Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 71

Æskan - 01.11.1971, Side 71
Ritsafn Sigurbjarnar Sveinssonar Ritsafn Sigurbjarnar Sveinssonar er enn á ferðinni. Ef til vill þekkja börnin í dag ekki nafn höfundarins, en þau ættu að spyrja paþba og mömmu eða afa og ömmu, hvort þau muna ekki eft- ir sögum úr Bernskunni, Geislum og Skeljum. Sögur Sigurbjarnar koma öll- um í gott skap, ungum sem gömlum, engum leiðist lesturinn. Sigurbjörn Sveinsson er fæddur á bænum Kóngsgarði í Húnavatnssýslu árið 1878. Hann var barnakennari mestan hluta ævinnar, fyrst í Reykjavik, og síðar í Vestmannaeyjum. Hann þekktl vel börn og vissi, að þau höfðu ánægju af að heyra og lesa sögur og ævin- týri. — Ef eitthvert barn á erfitt með að læra margföldunartöfluna, þá ætti það að lesa ævintýrið um Glókoll og vita, hvort ekki er auðveidara að muna töfl- una að loknum lestri. Hefur þú kannski lesið um Giókoll f skólanum, án þess að vlta hver er höfundurinn? Þetta er ritsafn í tveimur bindum 505 blaðsiður að stærð með fjölda mynda. Þetta er ritsafn, sem þarf að vera tll á hverju barnaheimili landsins. Þetta verður óskabók allra barna og unglinga næstu jól. Allt verkið kostar í lausasölu kr. 777,00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kost- ar það aðeins kr. 583,00. MARKÚS OG MIKILVÆG SKILABOÐ Saga þessi fjallar um þrjá hrausta og glaða ungllnga. Markús er fremur alvarlegur, en at- hugull mjög og greindur. Mattl, vinur hans og frændi, er ákafur og galsa- fenginn, en Maja, frænka þeirra, falleg og full af ævintýraþrá eins og frændur hennar. Þau ienda í spennandi og einkenni- legum ævintýrum hjá afa sfnum, sem er efnaverkfræðingur og farinn að eld- ast. Gamll maðurinn er mjög rökfastur og íhugull — og stundum getur hann sagt sögur hluta, sem hann heldur eða þreifar á. Hver atburðurlnn rekur annan og augu frændsystkinanna opnast fyrir gelgvæn- Þórlr S. Guðbergsson. legri hættu, sem vofir yfir þelm og vin- um þeirra. Þau eru ekki alltaf sammála, en ræða af hreinskilni og einurð um vandamálin, sem þau takast á við. Endalokin verða þó á annan veg, en þau hugðu. En skilaboðin mikilvægu elga að berast frá manni tll manns svo hratt sem auðið er, og frændsystkinin voru staðráðin í að vlnna sem bezt — fyrir Guð og náungann. Vandamálin eru mörg, hættan er tals- verð, gáturnar erfiðar — en allir unglingar hafa gaman af að glima við vandamál og leysa gátur, eins og Markús, Matti og Maja. í lausasölu kr. 295,00. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kr. 221,00.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.