Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 52

Æskan - 01.11.1971, Síða 52
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hörpudiskurinn, sem vildi ekki spila á hörpu — Hvað eigum við að segja að hann sé gamall? spurði mamma, — og hvers son er hann? — Nú, við getum sagt, að hann sé Hansson, því að pabbi hans hlýtur að hafa verið karlkyns og þar af leiðandi hann, sagði Maria. — Hann er ekki það sama og Hans, sagði Gunni. — Jú, hann er fornafn og beygist hann, um hann, frá honum tii hans, svo hann er hansson, bara með litlum staf. — Þá heiti ég Hörður Hansson, sagðl hörpudiskurinn og var orðinn mjög ánægður. — Mér finnst gaman að heita eitthvað. Engir hörpudiskanna heita neitt. — Nú, og svo verð ég spurður að því, hvað hann sé gamall, sagði pabbi. Já, það var um nóg að hugsa. — Segðu bara, að hann sé byrjandi i óbóleik, en kunni á hörpu, sagði mamma. — Þá verð ég spurður að þvi, hvort hann kunni að lesa nótur, sagði pabbi, sem virtist ætla að setja allt fyrir sig. — Segðu bara, að hann spili eftir eyranu, sagði Gunni. — En hann hefur engin eyru, sagði pabbi. — Einhvern veginn heyrir hann samt, sagði Gunni. — Við segjum bara, að hann hafi spilað á hörpu eftir eyranu, sagði mamma. — Ætlar þú að segja það? sagði pabbi og virtist heldur von- betri. — Nei, þú segir það, sagði mamma ákveðin. — Þá ferð þú með hann, sagði pabbi enn ákveðnari. — Ef þeir taka hann, sagði mamma og það lifnaði yfir henni. — Þeir skulu taka hann, sagði pabbi, og María og Gunni tóku bæði undir. — Já, þeir verða að taka mig, sagði hörpudiskurinn. — Ég skal spila á hörpuna mina fyrir manninn og segja honum, hvað mig langar mikið til að læra á óbó. — Segðu mér eitt, sagði pabbi hugsandi. — Hvar lærðirðu öll þessi lög, sem þú spilaðir áðan? Lærðirðu þau niðri í sjónum? — Nei, sagði hörpudiskurinn. — Ég bjó þau til handa ykkur og spilaði þau svo. — Bjóstu þau til um leið? spurði María og nú var hún orðin yfir sig hrifin af hörpudiskinum. — Já, gera það ekki allir sem spila? sagði hörpudiskurinn, og nú var hann orðinn svo þreyttur, að hann lagðist niður á botninn á balanum og fór að sofa. Hann bauð ekki einu sinni góða nótt, því að sá siður tíðkaðist ekki í hörpudiskabeðinu. En pabbi, mamma, Gunni og María buðu hvert öðru góða nótt og Gunni fór beint að sofa. María þurfti að hátta sig og þvo sér, og svo fór hún að sofa, en pabbi og mamma töluðu um það langt fram á nótt, hvað þau gætu gert sem bezt fyrir hörpu- diskinn. Þegar hörpudiskurinn litli vaknaði fyrir allar aldlr næsta morg- un, af þvi að hann var ekki vanur að sofa jafnlengi og venjulegt fólk, var enginn vaknaður. Hann lá þarna hinn ánægðasti í bal- anum sinum og naut þess að vera kominn í sjóinn slnn aftur eftir allt sápubaðið. Hvernig haldið þið, að ykkur hefði liðið innan í þvottavél, sem þeytir manni til og frá? Sjálfsagt illa, en þið hafið heldur enga harða skel utan um ykkur, sem þið getið lokað, þegar þannig liggur á ykkur, en það hafði hörpudiskurinn, eins og þið kannski munið. Hvað eftir annað fór hörpudiskurinn upp að brúninni á balanum og litaðist um í eldhúsinu. Hann horfði steinhissa á eitthvað, sem var bæði hátt og hvitt með einhverju silfurlituðu framan á. Hann komst ekki að því fyrr en löngu seinna, að þetta heitir ísskápur, en þið vitið sjálfsagt öll, hvaða tæki það er og til hvers það er notað. Svo sá hann annað skrítið tæki. Það var líka hvítt, en ofan á því voru margir silfurlitaðir hringir. Vissuð þið, að það var eldavélin, sem hann var þá að horfa á? Hörpudiskurinn fór alltaf niður á botninn á milli svona til að jafna sig eftir öli furðuverkin, en það furðulegasta af öllu var samt það, að pabbi skyldi ætla að reyna að koma honum í tón- listarskólann og leyfa honum að læra að spiia á óbó. Nei, hörpudiskurinn ætlaði aldrei framar að trúa öllum sögun- um um það, hvað mennirnir væru vondir og hann var alveg sann- færður um það, að mennirnir myndu aldrei reyna að borða fiskinn innan úr litlum hörpudiskum og segja svo, að þeir væru gómsætir á bragðið. Hann fékk að sjá óteljandi margt einkennilegt um morguninn, og hann heyrði svo falleg hljóð. Hann fékk að hlusta á útvarpið hans Gunna, og þá heyrði hann fallega tónlist, og hann hlustaði á mörg hljóðfæri, sem framleiddu allt öðruvísi tónlist en harpan hans framleiddi. Hann reyndi meira að segja að æfa sig á því að spila með hljóðfærunum hinum, en hann gat það ekkl. Hann kunni ekki lögin. Svo var það eftir hádegið, að mamma kom inn í eldhúsið til hans. Þá var hún búin að tala við pabba, og hann Gunni var búinn að fara niður og sækja margar fötur af sjó handa honum, þvi að sjórinn þurfti að vera ferskur og hörpudiskurinn varð að fá fullan bala af sjó á hverjum degi. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.