Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 75

Æskan - 01.11.1971, Page 75
Fyrsta íslenzka flugliSiS 1919. Ný bók um flugmál islends: Ásta Magnúsdóttlr, fyrsta konan, sem flaug á Islandi, 1919. ANNÁLflR ÍSLENSKRfl FLUGMflLfl 1917-1928 Bókaútgáfa ÆSKUNNAR gefur út i haust nýja bók, sem nefnist Annálar islenskra flugmála. í þessari nýju flug- bók er að finna heimildlr um allt, sem gerðist á flugmálasviðinu frá 1917 til 1928 að báðum árum meðtöldum. Les- efninu fylgja um 180 Ijósmyndir og teikningar, og hefur nær engin mynd- anna blrzt áður. I textanum koma fram fyrstu skrifin um flugmálin I íslenzkum blöðum, sagt er frá stofnun fyrsta íslenzka flugfélags- ins og fyrsta fluginu hér árið 1919, heimsflugi Bandarlkjamanna árið 1924 og stofnun annars Flugfélags islands árlð 1928. Varðandi þessa atburði og aðra er birtur urmull umsagna, 6em varpa Ijósi á viðhorf þjóðarinnar til þessa mikla framfaramáls. í stuttu máli sagt er í þessu heimildarriti að finna allt, sem íslenzk flugmál skiptir á tíma- bllinu 1917—1928. Meira efni komst ekki fyrir I einni bók, en hugmyndin er að gefa út fleiri bindi með annálum íslenzkra flugmála. Er það von Bóka- útgáfu ÆSKUNNAR, að með útgáfu þessarar bókar sé hafið glæsilegt safnrit um íslenzk flugmál. Þegar litið er á þau mál I dag — hinn glæsilega flugflota, fluglið allt og umsvif — er ekki að efa, að margir munu hafa gam- an af að horfa um öxl og rlfja upp það, sem á undan er gengið á þessu sviði. Annálar íslenskra flugmála er 186 blaðsíður I stóru broti, öll prentuð á myndapappír. Þetta er skemmtileg, glæsileg og þörf bók, sem er kjörln handa öllu flugáhugafólki. Auk þess að vera bók um íslenzk flugmál, er Annálar íslenskra flugmála á vissan hátt framlag til atvinnusögu landsins, og því áhugaverð öllum, sem þjóðlegum fróðleik unna. Arngrímur Sigurðsson hefur tekið efnið saman. í lausasölu kr. 761,50. Til áskrifenda ÆSKUNNAR kostar bókin aðeins kr. 570,00.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.