Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 19

Æskan - 01.11.1971, Síða 19
kyrr með uppglennt augu og benti á eitthvað, sem lá á lítilli syllu inni í þessu holrúmi. Það var lítil, grá blý- askja. Þeir gátu greinilega séð ártalið 1226 letrað á hana, þótt þeir stæðu í nokkurri fjarlægð frá henni. Það var einmitt dánarár hins heilaga Frans af Assísi. Ártal þetta var letrað á aðra hlið hennar ásamt stóru ,,F“. Biskupinn dró svo djúpt að sér andann, að það líktist andvarpi. „Er þetta mögulegt?" stundi hann upp. „Er það hugsanlegt, að jtetta sé arfur sá, sem hinn heilagi Frans lét eftir sig? Bróðir Leó minntist á hann í ritum sínum. Hann var falinn fyrir mörgum öldum, og síðan hefur enginn getað fundið hann.“ Abótinn stundi hásri röddu: „Innihaldið! Við skulum gá, hvað er í öskjunni . . . Kannski er ))að eitthvað verð- mætt.“ Biskupinn hikaði andartak, en svaraði svo: „Það er kannski bezt fyrir okkur að bíða svolítið. Það eitt að finna j)essa öskju er kraftaverk í sjálfu sér.“ En faðir Damico, sem yar ljóðrænn í eðli sínu, var ekki á sama máli. Fyrir honum var Frans af Assísi eins lifandi og menn nútímans. Hann sagði: „Opnið hana. Ég bið ykkur . .. opnið hana! Við allir, sem hér erum saman komnir, erum auðmjúkir í trú okkar. Það hljóta að vera sjálf himnavöldin, sem hafa beint okkur að þess- um stað.“ Ábótinn hélt á ljóskerinu. Steinhöggvarinn losaði var- lega um böndin utan um öskjuna með sínum grófu verka- mannshöndum, og honum tókst að opna lásinn með því að beita lagni. Askjan var svo vel lokuð, að hún var alveg loftþétt. Askjan var opnuð, og hún afhjúpaði nú jtað, sem hafði verið falið í henni fyrir rúmum sjö öldum. Það var kaðalsbútur úr hampi með hnúti á. Kannski hafði kaðall þessi verið notaður sem belti fyrir munks- kufl. Og í hnútnum lá hveitiax, sem var svo ferskt að sjá, að það var líkt og það hefði vaxið í gær. Þarna var líka jurt, sem gengur undir nafninu „kúreki“. Stilkurinn var stinnur og stjörnumyndað blómið einnig í góðu ásig- komulagi. Og við hlið J)ess lá falleg dúnfjöður af litlum fugli. Mennirnir störðu jrögulir á Jjetta eins og Jreir væru að reyna að gera sér grein fyrir merkingu þeirri, sem var fólgin í innihaldi öskjunnar. Faðir Darnico felldi tár, því að hann sá greinilega fyrir sér heilagan Frans, slitinn, lasburða og hálfblindan, reika syngjandi yfir hveitiakur með kaðal bundinn um mitti sér. Þetta var kannski fyrsta blómið, sem hann hafði fundið í fjallshlíðinni, er snjóa hafði leyst, og hann hafði kallað það „Systur kú- reka“ og lofsungið það fyrir fegurð þess og yndisþokka. Faðir Damico sá einnig fyrir hugskotssjónum sínum litla fuglinn fljúga niður til heilags Frans án nokkurs ótta- merkis, setjast á öxl hans og skilja síðan eftir dúnfjöður Sig. Júl. Jóhannesson: Ennþá bro.su blessuð jól, búin hvitum vetrarkjól, flytja sátt og frið' i heim, fagnar allt og heilsar þeim. Ennþá logar Ijósaröð, litlu börnin syngja glöð, liafa yndi öll af þvi, alltaf verða jólin ný. Verum alltaf glöð og góð, gagn og sómi okkar þjóð, vinir allra alls staðar, eiris og jólabarnið var. \_________________________________________________—------> í hendi hans. Faðir Damico varð gripinn slíkri ham- ingjukennd, að honum fannst sem hjarta hans mundi bresta. Það lá einnig við, að tárin kæmu fram í augu biskups, Jtegar hann túlkaði á sinn hátt merkingu Jtá, sem fólgin var í þessum fundi Jteirra. „Sko, það er alveg augljóst, að hinn heilagi Frans hefur sent okkur boðskap!" sagði hann. „Fátækt, kærleikur og trú. Það er arfur hans okkur öllum til handa.“ „Fyrirgefið," greip Pepino nú fram í, „en megum við Violetta nú fara inn í grafhvelfinguna?" Faðir Damico þurrkaði burt tárin. Nú var búið að ryðja burt allri múrhleðslunni, og o])ið var nógu stórt til þess, að drengurinn og asnan gætu komizt þar í gegn. „Já,“ svaraði hann, „já, Pepino. Nú máttu fara þangað inn. Og megi guð ganga með [tér!“ Hófatak ösnunnar bergmálaði á fornum flísunum í göngunum. Pepino studdi hana ekki lengur, heldur gekk hann við hlið hennar og lét hönd sína hvíla léttilega og blíðlega á hálsi hennar. Hann var hnarreistur og þráð- beinn í baki. Það er ekki auðvelt að segja til um það, hvort Jrað var vegna flöktandi kertaljósanna og dansandi skugganna, sem birta Jjeirra myndaði, en svo mikið er víst, að Jægar Jreir gengu fram hjá Pepino og Violettu, fannst föður Damico, að Jtað vottaði nú aftur fyrir svolitlu brosi við munnvik hennar. Og þannig greindu mennirnir fjórir drenginn og ösn- una sem dökka skugga í bjarmanum frá flöktandi birt- unni af olíulömpunum, sem ])eir héldu á, og altaris- kertunum í grafhvelfingunni, þegar J)au gengu síðustu skref pílagrímsgöngu sinnar. Paul Gallico. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.