Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 50

Æskan - 01.11.1971, Page 50
Fingurbjörgin hefur veriö notuð frá ómunatið. Egypzkar drottningar notuðu fingurbjargir úr kopar, sem hafa fund- izt i grafhýsum á síðari tímum. Á 18. öld var það tizka, að ungir menn gæfu unnustunni dýrmæta fingurbjörg, oft prýdda skjaldarmerki. Fingurbjörgin á sína sögu Fingurbjörgin er þarfa- og nauðsynjahlutur, sem hefur verið í notkun með ýmsum þjóðllokkum frá elztu tímum. Sennilega hefur hún verið fundin upp viða, þar sem not hafa verið fyrir hana. En eitt ferðalag hefur fingurbjörgin Ýmsar gerðir: 1. Venjuleg fingurbjörg; 2. kinversk fingur- björg; 3. þýzk fingurbjörg frá 16. öld prýdd eðalsteinum; 4. fingurbjörg úr stáli. þó með vissu farið — hún hefur sem sé ferðazt frá þumalfingrinum yfir á flesta aðra fingur handarinnar, allt eftir því, hvort efnið var mjúkt eða hart sem sauma þurfti, og hvort saumþráðurinn hefur verið mjúkur eða stinnur. Fingurbjörgin er gömul uppfinning Hvort sem saumað er i silki, segldúk eða skinn, þarf nálin að vera oddmjó, og til þess að skemma ekki efnið, sem saumað er, þarf hún að vera grönn og mjó f báða enda. Það er því nauðsynlegt að vernda fingurinn, sem þarf að þrýsta nálinni í gegnum það, sem sauma skal. Það er þvi víst, að fingurbjörgin er jafngömul listinni að sauma, en hve gömul hún er, veit maður ekki. Fingur- bjargir hafa fundizt í egypzkum gröfum, en í norrænum frásögnum er hennar fyrst getið á 12. öld. Fingurbjörgin hefur verið höfð á ýmsum fingrum, allt eftir því hver saumaskapurinn var. Upprunalega hefur hún sennilega verið úr leðri og höfð á þumalfingri (enska orðið á henni er thimble, sama og orðið thumb, þumalfingur, og Frakkar nefna hana, auk hins almenna heitis hennar dé a coudre, einnig poucier, dregið af pouce, þumalfingur), og söðlasmiðir og seglagerðarmenn nota ennþá slíka fingurhlíf.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.