Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1971, Side 72

Æskan - 01.11.1971, Side 72
Barnaveggteppi Efni: 130X80 cm strigaefni, gult e3a drapplitt, 110 cm einlltt skáband, 120 cm leggingaband, afgangar af alla vega litu filtefni til þess að búa til myndirnar, sem síðan eru límdar á strigann með filtlími, en ef timi og þolinmæði eru fyrir hendi, er bezt að sauma myndlrnar á með fínum sporum. Elnnig eru notaðir litlir hnappar og sums staðar smáperlur, ef til eru, og garn í ýmsum litum. Þrír vasar eru á þessu teppi á myndinni, undir körfunni, filnum og bangsanum, það er ekki nauðsynlegt, en gerir teppið ör- lítið nytsamt og skemmtilegra. Til þess að styrkja teppið getið þið fóðrað það með einhverju þunnu efni eftir að þið hafið rakið kögrið, sem er eins og þið sjáið þræðir úr efninu. Sumir þræðirnir eru fléttaðir saman eins og sést á myndinni, 20 þræðir og 20 á milli. Á þessu teppi er kögrið haft 13 cm langt. Ef þið fóðrið teppið, þá brjótið efnið 1V2—2 cm bak við og saum- ið fóðrið við ( höndunum, og þá er ekki þörf á skábandi og leggingum. Úr filtefninu klippið þið nú myndirnar hverja fyrir sig og geymið þangað tll allar eru tilbúnar, þá raðið þið þeim upp eins og þið viljið hafa þær á teppinu, og hvort sem nú á að líma þær á eða sauma, þá gerlð þið með blýantl daufar útlinur af hverri mynd, svo að þið vitið ná- kvæmiega, hvar þið ætlið hverri mynd pláss. Nú getið þið tekið myndirnar af aftur og byrjað að festa þá fyrstu. Brúðan er með gult hár úr ullargarni. Gíraffinn er gulbrúnn og flekklrnir svartbrúnir og eru límdir á á eftir. Gluggarnir eru allir limdir á, bæði á járnbrautarvagnana og á húsið. Karfan er hvítgul og reitirnir á körfunni gerðir með því að sauma þá á með garni I dekkri lit. Eplin I körfunni eru auðvitað rauð. Barnavagninn er hér hafður I mismunandi bláum lit, hjólin Ijósblá, skermurinn bláköflóttur, vagn- karfan lillablá, sængin hvít og skrautið á skerminum og vagnvöggunni er einnig hvítt. Ef til er smá blúndubútur, mjór, er fallegt að líma hann framan á skerminn. Karlinn má hafa I bláum frakka með svartan hatt, I gráum buxum og svörtum skóm. Reykurinn úr reykháfi hússlns og járnbraut- arvagninum er úr hvitu filti. Andlit karlsins er úr rauð- bleiku filti og augu, nef og munnur annað hvort teiknað eða saumað á. Það eru margir möguleikar með myndir á svona teppi, þegar filtefni er notað, og allt fer þetta eftir handlagni og hugmyndaflugi, en eitt er nauðsynlegt, það er að hafa myndlrnar litrikar, og auðvitað er alls ekkert bundið við það að hafa endilega þessar myndir, sem hér eru sýndar. Það fer alveg eflir þvf, hvað ykkur dettur I hug. — Gangl ykkur nú vel. L. M. ^S8SSSSSSSSSSSS88SSSSSS8SSSSSS88SSSSS$S888S8SSS8SSSS8888SSSSSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSSSSSSSS8SS8SSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSS8SSS3S3SSSSSSS: 70

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.