Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1972, Síða 46

Æskan - 01.04.1972, Síða 46
inu slnni voru karl og kerling. Þau bjuggu I koti sínu skammt frá sjó, en langt frá öðrum mannabyggðum. Þau áttu sér þrjár dætur, sem hétu Ingibjörg sú elzta, Sigríður sú næsta og Helga sú yngsta. Voru eldri dæturnar I mesta uppáhaldi, en Helga var höfð útundan, og var hún þó I öllu fremri systrum sínum. Helgu var ekki trúað fyrir nokkr- um hlut, því hún átti ekki að vera til neins nýt, og var hún höfð til þess að stjana undir öllu hinu hyskinu. Einu sinni vildi svo til, að eldurinn í kotlnu slokknaðl, en langt var að sækja eld. Var þá Ingibjörg send af stað eftir eldi. Hún fór. Gekk hún þá fram hjá hól einum og heyrði, að inni í honum var sagt: „Hvort viltu heldur eiga mig með þér eða móti?“ Ingibjörg hélt, að þetta væri talað til sín og sagðl, að sér stæði öldungis á sáma, hvort væri. Hélt hún svo lengi áfram, þangað til hún kom að helli einum. Þar sá hún nógan eld. Ketill stóð á hlóðum, og var kjöt í honum og ekki fullsoðið. Hún sá þar og kökur óbakaðar í trogi rétt hjá hlóðunum. En engan mann sá hún í hellinum og ekkert lifandi kvikindi. Ingibjörg var nú orðin æði matlystug eftir gönguna, svo að hún kyndlr sem mest hún má undir katlinum til að flýta suðunni á kjötinu og bakar kökurnar. Eina bakar hún vel, handa sjálfri sér, en brenndi hinar, svo þær urðu óætar. Síðan neytti hún matarins hæverskulaust. Kom þá inn til hennar rakki ógurlega stór og flaðrar upp um hana. En hún lemur hann og vill reka hann frá sér. Espast hann þá og bítur af henni aðra höndina. Varð Ingibjörg þá svo hrædd, að hún þorði ekki að taka eldinn, heldur hljóp í ofboði heim til sín í kotið til karls og kerlingar og sagði ferðir sínar eigi sléttar, og þótti þetta undrum sæta. Þótt það þættu nú engar gamanferðir eða neinn hægðar- leikur að sækja eldinn, var samt afráðið í kotinu að senda hitt óskabarnið, hana Sigríði, af stað. Allir voru hræddir um, að ef yngsta systirin væri látin fara, þá mundi hún strjúka burt og aldrei sjást framar, þar sem hún hefði við svo lítinn heim að skilja, en þá væri enginn eftir, hvorki til að skeyta skapi sínu á né þræla undir eldri systrunum og karli og kerlingu. Þess vegna var Helga ekki send, heldur Sigríður. Þarf ekki að” orðlengja það meir, henni fórst öldungis eins og Ingibjörgu, nema að stóri hundurinn í hellinum skildi svo við hana, að hann beit af henni nefið. Kom hún svo heim aftur í kotið eldlaus og neflaus. Nú urðu þau karl og kerling öldungis frá sér og i bræði sinnl skipuðu þau ótætinu henni Helgu að snauta af stað; þeim væri svo sem ekki annað en kvöl í að sjá hana. Skipuðu þau henni að koma með eldinn. Helga fór nú, og kemur hún að hólnum, eins og systur hennar höfðu gert. Heyrðl hún eins og þær, að spurt var í hólnum: „Hvort viltu heldur eiga mig með þér eða móti?“ Helga segir: „Það er algengt orðtak, að ekkert sé svo Feitasti og þyngsti maður heims Árið 1770 fæddist [ Lelcester barn, sem varð feitasti og þyngsti maður Englands og raunar alls heimsins, Danf- el Lambert (1770—1809) að nafni. Byggðasafnið í fæðingarbæ hans hefur helgað minnlngu hans heilt herbergl, og í riti, sem gefið var út, seglr, að hann hafi verið 338 kg að þyngd, 179 cm á hæð og 282 cm um mittið. Hann var fangavörður I fangelsi bæjarins til ársins 1805, og þegar hann hætti því starfl, fékk hann 50 sterlingspunda árs- laun, vegna þess hve góður hann hafði verlð við fangana. Síðustu árin, sem hann lifði, áskotnuðust honum tölu- verðir peningar á þvi að sýna sig opln- berlega, en útvega varð sérstakan vagn fyrir hann, þegar hann fór til Lundúna. Hinn 20. júni 1809 átti hann að sýna sig á veðhlaupabrautinni [ Stanford, en áður en af þvi varð, dó hann skyndl- lega í hótelherbergi sinu. Honum hafði sjálfum tekizt að troða sér Inn um dyrnar, en þegar líkburðarmennirnlr ætluðu að bera hinn gríðarlega stóra líkama hans út, urðu þeir að rifa niður hluta af dyraumbúnaðinum. 44

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.