Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1972, Page 18

Æskan - 01.04.1972, Page 18
/* Pési ferðalangur rinu slnni var strákur, státlnn og kátur. Hann hét Pési og átti bróður, sem hét Drési. Drési fór snemma tll fjarlægra landa og var því kallaður Drési ferðalangur. Drési skrifaði Pésa bróður sinum bréf og bað hann að koma og heimsækja sig f Bala Hala, en sú borg er einhvers staðar i Austurlöndum, þar sem piparinn grær. Eftir það var Pésl lika kallaður Pésl ferðalangur. Pési átti langa og stranga ferð fyrir höndum. Þess vegna ætlaði hann að veiða nokkra fiska ( nestið. Hann tók með sér öngul, stöng og línu og nóg nesti. Svo hrinti hann bátnum sinum á flot. Báturinn hét Dísa. Hátt uppi fyrir ofan höfuð Pésa var kria á flugi. Pési dorg- aðl og dorgaði, en enginn fiskur beit á. Pési fór að hugsa með sér, að þarna væri víst enginn fiskur. Hann varð svangur og tók upp nestið sitt. En þegar hann var búinn að stinga upp I sig fyrsta bitanum, heyrði hann rokna skvampl Hann leit við og sá þá ótal hringi á vatninu. „Þarna er fiskur," hugsaði Pési og fór að dorga á nýjan leik. Þá kom krian og tók allt nestið hans. Nú beit heldur betur á hjá Pésa! Línan rann öll út- byrðis. Og báturinn Dlsa fór af stað líka! Hjálp! Hvað bitur á hjá Pésa? Pési var farlnn að halda, að það væri stærsti fiskur heimsins. En þá slitnaði llnan.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.