Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1971, Síða 55

Æskan - 01.11.1971, Síða 55
Arni Johnsen þjóðlagasöngvari Pjóðlagasöngur á vaxandi vinsældum að fagna í mörgum löndum, og á íslandi, eins og víða annars staðar, er mikið keypt af hljómplötum með slíkri tónlist. í desember gaf Fálkinn hf. út stóra hljóm- plötu, þar sem Árni Johnsen þjóðlagasöngvari syngur um 20 þjóðlög, vísur og lög eftir sig sjálfan. Árnl Johnsen er frá Vestmannaeyjum, en s.l. 4 ár hefur hann starfað sem blaðamaður við Morgunblaðið. Hann er kennaramenntaður frá Kennaraskóla íslands. Árni varð þjóðkunnur, þegar hann bjó í Surtsey meðan gos var í eynni, en þar vann hann á vegum Surtseyjarfélagsins, og margir kölluðu hann í gamni Surtseyjarjarlinn. Síðan hefur Árni ferðazt vítt um landið bæði til þess að skrifa greinar um mannlíf á íslandi og málefni og til þess að syngja þjóðlög og vísur. Þá má geta þess, að í sumar sem leið kleif Árni ásamt félögum sínum hina frægu eyju, Eldey, en þá voru liðin 30 ár frá því að menn höfðu klifið þessa illkleifu eyju, sem hýsir stærstu súlubyggð í heimi. Árni er mjög frjálsmannlegur í framkomu og t. d. á hann mjög gott með að fá fólk til þess að syngja með sér, en hann leikur sjálfur á gítar. Ungt fólk þarf margt að varast í lífinu og læra til þess að búa sig undir að verða nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Eitt af því, sem unga fólkið þarf að varast og leiða hjá sér, er vín og tóbak, því það getur ekki leitt til neins nema óheilbrigði og óhamingju. Sumir halda að vin og tóbak séu einhver meðul við feimni, en þar skiptir mestu máli, að hver einstaklingur komi frjáls- lega og eðlilega fram, og það hefur Árni Johnsen eins og margt annað ungt fólk sannað með því að smakka aldrei tóbak og áfengi. Á þessari stóru hljómplötu Árna Johnsen syngur hann 9 lög, sem hann hefur sjálfur gert við Ijóð eftir Stein Steinarr, Matthías Johannessen og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en hin lögin eru þjóðlög frá flestum Norður- löndunum og auðvitað frá íslandi einnig. Á plötunni eru all- ir textarnir íslenzkir nema einn við færeyskt lag, en þann texta syngur Árni á færeysku, og er það í fyrsta sinn, sem íslendingur syngur á færeysku inn á hljómplötu. Text- arnir við erlendu lögin eru til dæmis eftir dr. Sigurð Þórar- insson jarðfræðing og prófessor, Ása í Bæ og ýmsa fleiri kunna íslendinga. Á plötunni syngur Árni ýmist með einum gítar, eins og hann gerir oftast, eða að heil hljómsveit spil- ar með, og þar eru í spilinu margir þekktir hljómlistar- menn úr pop-heiminum eins og til dæmis Gunnar Þórðar- son í Trúbrot, Bjöggi og Jonni í Ævintýri og Ari og Vignir ( Roof Tops. Þó að Árni Johnsen sé ekki nema 27 ára gamall, væri margt hægt að segja um hann, því að hann hefur víða kom- ið við og ferðast til fjarlægra landa, sem fáir íslendingar hafa komið til, eins og t. d. Brasilíu og Venesúela í Suður- Ameríku, en hér látum við staðar numið að sinni. ÚR HRING ER HÆGT AÐ GERA MARGT Margir af yngstu lesendunum hafa gaman af að telkna. Flestir teikna skip og bíla, fjöll og hús, og ekki má gleyma blessaðri sólinni, sem allir hafa einhvern tima spreytt sig á að teikna. En það er ekki eins erfitt og þið haldið að teikna ýmis andlit. Bezt er að byrja á því að búa til hrlng eftir tölu eða fimmeyringi, en svo er hægt að breyta hringnum í ýmis andlit. Ef þið reynið, sjáið þið fljótt, að þetta er auðvelt. Hérna fyrir ofan getið þið fengið nokkrar hugmyndir, en ykkur dettur áreiðanlega eitthvað flelra í hug, þegar þið eruð byrjuð að teikna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.