Æskan - 01.04.1972, Side 34
Faraday gerir tilraunir meS rafmagn.
Árið 1821 smíðaði Faraday fyrsta rafhreyfilinn. Það var mjög
einfaldur hreyfili og svo afllítill, að hann var ekki nothæfur til
vinnu, en þó var þetta stórkostleg uppfinning, sem siðar meir
var endurbætt og fullkomnuð og er nú fyrirmynd allra hugsan-
legra rafhreyfla nútímans. Vísindamenn tóku að veita starfi Fara-
days athygli og hann varð víðkunnur. Árið 1824 var honum veitt
prófessorsnafnbót við konunglegu brezku rannsóknastofnunina I
Lundúnum. Árið 1831 sneri Faraday við þelrri smíðisaðferð, sem
hann hafði notað við fyrsta hreyfilinn. Þá hafði hann notað raf-
magn til þess að framleiða hreyfingu, nú notaði hann hreyfingu til
þess að framleiða rafmagn.
Þessa nýju uppgötvun gerði hann við tilraunir slnar með
segla, járnstykki, sem hafa þann eiginleika að draga að sér
ákveðnar tegundir annarra málma. Seglar geta verið úr stáii,
járni, kóbalt eða tini. Segull Faradays var úr járni. Orka seguls
er ósýnileg, en streymir út I nærliggjandi umhverfi, sem er nefnt
segulsvið eða orkusvið.
Faraday uppgötvaði, að hann gat framleitt rafmagn með þvl
að draga koparstykki gegnum segulsvið. Með þessari uppgötvun
varð honum mögulegt að framleiða stöðugan rafstraum. Hann
þurfti aðeins að láta koparstykki snúast stöðugt með miklum
hraða gegnum segulsvlð.
Fyrsti rafallinn, sem Faraday smíðaði, var koparskífa, sem
hengd var milli endanna á skeifulöguðum segli. Skífunnl var
snúið með handsveif. Þegar hún snerist í segulsviðlnu, framleiddi
hún rafmagn, sem leitt var gegnum bogadregna „bursta" út i
koparleiðslur (sjá mynd).
Michael Faraday starfaði að tilraunum á ýmsum öðrum sviðum
og gerði margar þýðingarmiklar uppgötvanir. En nafn hans er
umfram allt annað tengt uppgötvun rafmagnsins sem orkugjafa
og uppgötvun rafalsins til framleiðslu rafmagnsstraums.
Meðan Faraday var ungur, starfaði hann í bókaverzlun. Þá las hann allar þær
vísindabækur, sem hann komst yfir.
A ^vernig væri umhorfs hjá okkur I dag, ef við hefðum
JKSsbÆ ekki rafmagn? Við þurfum ekki annað en virða fyrir
\/ okkur heimilin til þess að fá staðfestingu á þvi, hve
almennt gildi það hefur: rafmagnsljósið, útvarpstækin,
kæliskáparnir, þvottavélarnar, og þannig mætti lengi telja þá
hluti, sem létta okkur ómetanlega tilveruna. Tilvera allra þessara
tækja byggist á uppgötvun Michaels Faradays, brautryðjanda raf-
magnsins.
Hann er að vísu ekki sá fyrsti, sem uppgötvaði rafmagnið —
Forn-Grikkir vissu, að ef „eiektron" (rafursteini) var slegið við
harðara efni, spruttu frá honum dularfullir brakandi neistar (þaðan
er dregið nafnið rafmagn), en þeir veittu þessu engan vísindalegan
áhuga.
Árið 1752 gerði ameríski uppfinningamaðurinn og stjórnmála-
maðurinn Benjamin Franklin hina frægu tilraun slna með flug-
drekann og sannaði þar með, að eldingar væru rafmagnsútiausn.
Árið 1800 fann ítalskur uppfinningamaður, Volta að nafni, upp
rafgeymi, sem gat gefið frá sér stöðugan rafstraum. En það var
Faraday, sem varð fyrstur tll þess að gera rafmagn nothæft, svo
að segja tamdi það til starfa.
Michael Faraday var járnsmiðssonur. Faðir hans var fátækur,
svo ekki var mögulegt að koma drengnum I æðri skóla. Þrettán
éra að aldri fékk hann aðstoðarstarf i bókaverzlun, og þar fór
hann að Iesa allar vísindabækur, sem hann gat komizt yfir.
Þegar hann var tuttugu og eins árs að aldri, hlustaði hann á
marga fyrirlestra hjá sir Humphrey Davy, sem var frægur efna-
fræðingur. Hann skrlfaði hjá sér ýmsar athugasemdir, vann sam-
vizkusamlega úr þeim og sendi þær svo til sir Humphreys.
Efnafræðingnum féll svo vel I geð nákvæmni þessara athuga-
semda og snyrtilegur frágangur, að hann bauð unga manninum
aðstoðarmannsstarf I rannsóknastofu sinni.
Fyrst I stað voru Faraday falin minniháttar störf, svo sem að
Miciael
Faríday
(17911867)
hreinsa glös og halda ö,lu „i' Qafst h.ann haíðl augu og eyru
opin fyrir öllu, og þegar vjí!3rsta^|e ®kifaeri, gerði hann til-
raunir á eigin spýtur. pa gí ''Unny rafrnagnið, sem vakti
áhuga hans. Það var sé^ka n',a_® rafmagnsstraumur,
sem hleypt var I gegh1^,/ raarnur a ,ör>du, aðskildi hana.
Þannig gat rafmagnaður (|1|J rafstrauSUndur9re,nzt I loftteg-
undirnar súrefni og vatflS.at Z'® hreintm'. Var h,eypt ' gegnum
silfurnítratblöndu, aðskil |S^S, 'aracla^ úr henni. Þessi efna-
greining var nefnd e,ektr° „tfi' 6ssa ^ ðerði margar slíkar til-
raunir. Hann samdi re®IUva||l ^kvagnijna9re,ningu: magn hins
uppleysta efnis stendur ^ ^ sr kHutfalli við magn raf-
straumsins, sem notaður enning nefnd Faraday-
regla rafgreiningar.
32
33