Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1972, Blaðsíða 6
Botombo konungur hafði unnið glæsilegan sigur á fjand- mönnum sínum, og nú átti að reisa varða til minnlngar um sigurinn. Ákvað konungur, að varðinn skyldi vera nákvæm- lega tuttugu metrar á hæð og gerður úr nákvæmlega eins steinum, sem hlaðið væri hverjum ofan á annan. Maðurlnn, sem konungur fól að byggja varðann, ákvað að nota I hann eitt hundrað stelna, og skyidi hver þelrra vera 20 sentimetrar á þykkt. Þá yrði varðinn 20 metra hár. Hlóð hann svo varðann, en þegar hann var fullgerður, kom á daginn, að hæð varðans var ekki 100 sinnum 20 sentimetrar eða 20 metrar, heldur var hann 20 sentimetrum hærri. Byggingameistarinn fór nú á fund selðmannsins og bað hann að hjálpa sér, og hann leysti úr gátunnl. — Sjáið þlð, sagði hann. — Hver steinn er 20 sentimetrar á hæð, en það verður alltaf svolítið bil milli steinanna, þar sem þeir eru lagðir saman, svo sem 2 milllmetrar. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að varðinn hafi orðið 20 sentimetrum hærri en hann átti að vera. Það er með öðrum orðum elnum steini of mikið, og þess vegna verðið þið að taka einn stein burt. En nú var sá hængur á, að það var von á Botombo kon- ungi á hverri stundu til þess að skoða minnismerkið. Hann var á lelðinni, og smíðapallarnir höfðu verið teknir af súl- unni, svo að það var ekki hægt að komast að þvl að taka efsta steininn burt. Þetta var vandamál, því byggingameist- arinn þóttist viss um að verða hálshöggvinn, ef ekkl stæði allt heima, þvl að konungurinn var strangur og notaði engar aðrar refsingar en þá elnu að höggva af mönnum höfuðið, ef þeir gerðu eitthvað af sér. En sem betur fór vissi seiðmaðurinn ráð sem dugði. — Það er hægt að bæta úr þessu, sagði hann. — Þið haflð þarna sterkan rambúkka, og með honum getið þið slegið varð afgangs högg á einhvern af neðstu steinunum. En það verður að vera stutt og snarpt högg. Þá þeytist steinninn, sem fyrir högginu verður, á burt, en súlan stendur eins og áður, án þess að missa jafnvægið. Og á eftir verður hún 20 metra há, svo að þú missir ekki hausinn f þetta sinn, byggingameistari góðurl Þetta gerðu þeir og allt gekk vel, og svo kom Botombo konungur og var hinn ánægðasti með verkið. Selðmaður- inn þekkti nefnilega aldeyfulögmáiið, og ef þú vilt reyna, hvort ekki er eitthvað til í því, þá er þér bezt að gera tilraun. Byggðu lítinn turn úr klossum og taktu reglustriku og sláðu á einn af neðstu klossunum, stutt og snöggt og alveg lárétt. Þá þeytist klossinn burt, en hinir standa eftir. „Ég held ég verði að leggja af stað og leita að hon- um,“ sagði hún við furuna. „Ég er hrædd um, að eitt- hvað hafi komið fyrir hann.“ „Já, þú skalt bara fara. Ég skal gæta yrðlinganna á meðan,“ sagði furan. Hún þrýsti rótinni lengra niður yfir sprunguna, svo að opið varð næstum ósýnilegt, og hleypti í sig nýjum kjarki. Síðan lagði refamamma af stað til þess að leita að bónda sínum. Hún þefaði og horfði í allar áttir, hvar sem l'eið hennar lá. Að lokum kom hún þangað, þar sem refapabbi hafði lent í boganum. Hún nam fljótt staðar. Hér hlaut eitthvað að hafa gerztl Hún þefaði ákaft, tók að grafa af miklum krafti og fann hræið af refapabba. Þá varð hún svo hrygg, að hún settist á skottið og fór að skæla. íkorninn Pilli sat uppi í tré nokkru rétt hjá og nagaði köngul, sem hann sneri fram og aftur milli framlappanna. Þegar hann heyrði, að einhver grét aumkunarlega, kast- aði hann frá sér könglinum, hljóp leifturhratt niður stofninn og horfði allt í kringum sig. Þá kom hann fljótt auga á refamömmu. „Halló, — hvað gengur eiginlega að þér?“ spurði hann. „Ó, ó! Líttu bara á!“ sagði refamamma grátandi og benti með öðrum framfætinum. „Það er víst refapabbi, sem þarna liggur. Hann hefur ekki komið heim frá því snemma í morgun." Pilli kinkaði kolli. „Nei, alls ekkil Þú sérð sjálf, að það getur 'ekki verið refapabbi, hann var svo miklu fal- legri. Mér sýnist þetta bara vera venjulegur hundur/ sagði hann. Svo sat hann kyrr um stund, klóraði sér 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.