Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 23

Æskan - 01.11.1971, Side 23
FJÓRÐI ÞÁTTUR Magellan. agellan var Portúgali, fæddur í fjallahéraðinu Traz os Montes nálægt árinu 1480. Hann er einn af frægustu landkönnuðum, sem uppi hafa ver- ið. Hann var ekkert hörkutól, heldur hafði hann viðkvæma lund og lagði oft líf sitt í hættu til þess að hjálpa öðrum. Hann var ekki mikils metinn i landi sínu framan af, og lítið var hlustað á ráðagerðir hans um landkönn- unarferðir. Hann vildi finna siglingaleið gegnum meginland Ame- riku. Þegar hann baðst styrks hjá konunginum, sagði Emanúel konungur þvert nei, hann vildi ekki heyra neitt um svona vitleysu. Þá hélt Magellan til Spánar, en þar vildi Karl keisari V hlusta á hann. Karl gaf honum fimm gömul skip til fararinnar. Með þennan flota lagði hann af stað 20. september 1519 frá San Lucar við mynni árinnar Guadalquivir. Eftir mikla hrakninga og óhlýðni sumra skipstjóra sinna komst Magellan loks að ströndum Brasilíu, og í janúar náði hann ósum La Plata fljótsins. Magellan hélt fyrst, að þetta væri hið vand- fundna sund gegnum meginland Ameríku. Þegar þetta reyndust vonbrigði, héldu þeir áfram til Sankti Julianflóa við strönd Patagóniu, og þar tóku þeir sér vetursetu. Þar varð Magellan að takast á við reglulega uppreisn sjómanna sinna, en honum tókst að bæla hana niður. Strax og veður bötnuðu hélt hann áfram ferðinni í suðurátt. i október 1520 komust þeir að firði, sem virtist liggja inn i langt sund. Magellan lét stýra skipum sínum þar inn, og er þeir höfðu lengi siglt, lét hann manna bát tii þess að athuga leiðina. Eftir þrjá daga komu bátsverjar aftur og sögðu, að opið væri til hafs til vesturs. Magellan varð enn að sigrast á mörgum erfiðleikum, og hann varð að þola það, að skip, sem hann sendi til þess að athuga sundið að austanverðu, sneri við og fór heim til Spánar. Öll ferðin gegnum Magellansundið tók 38 daga, og þá loks komust þeir út á opið haf. Magellan hafði náð marki sinu og fundið sund gegnum meginland Ameríku. í lok nóvembermánaðar hélt þessi litli floti áfram yfir hafið og stefndl til Molúkkaeyja eða hinna frægu Kryddeyja. Þeir fengu góðan byr og sigldu spegil- slétt haf, svo að þeir nefndu það Kyrrahafið. Eftir þetta gekk sjóferðin vel, þeir sigldu hraðbyri og kom það sér vei, því að fæðið um borð var orðlð af skornum skammti. Að síðustu var svo komið, að þeir urðu að leggja sér til munns rotturnar, sem þá voru í öllum skipum, og ennfremur urðu þeir að éta mýkri partana af skónum sínum, sem voru úr leðri. í marz 1521 komu þeir að eyjaklasa, og þar var mannabyggð Magellan til mikillar gleði, en íbúar eyjanna reyndu að stela öllu steinl léttara frá þeim, og tóku þeir skipsjulluna. Magellan og félagar hans gáfu eyjunum nafn og nefndu þær Ladroneyjar, það er Þjófaeyjar. Þeir birgðu sig þarna upp af vistum og vatni og héldu þaðan til Filippseyja. En þar endaði ævibraut Magellans. Hann tók þátt í orustu til hjálpar vinveittum ættarhöfðingja og þjóðflokki hans, en í þessum bardaga féll Magellan, þar sem hann fór fremstur manna sinna. Lauk þar ævi mikils siglingamanns og landkönnuðar. Aðeins eitt skip — Vittoria — komst heilu og höldnu heim tll Spánar. Þá hafði ferðin tekið nær þrjú ár, og var þetta fyrsta siglingin umhverfls jörðina. Skipstjórinn á Vittoriu var aðlaður af Karli V, og var skjaldarmerki hans mynd af hnattlíkani, og á merkinu stóðu þessi orð: Primus circumdedistime. Það er: Þú ert sá fyrsti, sem siglt hefur umhverfis jörðina. Frægðin fyrir ferðina féll þó í hlut Magellans, en ekki skipstjórans. Skipið Vittoria hafði verið hlaðið kryddi á Kryddeyjum. Þessar kryddvör- ur voru nú seldar fyrir stórfé, — helmingi meira en allur leiðang- urinn hafði kostað. Þorvarður Magnússon. riir'' 21

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.