Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1972, Page 14

Æskan - 01.04.1972, Page 14
 „Rak þig hingaö á þessa eyju af strönduðu sklpl?" spurði ég. „Nei, það var sá illi fantur, Flint sjóræningi, sem átti mestan þátt i óláni mínu, en svo ég fari fljótt yfir sögu, þá var ég á skipi Flints, þegar hann faldl fjársjóð sinn einmitt hér á þessari eyju. Það var þó mörgum árum seinna, þegar ég var á öðru skipi, sem sigldi af tllvlljun hérna fram hjá, að ég sagði skipstjóra og öðrum á skipinu frá fjársjóðnum. Þeir ruku upp til handa og fóta, við fórum hér í land og leituðum i 10 eða 12 daga, en fundum ekkert. Þá urðu skipsmenn svo æfir og illir, að þeir fengu mér f hendur dálitið af matvælum og haka og reku. Sögðu þeir, að ég skyldi bara leita áfram að gullinu ( nokkrar vikur eða mánuði, en þeir mundu svo taka mig með aftur i næstu ferð. En þeir komu aldrei aftur. Slðan hef ég búið hór og lifað á skelfiski, ávöxtum og geltamjólk. Verst hefur mór þótt klæðleysið og einmanaleikinn.11 Ég sagði nú Ben Gunn, hvernig stæði á ferðum minum, og þegar ég minntist á Jón Silfra, þá kannaðist Ben vel við hann. „Jæja, Jim,“ sagði hann við mig. „Vertu þess fullviss, að ég skal hjálpa þér og þeim hinum úr þessari klipu, sem þið eruð ( nú, en það set ég upp, að fá far með ykkur heim til Englands, þegar allt er komið í lag, og vita skaltu það, að ég er nú ríkur maður, en einnig staðráðinn i þvl að vera hér eftir heiðarlegur maður. En komdu nú með mér heim I bjálkakofann minn, þótt hann sé fátæklegur." Rétt I þessu heyrðum við fallbyssuskot kveða við utan af vlkinni, þar sem skipið lá. Við gengum álelðis tll kofans, en hvað var að gerast á skipinu? Ég bæti hér inn I dag- bókarbrotl frá lækninum, og segir hann frá á þennan veg: 6. Skipið yfirgefið Það var um það bil klukkan hálf tvö, að bátarnlr frá Hlspaniola fóru I land. Skipstjórinn, dómarinn og ég höfð- um farið niður I káetu til þess að ráðgast um, hvað bezt væri að gera nú 1 þessum vandræðum okkar. Einhver okkar stakk upp á þvi, að við þrír reyndum að taka tll fanga þessa fáu skipverja, sem nú voru eftir um borð I skipinu, og sigla sfðan burt, en þá vildi svo illa til, að Jim Hann stóð þarna á gægjum bak vlð tré. Ég herti nú upp hugann og gekk I átt til hans. Viðbrögð hans voru þau, að hann féll á kné og rétti upp báðar hendur. „Hver ert þú?“ spurði ég. „Ég er Ben Gunn,“ svaraði þessi mannvera hásum rómi. „Ég hef ekki séð kristinn mann I þrjú löng ár.“ Þessi veslings maður var nakinn að ofan, en I buxna stað voru nánast segldúkspjötlur. ROBERT L. STEVENSON Gulleyjan (Stytt og endursögð) Þarna sem ég stóð við rætur brekkunnar tók ég eftlr þvl, að eitthvað var á hreyfingu I kjarrinu fyrir ofan mlg, og loks sá ég einhverja veru skjótast bak við tré. Hvort það var api eða maður gat ég ekki greint. Ég héit þó hægt áfram og var ofurlltið hugaðri fyrir það að vita af hlaðinn! skammbyssunni I vasa minum. Allt I einu kom ókunna veran aftur I Ijós, og ég sá, að hún hljóp til hliðar og stefndi I veg fyrir mig. Sá ég nú með vissu, að þetta mundi vera maður. 5. Eyjarbúinn 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.