Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 35

Æskan - 01.11.1971, Page 35
SKÚLI ÞORSTEINSSON: Jól gamla mannsins Ég var þá ungur sveinn lítill tólf ára drengur Ég gætti fjárins í fjallinu ærnar kröfsuSu freðna jörð Þær leituðu kjarnjurta undir hvítum feldi. Norðannepjan smaug gegnum kiæði mín Hún særði mitt viðkvæma hörund Skinnskórnir frusu að fótum Kuldadofa leiddi um fingur og tær. Ég var svangur og kaldur. Sterk þrá og djúp gleði streymdi í hjarta míns unga brjósts þrátt fyrir kuldann. Jólin voru að koma aðfangadagur jóla Sjálf jólin — hátíð barhanna nóttin helga. Leyfið börnunum að koma til mín bannið þeim það ekki. Hjarta mitt sló ört í bljúgum barmi Andinn er efninu æðri Sál mín sótti líf og unað í söguna um barnið sem lagt var í jötu á Betlehemsvöllum. V«' v Enn nýtur ellin hið innra þess yls sem ornaði forðum litlum dreng í önn kaldra daga Enn stafar birtu og friði frá Betlehemsvöllum um heimsbyggð alla. Mitt aldna hjarta gleðst enn við nálægð jóla llmur vors og blóma mýkir mitt gamla brjóst og veitir því mátt. Ég lifi meðan sál mín skynjar niðinn í straumi míns unga blóðs sem braut sér farveg langt inn í framtíð vors iands í skjóli helgra jóla Langt til baka í tíma og rúmi man ég þá mynd. DESEMBER: ÞEIR, sem fæddir eru I þess- um mánuSi, verða oft mikllr menn og miklar konur. Þelr eru kynlegir kvistir og ekki alveg elns og fólk er flest. — Þelr eru hellsutæpir og oft ön- uglyndir þess vegna. Þeir eru þögulir og vilja ekkl láta bera mikið á sér. Þeir hneigjast til læknislistarinnar margir hverj- ir. Hamingjusamir verða þelr sjaldan, en þeir verða ekki heldur fyrir áföllum, sem gera þá mjög óhamlngjusama. 33

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.