Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 37

Æskan - 01.11.1971, Page 37
,,Ég er sú, sem geri jólagrauíinn að happdrætti, því að sá sem finnur möndlu í grautnum sinum, fær verðlaun. Annars er ég ættuð frá Sýrlandi og ræktuð víða í Asíu og Miðjarðarhafslöndunum, og allra beztu systur mínar koma frá Valencia á Spáni, en þær lélegustu koma frá Marokkó og eru kallaðar ,,barbarica“. Og „krakkamöndlurnar" koma frá Marseille og Sikiley." „Þakka þér fyrir upplýsingarnar," sagði búálfurinn. „En þú, gæs, vesling- urinn, þú ert eitthvað svo stúrin; þú þorir víst ekki að tala í svona fínu sam- kvæmi. ,,Ójú,“ svaraði gæsin, ,,en lif okkar gæsanna er nú ekki sérlega skemmtilegt, því að þegar mannafólkið heldur hátíðir, þá erum við alltaf drepnar og étnar. Við sjáum aldrei mömmur okkar, því að þær ^ru drepnar meðan við erum í egginu. Okkur er ungað út af hænuveslingum, sem verða svo lafhræddar, ef við förum út á vatn til að synda. Á haustin fara þær fyrstu af okkur að hverfa i matarpottana, og nokkrum vikum fyrir jól fer fólkið að verða svo gott við okkur, og við fáum eins mikið að éta og við getum torgað. En þetta er fölsk vinátta, þvi að einn góðan veðurdag koma þeir með hnífinn, og þá er nú úti um ofátið hjá okkur, en fólkið étur því meira. Búálfurinn hló. „Jú, þetta er nóg. En hvað hefur grenitréð að segja?“ „Ég er tré jólanna," hvíslaði litla grenitréð, „og ég hef prýtt híbýli mann- anna á jólunum I meira en hundrað ár. Veiztu það annars, búálfur, hvað orðið „jól“ þýðir og hvaðan það er komið?" „Onei, ekki veit ég nú það,“ sagði búálfurinn og klóraði sér bak við eyrað, ,,ég hef aldrei hugsað út í það. Ég veit bara, að jólin eru mesta hátíð kristinna manna og að þann dag fæddist fyrir nálægt tvö þúsund árum lítill drengur, sem var konungur i ósýnilegum heimi. En þú hlýtur að vita meira, úr því að þú ert tré jólanna!" ,,Já, já,“ sagði litla grenitréð ákaft, „jólin voru í fornöld tákn þess, að dagarnir fara að lengjast og lýsast og af því kemur orðið ,,jól“. Annars er ég, grenitréð, yngsta og harðgerðasta tré á norðlægum löndum. Eikin, eski- viðurinn, beykið og öll hin trén komu til norðurslóða eftir isöldina, því að þeim fannst of heitt sunnar. En ég ein kom austan frá Rússlandi og fór um Finnland, og þar sem ég festi rætur, þar stend ég höggunarlaus!" Og í sama bili titraði grenitréð af hrifningu og það Ijómaði af jólastjörnunni. „Ha — ertu að gráta?“ spurði búálfurinn, hann hélt að glitrið af stjörnunni væri tár. „Æ, nei,“ svaraði jólastjarnan. „Ég er gamalt jólaskraut," sagði hún, „og ég er einkennilega gerð. Þeir bræða sér blöndu úr blýi og tini og strá i blönduna glerbrotum. Og svo dýfa þeir mér ofan i þessa blöndu, og þess vegna verð ég svona glitrandi. Littu bara á mig!“ Og stjarnan sneri sér og lét hann skoða sig í krók og kring, og i sama bili kom bjarmi frá tunglinu inn um gluggann, og hún speglaði hann og Ijómuðu af henni geislarnir. Búálfurinn neri á sér augun og leit til skiptis á þau, sem höfðu sagt honum sögurnar, og sagði svo: „Þakka ykkur fyrir þessar skemmtilegu sögur. Mér liggur við að halda, að þetta sé skemmtilegasta jólakvöld, sem ég hef lifað!" Mynd 1 mynztur: rósinkrans, saumið yfir 2 þræði, sé notað hörléreft, með DMC- garni: Ijósrautt, dökkrautt og hvanngrænt. Garnið er klofið í 2—3 þræði. Mynd 2: Bakkabandið eins og það verður. Mynd 3: Þarna er bakkabandið notað í gestaherbergi eða svefnherbergi til þess að hengja á rúmteppi eða handklæði í snyrtiherbergi. L. M. Hafið þið nokkurn tíma búið tii fiðrildi úr þvottaklemmum? Til þess þurfið þið mislitan pappir (eða hvítan pappír og liti), litlar klemmur, dálítið af þjálum vír og lím. Aðferðina sjáið þið greinilega á myndinni. 35

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.