Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 76

Æskan - 01.11.1971, Page 76
D ☆ ☆ ☆ ☆ ☆. Jólaskraut úr pappír og karton Efnið í þetta jólaskraut, sem þið sjáið hér á meðfylgjandi myndum, er: stinnur glanspappír ( ýmsum litum, t. d. rauðum, gulum, grænum og bláum, karton, einnig í ýmsum litum, málm- pappír, bæði með gull- og ál-lit, pípuhreinsarar, títuprjónar, bréfaklemmur og límtúba. — Númer 1, 2, 3 og 4 er gert úr papplrsræmum, t. d. úr ál- papplr, og endarnir settir fastir með lími. Nr. 5, andlit á jóla- sveini, er klippt út úr karton, og skeggið, stjarnan og nef, augu og munnur höfð úr pappír í öðrum lit en andlitið. Takið eftlr þvi, að ef þið snúið skegginu upp á við, verður karlinn giaðlegri á svipinn, en súrari, snúi skeggið niður á við (sjá mynd). Nr. 6: stjörnuoddunum er komið fyrir með því að klippa rifur bæði f stjörnu og oddana (sjá mynd). Síðan er fest saman með llmi. Listamannasamkeppnin JÓLASVEINN Klippið þennan litla jóla- svein út úr pappa og málið hann að mestu leyti rauðan, ])ó eru skórnir svartir og beltið. I>á er sett hómullarskegg á hann með smá Iimdropa og teiknuð augu og nef í andlitið. Gjarna mætti setja lítil papp- irsflögg í hendur hans. Sá, sem stjórnar þessum leik, þarf að hafa við höndina stóra hvíta pappirsörk og blýant. Hann klippir örkina i jafn marga parta og þátttakendur eru. — Á hvert blað teiknar liann eitthvert einfalt. mynzt- ur, t. d. hring, ferhyrning eða sporöskju. — Síðan biður hann þá alla að teikna nú eitthvað á blaðið og hafá hringinn eða ferhyrninginn fyrir uppistöðu i myndinni. — Eftir svo sem þrjár minútur safnar hann svo saman blöðunum, og er þá oft brosað að ýmsum þeim kynja- myndum, sem myndazt hafa á blöðunum lijá listamönnunum. Svör af bls. 51 Borgirnar eru Paris, Berlín, London, Oallas og Madrid.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.