Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 22

Æskan - 01.11.1971, Síða 22
sogaði jakann frá, og þessi síðasta von um björgun varð að engu. Átti Georg að gjalda óhlýðni sína með lífinu? — Hvað eigum við nú að gera, Kolur minn góður? sagði Georg við hundinn. Hann gelti eins og hann vildi svara, og áfram hélt hann að gelta, eins eftir að Georg hafði misst alla von og hafði setzt niður á jakann, hágrátandi. Og svona rak þennan einkennilega farkost, jakann með grátandi drengnum og geltandi hundinum, út í dimmuna og út á hafið. Varðmaðurinn á vitaskipinu upplifði þessa nótt nokkuð, sem hann hafði aldrei upplifað áður. Skipið lá alllangt undan landi og þess vegna þótti varðmanninum skritið, er hann heyrði allt í einu hundgá þarna úti á sjó. Hann kallaði á aðstoðarmann sinn, og þeir fóru að rýna út i myrkrið, og eftir nokkra stund komu þeir auga á Kol og Georg, þegar jakann rak svo nærri, að vitaljósið bar á þá. Þeir skutu út þáti [ mesta flýti, og nú voru þeir ekki seinir á sér að bjarga veslings drengnum, sem var kominn að niðurlotum, og hundinum hans. En þegar þeir höfðu gefið Georg sjóðheitt te og vafið hann inn i teppi niðri i hlýja klefanum, rankaði hann við sér, og nú var það tilhugsunin um, hvernig móður hans mundi liða, sem þjáði hann mest. Hvernig átti hann að ná sambandi við blessunina hana móður sína? Kolur lá við fætur hans og leið vel og skildi ekkert í angistarsvipnum á drengnum. En þegar Georg leit á hundinn, kom honum allt í einu ráð í hug. Hann fékk pappirsblað og skrifaði: — Elsku mamma! Ég er úti i vitaskipinu og mér verður komið í land á morgun. Líður vel. Georg. Svo fékk hann lánaðan ofurlítinn tóbakspung, setti bréfið i hann og batt hann við hálsbandið á Kol. Svo fóru þeir báðir upp á þilfarið og út að borðstokknum og um leið og Georg benti í land, sagði hann við hundinn: ,,Heim til mömmu — til mömmu — til mömmu!" Kolur hikaði ofurlitið við, en svo skildi hann allt i einu meininguna og stökk niður í iskaldan sjóinn í annað sinn, allt vegna Georgs. Þegar Georg kom heim daginn eftir, sá hann þegar í stað, að Kolur hafði rekið erindi sitt. Því að lengst frammi á bryggjunni stóð mamma hans glöð og þakklát yfir hinni undursamlegu björgun. Það var engin þörf á að refsa Georg fyrir tiltækið, hann hafði fengið næga refsingu af sálarkvölum sjálfs sín, og móðir hans þurfti aldrei framar að áminna hann um að hætta sér ekki út á viðsjárverðan ís. Eftir þetta fór hann aldrei út á is nema hann væri svellþykkur. Ólafur Jónsson A síðastliðnu hausti lagði stórgæzlu- maður áherzlu á að hafinn yrði erindrekstur á vegum Stórstúkunnar. Hefur sú orðið niðurstaða þessa máls, að Umdæmisstúka Norðurlands hefur lofað að annast út- breiðslu í sinu umdæmi. Hér sunnanlands er það ofan á, að Ólafur Jónsson um- dæmistemplar hefur fengið frí frá störf- um um skeið til að annast erindrekstur. Er hann þegar þetta er skrifað að leggja upp í ferðalag vestur á firði. Hvort hægt verður að auka þennan erindrekstur eftir nýár fer að sjálfsögðu eftir fjárframlögum Alþingis. Er það knýjandi nauðsyn, að þau verði hækkuð að miklum mun frá því sem nú er. Væri æskilegt, að bæði barna- og undirstúkur sendu nú þegar áskoranir til fjárveitinganefndar Alþingis um þetta mál. Með þvi stendur og fellur bindindlshreyf- ingin i dag, að hún fái lágmarks fjármagn til erindrekstrar og annarrar starfsemi. Unglingaregluþing verður haldið á Ak- ureyri i sumar. i sambandi við það er ráð- gert að hafa ráðstefnu í líkingu við þá, sem haldin var í Keflavik i fyrrahaust. Er það von mín, að sem flestir gæzlu- menn sjái sér fært að koma þangað til að bera saman bækur sínar. Með beztu kveðju, Hilmar Jónsson. Barnastúkan Fjallasói að Skógum. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.