Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1972, Page 12

Æskan - 01.04.1972, Page 12
Njáll fí> var lítil, ég veit ekki hvað gömul, bara litil. Ég átti þá heima í Keflavik, eins og ég á enn. Það var snemma morguns i köldu veðri, að pabbi minn var að fara út að Reykja- nesvita. Þegar hann opnaði bílinn sinn, kom til hans litill, svartur köttur, blautur og kaldur, og mjálmaði sárt. Pabbi tók köttinn og lét hann við mið- stöðina í bílnum og þar þornaði hann og varð fjörugur. Þegar pabbi kom heim, vorum við mamma og bræður mínir að fara á fætur, og Hjörleifur bróðir minn, sem er mikill dýravinur, tók kisa og gaf honum mjólk og mat. Síðan fór Hjörleifur með kisa inn i herbergið sitt og hafði hann hjá sér, á meðan hann var að læra undir skólann. Hann var þá einmitt að læra um Njál á Bergþórshvoli og svo kallaði hann köttinn Njál. Enginn virtist eiga kisa, svo að hann var áfram hjá okkur. Hann var vitur köttur, en stundum skrítinn. Hann virtist alltaf vilja vera þar, sem mamma var og koma sér vel við hana, en liún hefur mestu andstyggð á köttum, en þó gaf hún kisa alltaf að borða, og það kunni hann að meta. Einu sinni um morgun, þegar mamma var að fara í mjólkurbúðina, kom kisi á móti henni með stóra rottu og lagði hana fyrir framan mömmu, en hún er lirædd við rottur og þvilik læti i mömmu, þegar hún sá, hvað kisi var með. Hún stappaði niður fótunum og skipaði kisa að fara með rottuna burt. Kisi varð alvcg hissa og starði á mömmu, en loks tók hann rottuna aftur í kjaftinn og rölti burt með hana og faldi hana. Mamma fór nú í búðina, en þegar hún kom aftur, kom kisi aftur á móti henni og var nú með dúfu í kjaftinum og lagði hana fyrir framan mömmu og var dálítið skrítinn á svipinn, eins og hann vildi segja: „Má ef til vill frekar bjóða þér þetta?“ Mamma var ekkert hrædd við dúfuna, en tók hana og henti henni i sorp- tunnuna. Þá varð kisi hryggur og það var auðséð, að hann skildi ekkert í því, hvað lconan var vanþakklát að vilja ekki þetta góðgæti. Ég held, að kisi hafi verið að launa mömmu allan matinn, sem hún hafði gefið honum og vaiið handa henni það, sem honum sjálfum þótti bragðbezt, en orðið leiður yfir því, að hún vildi ekkert þiggja af honum, enda var hann i fýlu marga daga á eftir. Aðalheiður Erna Arnbjörnsdóttir, 10 ára, Sólvallagötu 18, Keflavík. Töfraða regnhlffin útjaðri skógarins bjó fátækur skógarhöggsmaður með syni sfnuro Þorvaldi og litlu dóttur sinni Ingu. Þeim þótti mjög vænt hverju uiú annað og unnu eins og þau gátu, en fátæk voru 'þau og urðu þau’ Þorvaldur var vanur að safna kvlstum og grejnum i skóginunti binda það saman i knippi og selja, þvl að þannig gat hann stund" um unnið sér eitthvað inn til að hjálpa föður sinum, en það var erflð vinna fyrir strákinn. Dag nokkurn þegar hann hafði safnað i stórt og fallegt knlppl, mættl hann gamalli konu, sem grét biturlega. „Hvað er að?“ spurðl Þorvaldur vlngjarnlega. „Mér er svo kalt,“ sagði konan, „ég hef ekki ráð á þvl að kaupa brennli og ég er of gömul og lasburða til þess að fara [ skóginn til þess að safna kvistum." „Þá er það gott, að ég skuli eiga hér gott knippi af brenni, kona góð,“ sagð' Þorvaidur. „Hvert á ég að bera það?“ „Ég skal bera það sjálf, ég hef þó krafta til þess,“ svaraði konan þakklát, ,,þú ert góður drengur, viltu ekkl taka við þessari regnhlif í þakklætisskyn' fyrir góðverk þitt?“ Fyrst vildi Þorvaldur ekki taka við henni, en tii þess að gleðja konuna tók hann að lokum við regnhllfinni og fór með hana heim. „Þetta er skritin regnhlíf," sagði móðir hans, „sjálð, skaftið á henni er eins og höfuð og háls á svanii" „Hún er svo gömul og alveg græn af elli, svo að hún er ekki miklls virð', en þú skalt bara elga hana, drengur minn, þú hefur unnið heiðarlega fyrir henni,“ sagði faðir hans. Nú lelð nokkur tími, og dag nokkurn kom Inga litla heim og var veik. Aliir peningarnir, sem foreldrarnir og Þorvaldur gátu unnið inn fóru nú I að kaupa lyf og góðan mat handa iitlu stúlkunni, þvl að annars gæti hún ekki náð séfi sagði læknirinn. Fátæktin varð mikil á þessu litia heimili, og ennþá versnað' það, þegar ráðgjafi konungsins gaf út þau lög, að enginn mætti safna brennl I skóginum, þangað mátti yfirleltt enginn koma nema ráðgjafinn og fólk, sem hann þekkti. „Hvernlg eigum við nú að fara að þvi að lifa?“ sagði faðlrinn hryggur, ,,®9 verð víst að fara eitthvað í burtu og freista hamlngjunnar." I þvi kom elnn nábúanna hlaupandi og sagði þá mlklu frétt, að dóttir kóngsins væri horfin, og enginn vissi, hvað hefði orðið af henni, en þeim var iofað miklum verðlaunum, sem gæti komið með hana heim aftur. „Lofaðu mér að fara, pabbil" sagði Þorvaldur, „ég ætla að reyna að finnU kóngsdótturina — þá er allri neyð okkar lokið, því að þá getum við °rði mjög r(k!“ Foreldrarnir leyfðu honum það, en þegar hann hafði pakkað dálitlu do saman og ætlaði að leggja af stað, fékk móðir hans honum regnhlífina °9 sagði: „Hún getur alltaf verndað þig gegn alltof mikilli bleytu, taktu hana með Þér- Svo gekk Þorvaldur af stað, og stuttu eftlr fór að rigna. Hann var nú kominn 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.