Æskan - 01.11.1971, Side 48
Þegar hópurinn var kominn að skógarjaðrinum og
menn voru teknir að ráðgast um, hvernig þeir ættu helzt
að skipa sér niður í leitina, heyrðu þeir hl'egið rétt hjá
sér. Þar var Tarzan kominn með fullorðið karlljón á
bakinu. Allir stóðu sem þrumu lostnir, því að það
virtist óskiljanlegt, að Tarzan hefði lokið hlutverki sínu
á svona skömmum tíma. Þeir þyrptust utan um hann og
spurningunum rigndi yfir hann, en hann svaraði engri
þeirra, hló bara. Frá hans sjónarhóli var jafnhlægilegt
að dást að jrví, sem hann hafði gert, eins og að fara að
dást að hugrekki slátrara, sem h'efði slátrað kú. Svo vanur
var hann orðinn ljónadrápi, að honum fannst þetta ekk-
ert jrrekvirki. En í augum hinna, sem þó voru vanir ljóna-
veiðum, var hann hetja.
En með Jressum ljónaveiðum hafði Tarzan eignazt tíu
jrúsund franka, og það var honum mikilsvert, jrví að
d’Arnot hafði sagt honum frá því, að þessar kringlóttu
málmplötur, sem kallaðar voru ]reningar, væru afl Jreirra
hluta, sem menn vildu gera.
Nokkru síðar fengu þeir leigða skútu til Jress að sigla
suður með ströndinni og sækja fjársjóðinn í kistunni. Sú
ferð gekk að óskum. Þeir lögðu skútunni framan við kof-
ann á ströndinni, og Tarzan sótti kistuna í rjóðrið, þar
sem stóru aparnir héklu dum-dum-hátíðir sínar. Degi síðar
lögðu þeir af stað norður með ströndinni aftur.
Hver er ég?
Eftir Jrriggja vikna dvöl í Jrorpinu stigu Jreir lélagar
Tarzan og d’Arnot um borð í skip frá Frakklandi og var
för þess h'eitið til Lyons, Þar dvöldu Jreir aðeins fáa
daga, og héldu síðan til Parísar. Tarzan vildi helzt halda
áfram til Ameríku eins fljótt og auðið væri, en d’Arnot
fékk hann til þess að fara með sér og dvelja um tíma
í París, enda vissi hann ekki hvað það var, sem knúði
Tarzan til þess að hraða för sinni til Ameríku.
Skömmu eftir að þeir komu til Parísar fór d'Arnot
ásamt Tarzan til háttsetts lögreglumanns, sem var kunn-
ingi d’Arnots frá fyrri tímum. Eftir nokkrar samræður
barst talið að Jrví, hvernig hægt væri að Jjekkja glæpa-
menn aftur af fingraförum Jreirra, og þótti Tarzan mjög
merkilegt að heyra um þessa nýju vísindatækni.
„En hvernig fer, þegar skinnið slitnar á fingrum
manna, t. d. Jjeirra, sem vinna erfiðisvinnu að staðaldri?
Gárurnar hljóta að breytast m'eð árunum.” Það var Tarz-
an, sem gerði Jressa athugasemd.
„Nei, gárurnar breytast ekki með árunum,” sagði lög-
reglumaðurinn. „Þær eru eins á gömlum manrii og J^ær
voru, Jregar hann var barn að aldri, en að vísu nokkru
stærri. Sár á fingurgómi getur að vísu breytt gárum á
þeim fingri, sem Jrað er á, en séu tekin fingraför af öll-
um fingrum barns, eru þau hin sömu fram að dánardægri
og því hægt að þekkja viðkomandi persónu af þeini, svo
framarlega sem allir fingurnir hafa ekki tapazt í slysi."
„Þetta er stórfurðulegt,” sagði d’Arnot. „Mér þætti
gaman að sjá hvernig mín fingraför líta út.“
„Já, Jiað skulum við athuga,” sagði lögreglumaðurinn,
hringdi bjöllu og sagði nokkur orð við mann, sem inn
kom. Maðurinn fór út og kom að vörmu spori aftur með
lítinn tréstokk og glerplötu og lét á borðið fyrir framan
þá.
„Nú getið Jrið fengið að sjá fingraför ykkar greinilega,”
sagði lögreglumaðurinn. Hann setti örlítið af prentsvertu
á glerplötuna og jafnaði hana með gúmmívalsi. Hvítt
46