Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Síða 38

Æskan - 01.04.1972, Síða 38
Fræg skip Myndin, sem hér fylgir, sýnir Mayflower, skipið, sem flutti pílagrímsfeðurna til Ameríku árið 1620. Upprunalega lögðu pflagrímarnir af stað frá Southamp- ton í ágústmánuði árið 1620, nokkrir með Mayflower, en aðrir með skipinu Speedweli. Það kom hins vegar í Ijós, að Speedwell reyndist ekki sjóhæft. Skipin sneru því bæði við til Plymouth. i september 1620 lagði svo Mayflower eltt af stað með alla pílagrímana um borð. Mayflower var ,,brigantine“-skip með tvímastra þversegl- um og mjög breitt um miðjuna. Það hefur sennilega verið 90 feta langt og um 180 tonn að stærð. Það leikur nokkur vafi á því, hvort Mayflower hafi verið smíðað sérstaklega fyrir pílagrímana eða ekki. Sumar heimildir telja, að það hafi verið venjulegt verzlunarskip þeirra tíma, en aðrar heimildir telja það hafa verið hval- veiðiskip. Skipstjóri og eigandi Mayflower er talinn hafa verið maður að nafni Christopher Jones. Með skipinu voru rúmlega 100 pílagrímar, sem loks komu að landi í Massachusetts í desember 1620, þar sem þeir stofnuðu Plymouth nýlenduna. mín. Þín vegna hef ég yfirgefið frumskóginn og villi- mannslífið. Þín vegna hef ég íarið yfir álfur og höf. Með mér verður þú hamingjusöm. Viltu verða konan mín?“ Nú fyrst skildi hún, hvað ást var. Það var hennar vegna, sem hann hafði lagt allt það á sig, sem þurft hafði til þess að valda þessari miklu breytingu á honum, — allt vegna þess, hve mikið liann elskaði hana. Hún fól andlitið í höndum sér. Hvað hafði hún gert? Af því að hún hafði verið hrædd um, að hún stigi vitlaust spor með því að láta að vilja þessa risa, hafði hún nú stigið annað spor ennþá vitlausara. Hún sagði honum allt, sagði honum sannleikann orði til orðs, án þess að draga neitt undan eða leyna neinu. „Hvað getum við gert?“ spurði hann. „Þú hefur játað, að þú elskir mig. Þú veizt, að ég elska þig. Ég veit ekki, livað siðalögmál þau, sem þið farið eftir, segja um þetta. Ég læt jtig nú um að ráða fram úr, hvað bezt sé — hvað helzt geri Jtig hamingjusama." „Mér er ómögulegt að segja honum það, Tarzan,“ sagði hún. „Einnig hann er vænn maður og elskar mig. Ég gæti aldrei horft á þig né neinn annan heiðvirðan mann, ef ég sviki loforð mitt og heitorð við Clayton! Ég verð að halda jrað, og jtú verður að hjálpa mér til jjess að bera þá byrði, þó við þá ef til vill sjáumst aldrei íramar eftir daginn í dag.“ Hitt fólkið var að koma inn, og Tarzan sneri sér út að glugganum. Hann sá 'ekkert fyrir utan gluggann — en eigi að síður sá hann fyrir hugskotssjónum sínum græna grund með hitabeltisgróðri og grænum trjágrein- um yfir. Á grundinni sátu ung stúlka og ungur maður. Þau borðuðu ávexti og voru glöð og hamingjusöm. Og þau voru ein. Vökudraumsýn Tarzans truflaðist við Jrað, að póstmað- ur kom inn og kallaði hátt, hvort nokkur jrar héti Tarzan. „Hann er hér,“ sagði Tarzan. „Hérna er símskeyti frá París, sent gegnum Baltimore. Tarzan opnaði skeytið og las. Það var frá d’Arnot og var á þessa leið: „Fingraförin sanna, að þú ’ert sonur Claytons og því réttborinn lávarður af Greystoke. Óska til liamingju. d’Arnot." Þegar Tarzan var að ljúka við að lesa skeytið, kom Clayton inn og rétti honum liöndina. Hér var kommn maðurinn, sem bar titil Jsann, sem Tarzan átti með réttu að bera. Maðurinn, sem sat með eignir Tarzans, maður- inn, sem ætlaði að ganga að eiga stúlkuna, sem Tarzan elskaði — og s’em elskaði Tarzan. Eitt einasta orð fr^ Tarzan mundi umbylta lífi þessa manns. Það mundi taka af honum lávarðstignina, jarðeignirnar, hallirnar og " og jafnlramt mundi Jane missa allt þetta. „Ég hef ekki haft tækifæri til að Jrakka yður,“ sagð1 Clayton, „fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir okkur. er eins og það væri beinlínis starf yðar að frelsa líf okkar bæði hér og í Afríku. Ég er því rnjög glaður, að þ1-’1 skylduð koma hingað, og mig langar til að kynnast yðu1 nánar. Ég hef oft hugsað um yður og hið einkennileg3 líf yðar sem villimaður í frumskógum Afríku. Og þótt það komi mér ekki við, þá langar mig til Jress að spyrja yðuÞ hvernig þér komuð til skógarins, eða réttara sagt, hvernig stóð á veru yðar þar.“ „Ég er fæddur þar,“ svaraði Tarzan stillilega. „Móðú mín var api og gat því ekki sagt mér mikið. En hver faðir minn var, veit ég ekki." 36

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.