Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 39

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 39
uppi í stóru, svífandi lótusblómi, þeirri tegund töfrablóma, sem spretta á vegum guðanna, þegar þeir stíga niður frá himnum til jarðarinnar eða upp frá jörðinni til himna. Yang var borinn hægt á lótusblóminu til guðs ríkis. Hann veifaði glaður, og ef hofpresturinn hefði verið nær, hefði hann heyrt drenginn segja: „Kærar þakkir, herra, kærar þakkir." „Jæja," tautaði hofpresturinn, „ef svona auðvelt er að komast í guðs ríki, skal ég fara líka.“ Og hann henti sér fram af hömrunum. En ekkert töfra- lótusblóm bjargaði honum. Hann datt beint niður, alveg niður á dalbotninn, og þar lauk lífi hans. Á einhvern hátt fréttist þetta til þorpsins. Sumir þorps- búa klifruðu upp að staðnum, sem sem vondi hofprestur- inn hafði skilið Yang eftir til að deyja, og þar fannst það, sem eftir var af töfragrjónunum, sem hann hafði soðið. Þá vissi fólkið, að sagan var sönn, og að steinarnir höfðu áreiðanlega orðið að grjónum. Og menn reistu þar hof og nefndu það Hof Hinna Helgu Grjóna. Grjónin sjálf voru geymd í sérstöku skríni á helgasta stað hofsins, og margir komu tii að skoða þau. Þá var það nótt eina, að þrir ræningjar brutust inn í hofið og stálu öllu, sem þeir gátu fundið fémætt. Þeir stálu hempum hofprestanna, kertastjökum og pen- ingum, sem hofprestarnir höfðu safnað til að byggja nýtt herbergi við hofið. Þeir stálu jafnvel reykelsunum og kert- unum og gull-lótusbióminu, sem stóð á altarinu til minn- ingar um það, sem bar Yang til guðs rikis. Og þegar þeir sáu fallegu, hvitu hrísgrjónin í skríninu á helgasta stað hofsins, urðu þeir mjög glaðir og settust strax niður til að borða þau. Hofprestarnir reyndu að varna þeim þess, því að þetta væru helg grjón, en þeir hlógu aðeins og sögðu, að því betur brögðuðust þau. Þegar þeir höfðu lokið við að borða, héldu þeir á brott niður fjöllin. Þeir léku á ais oddi á leiðinni, sungu og gerðu að gamni sinu. En allt í einu stönzuðu þeir hver af öðrum. „Grjónin!" kveinuðu þeir, „heigu grjónin", og einn af öðrum hné niður. Grjónin höfðu aftur breytzt i steina, og við það höfðu magar þeirra sprungið. Hofprestarnir í Hofi Hinna Helgu Grjóna fundu þá liggj- andi í fjallshliðinni næsta morgun á leið sinni niður í þorpið til að kaupa mat. Þeir sáu strax, hvað gerzt hafði, en þeir gátu ekkert gert til að hjálpa ræningjunum, þeir voru dánir allir þrir. Hofprestarnir sóttu því næst allt, sem ræningjarnir höfðu stolið, peningana, kertastjakana, hempurnar og gull-lótusinn og báru aftur til hofsins. En helgu grjónin, sem höfðu verið etin, gátu þeir aldrel fengið aftur, en þeir fundu nokkur grjón, sem ræningjarnir höfðu skilið eftir í skríninu I hofinu, og þeir varðveittu þau sem hinar dýrmætustu gersemar. Þeir byggðu nýtt herbergi í hofinu, málað gullið, grænt og blátt með rauðum dyrum, stórir kertastjakar stóðu í röðum beggja vegna herbergisins til þess að logað gæti á kertum í þeim allan sólarhringinn. Þarna létu þeir skrinið. Hof Hinna Helgu Grjóna var mjög frægt upp frá því. Og ennþá stendur það uppi í fjöllunum vestur af Peking, og pílagrímar koma mörg hundruð mílur aðeins til að sjá nokkur öx af hvítum hrísgrjónum. En enginn, ekki einu sinni ræningi, mundi þora að borða eitt einasta grjón núna. Jóhanna Brynjólfsdóttir þýddi. Napóleon skrifaði svo illa, að Jósefina kona hans misskildi stundum bréfin hans, og þegar farið var að lesa sum bréfanna eftir hans dag, héldu menn, að þetta væri ekki skrift, heldur uppdrættir af ýmsum vígvöllum, sem Napóleon hefði barizt á. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.