Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 43

Æskan - 01.11.1971, Qupperneq 43
mmmmmmmB^mt^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammaHmmmmmmmm ■ mamaam r HHB og lifi, unz fram kemur í Gyðingalandi konungur, sem er meiri en Salomon." Og er hún sagði þetta, lagði hún kjarn- ann í jörðu og tár hennar vökvuðu hann. „Hvernig stendur á því, að ég hugsa um þetta einmitt í dag?" sagði pálm- inn. „Skyldi það vera mögulegt, að þessi kona sé svo fögur, að hún minni mig á hina fegurstu af öllum drottning- um, drottnlnguna, sem með orði sínu hefur gefið mér vöxt og lif fram að þessum degi." „Ég heyri, að meir og meir þýtur í blöðum mínum," sagði pálminn, „og þyturinn er angurvær eins og dánar- söngur. Það er eins og þau spál feigð einhvers. Það er gott, að það boðar mér ekki neitt, því að ég get ekki dáið." Pálminn hugði, að þessi dauðaþytur í þlöðunum væri fyrir feigð einstæðing- anna tveggja, sem þarna væru á ferð. Þau ætluðu víst líka sjáif, að þau ættu skammt eftir. Það mátti lesa það út úr ásjónu þeirra, er þau gengu fram hjá einni úlfaldabeinagrindinni, sem lá við veginn. Það var hægt að sjá það á augnaráði þeirra, er þau horfðu á eftir tveim gömmum, er fram hjá flugu. Það gat ekki öðruvísi farið. Þau urðu að deyja. Þau höfðu komið auga á pálmann og óasann og flýttu sér þangað til að finna vatn. En þegar þau ioksins komust þangað, létu þau þugast af örvæntingu, þvi að lindin var þornuð. Konan lagði barnið niður, örmagna af þreytu og settist grátandi á lindarþakkann. Mað- urinn fleygði sér niður við hlið henn- ar; hann lá og sló krepptum hnefum í þurra jörðina. Pálminn heyrði þau tala saman um, að þau myndu deyja. Hann heyrði líka á tali þeirra, að Heródes konungur hefði látið drepa öll tveggja og þriggja ára þörn af ótta við, að hinn mikli, þráði konungur í Júda væri fæddur. „Það þýtur meir og meir í blöðum mínum," sagði pálminn. „Þessir veslings flóttamenn eiga stutt ólifað." Hann heyrði líka, að þau voru hrædd við eyðimörkina. Maðurinn sagði, að betra hefði verið að vera kyrr og berj- ast við hermennina en að flýja. Hann sagði, að það hefði verið léttbærari dauðdagi. „Guð hjálpar okkur," sagði konan. „Við erum alein á meðai rándýra og höggorma," sagði maðurinn. „Við höf- um hvorki mat né vatn. Hvernig getur guð hjálpað okkur?" Hann reif klæði sin í örvæntlngu og grúfði andlit sitt niður í jörðina. Hann var vonlaus, eins og maður með bana- sár í hjartastað. Konan sat uppi og hélt höndum um kné sér. En úr augum hennar skein ósegjanlegur kviði, þegar hún leit út yfir eyðimörkina. Pálminn heyrði, að angurværi þytur- inn í blöðum hans varð sterkari og sterkari. Konan hafði augsýnilega heyrt hann, því að hún leit upp í topp pálm- ans, og á augabragði lyfti hún ósjálf- rátt höndum og örmum. „Döðlur, döðlur!" hrópaði hún. Það lá slik þrá í rödd hennar, að pálminn óskaði, að hann værl ekki hærri en berjalyng og að döðlum sín- um væri eins auðnáð og hinum rauðu berjum þyrnirunnans. Hann vissi, að króna hans var full af döðluklösum, en hvernig átti nokkur maður að kom- ast upp slíka órahæð? Maðurinn hafði þegar séð, að döðlu- klasarnir héngu svo hátt uppi, að ómögulegt var að ná þeim. Hann lyfti ekki einu sinni upp höfði. Hann sagði við konu sína, að hún skyldi ekki hugsa um það, sem ómögulegt væri. En barnið, sem hafði hlaupið um eitt síns liðs og leikið sér að kvistum og strám, hafði heyrt hróp móður sinn- ar. Litli drengurinn gat vist ekki hugsað sér, að móðir sín fengi ekkl allt, sem hún óskaði eftir. Undir eins og hann heyrði döðlur nefndar, fór hann að stara á tréð. Hann hugsaði og braut heilann um, hvernig hann ætti að ná döðlunum niður. Það lá við, að enni hans hrukkaðist undan Ijósu lokkunum. Loksins brá brosi yfir andlit hans. Nú vissi hann, hvað hann ætlaði að gera. Hann gekk að pálmanum, klappaðl honum með litlu hendinni sinni og sagði með blíðri barnsrödd: „Beygðu þig, pálmi! Beygðu þig, pálmi!“ En hvað var þetta, hvað kom fyrir? Það þaut í pálmablöðunum, eins og ofsastormur hvini í þeim, og hver kipp- urinn eftir annan fór um hinn háa stofn. Og pálminn fann, að litli drengurinn var yfirsterkari. Hann gat ekki staðizt hann. Og með hinum háa stofni sinum laut hann barnlnu, eins og menn krjúpa konungum. Hann sveigði sig til jarðar í stórum boga, og kom loks svo langt niður, að hin mikla króna strauk auðnar- sandinn með blaktandi blöðum. Þegar barnið hafði fengið nægju JÓLASKRAUT Ef þú ert iagtækur að saga út með laufsög, ættir þú vel að geta búið til ýmislegt fallegt til að prýða jólatréð með. Á myndinni sérðu, hvernig farið er að þvi að búa til festingarn- ar. Ef þú átt ekkl laufsög, get- urðu búið þetta til úr þykkum pappa og skorið hann með góðum hnif. Svo velurðu auð- vitað fallega liti til að mála skrautið. sina og tréð lá enn við jörðu, gekk barnið aftur að því og sagðl I sinum bliðasta rómi: „Rístu upp, pálmi, ristu upp!“ Og hið mikla tré rétti hægt og tignar- lega úr hinum stolta stofni, meðan blöð- in léku sem hörpur. „Nú veit ég, hverjum þau leika dán- arlagið," sagði gamli pálminn við sjálf- an sig, er hann stóð aftur uppréttur. „Það er ekki fyrir neinu af þessu fólki." En maðurinn og konan lágu á knjám sínum og lofuðu guð. „Þú hefur séð skelfingu okkar og létt henni af okkur. Þú ert hinn máttugi, sem sveigir stofn pálmans eins og reyr. Hvaða óvini ættum við að óttast, þegar þú heldur hlifiskildi yfir okkur?" Næst þegar lest fór um eyðimörklna, sáu ferðamennirnir, að króna hins mlkla pálma var visnuð. „Hvernig getur staðið á þessu?" sagði elnn vegfarendanna. „Þessi pálmi átti ekki að deyja, fyrr en hann hefði séð konung, sem væri meiri en Salo- mon." „Ef til vill hefur hann séð hann," svaraði annar eyðimerkurfari. Magnús Ásgeirsson þýddi. 41 mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.