Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 46

Æskan - 01.11.1971, Page 46
kki eru nema rúmlega 100 ár siðan fyrst var farið að nota jólatré hér á landi, og þá að- eins á stöku stað. Núna er þessi siður orðinn svo snar þáttur i jólahaldi okk- ar íslendinga, að þau munu vera fá heimilin, sem ekki nota jólatré, að minnsta kosti þar sem börn eru. Ennþá þurfum við að flytja inn megn- ið af jólatrjánum, en vonandi verður þess ekki langt að biða, að við verð- um sjálfum okkur nógir í framleiðslu grenitrjáa til notkunar hver jól. Aðalinnflytjandi jólatrjáa er Land- græðslusjóður, og rennur ágóðinn af sölu þeirra til skógræktar. — Flest trjánna koma frá Danmörku og eru keypt af Heiðafélaginu danska. Auk trjánna kaupum við um 30 tonn af greni- og furugreinum. En allt stendur þetta þó til bóta, þvi að t. d. á Aust- fjörðum eru nú notuð að meiri hluta íslenzk jólatré frá gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Er þar um skógargrisjun að ræða. Núna eru svo að verða vaxin i jólatrjáastærð þau grenitré, sem sett voru niður fyrir 10 árum i því augna- miði að setja þau niður siðar sem jóla- tré. Fyrstu sagnir af notkun jólatrjáa eru frá Þýzkalandi á 17. öld, en jólatrés með Ijósum er fyrst getið hjá Goethe 1774 og upp úr því tekur þessi jóla- siður að breiðast út um alla Evrópu. Jólatréð berst til Norðurlanda eftir 1800 og árið 1806 er getið um jólatré í Kaupmannahöfn og litlu síðar í Sví- þjóð. Fyrst I stað var það helzt hjá heldra fólki á Norðurlöndum, sem not- uð voru jólatré, mest í borgunum. Síð- an berst svo þessi siður út um sveitir og til alls almennings. Fyrstu jólatrén munu hafa borizt hingað til lands upp úr 1850, og sáust þau þá í einstaka húsi f kaupstöðum. En útbreiðsla þeirra er hæg hér, og nokkuð er liðið fram á öldina okkar, þegar segja má, að þessi siður sé algengur orðinn. — Mun það hafa tafið nokkuð fyrlr, að hér uxu næst- um engin grenitré og urðu menn oft að gripa til þess ráðs, að búa til jólatré. Var það þá sívöl spýta eða grannur staur, sem fótur var settur á. — Á staur- inn voru svo festar álmur, lengstar neðst en styttri efst. Voru svo staur og álmur vafin lyngi, sortulyngi eða beiti- lyngi. Kertin og annað jólaskraut var svo sett á álmurnar. — Ekki þarf að draga í efa, að þessi frumstæðu jóla- tré hafi vakið fögnuð barna og fullorð- inna, ekki síður en hin raflýstu tré, sem við höfum nú á dögum. Þegar samgöngur bötnuðu við út- lönd, fór það að verða algengara, að fólk fengi erlend grenitré og í stað kertanna komu brátt rafljósasamstæð- ur, sem hafa nú að mestu útrýmt kerta- Ijósunum. Má einnig telja, að eldhættan sé minni af þeim en kertunum. Margar sagnir hafa myndazt um jóla- tréð. Hér er ein sunnan úr Mið-Evrópu: Það var jólanótt eina fyrir mörgum, mörgum árum. Veðrið var hræðilegt, ofsarok og bylur. Inni i miðjum skóg- inum stóð lítið skógarvarðarhús, sem nú var nærri fennt i kaf. Fjölskyldunni, sem átti þar heima, leið þó vel inni i hlýjunni, og pabbi og mamma og börn- in þökkuðu guði fyrir, að þau voru innan veggja i sliku veðri. Allt i einu heyrðu þau, að barið var veikt á útidyrahurðina. Skógarvörður- inn fór fram til þess að opna fyrir gest- inum. Úti í snjónum og kuldanum stóð lítill, þjakaður drengur. Skógarvörðúr- inn tók hann í fang sér og flýtti sér með hann inn í hlýja stofuna. — Dreng- urinn fékk svo mat og volga mjólk að drekka. Siðan var hann háttaður ofan i bezta rúmið á heimilinu. Morguninn eftir var veðrið gerbreytt. Það var komið logn, og sólin skein á hvítar snæbreiðurnar. Það var líka undarlegur geislabaugur umhverfis höf- uð litla drengsins, þegar hann ætlaði að fara að kveðja þessa gestrisnu fjöl- skyldu. — Rétt áður en hann fór sagði hann: „Þið hafið verið góð við mig. Ég hefði sennilega dáið í nótt úti í þessum kulda. Nú vil ég gjalda ykkur nokkuð, þótt lítið eigi ég til. En ég vona samt, að gjöf mín eigi eftir að gleðja marga á ókomnum tímum, þó sérstaklega börnin. Gangið nú með mér hérna út i greniskóginn." Þau hjónin furðaði á þvi, hvað það gæti verið, sem þessi allslausi dreng- ur gæti gefið þeim, en þau létu þó að orðum hans, og öll gengu þau á leið út í skóginn, sem nú glitraði í skini sólarinnar. „Sjáið," sagði drengurinn og braut smágrein af grenitré. „Þennan kvist skulið þið setja i jurtapott, þann stærsta sem þið eigið, því að á morgun verð- ur þessi kvistur orðinn að dálitlu tré — jólatré. Þetta jólatré skulið þið hafa í húsinu ykkar á hverjum jólum. Hinn ferski græni litur þess mun ætíð minna ykkur á hann, sem allt lætur gróa í öllum löndum." Hjónin og börnin þeirra horfðu á eftir litla drengnum, þar sem hann fjar- lægðist eftir skógargötunni. Var þetta sem þeim sýndist, að það væri geislabaugur kringum höfuð hans.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.