ósjálfrátt í áttina að opinu. Eða kannski var }>að Violetta, sem hreyfði sig órólega, gripin ótta á þessum ókunna stað og vegna þessara einkennilegu hljóða? Faðir Damico sagði: „Bíddu!“ Og Pepino hélt aftur af henni. En máttlitlir fætur ösnunnar runnu til á múrsteinunum, og hún sparkaði aftur fyrir sig af hræðslu, svo að hófarnir hittu bogann einmitt á þeim stað, sem steinhöggvarinn hafði þegar veikt með höggum sínum. Það féll einn múrsteinn, og svo rifnaði allur múrinn sundur. Faðir Damico tók undir sig stökk og dró drenginn og dýrið afsíðis, um leið og stór hluti múrbogans hrundi með miklum hávaða að baki honum komu þeir auga á hluta af eldgamla múrveggnum og lítið holrúm J>ar á bak við, áður en rykskýið huldi allt saman. Svo eyddist rykskýið, og biskupinn stóð þarna graf- 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.