Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1972, Qupperneq 54

Æskan - 01.04.1972, Qupperneq 54
Jfclla drengi langar til að eignast kappsiglingabáta. Vitanlega er hægt að kaupa svona báta til- búna i búðunum, en það er miklu meira gaman að smíða þá sjálfur. Þetta þarf ekki að vera nema lítill bátur, sem hægt er að láta sigla á smátjörn, og ef þið eruð margir drengirnir og eigið hver sinn bátinn, þá getið þið haldið kappsiglingamót. Eg ráðlegg ykkur að gera skrokkinn úr greniviðarbút og er hæfilegt, að hann sé 45 cm á lengd, 12,5 cm á breidd og 7 cm á þykkt (sjá teikninguna). Þið sjáið á teikningunni, hvernig þið eigið að tálga trébútinn til þess að fá bátslögunina á hann. Þið tálgið af kubbnum, þar sem ekki er hvítt á teikningunni, með hníf eða sporjárni og farið eftir málunum, sem sýnd eru á myndunum. Loks sverfið þið ailar ójöfnurnar af með raspi og núið skrokkinn svo að lokum með sandpappir. Og þegar það er búið, holið þið skrokk- inn að innan, svo að byrðingurinn verði ekki nema svo sem hálfur cm á þykkt, nema að aftan, þar holið þið ekki öftustu 7 sentimetrana. Til l>ess að skipinu hvolfi ekki, þegar það kemur á vatnið, er nauðsynlegt að hafa á því góðan kjöl, sem heizt ætti að vera úr þunnri blýplötu (sjá X). Þið sjá- ið á myndinni, hvernig hún er beygð sitt á hvað að ofan og siðan er hún negld neðan á skrokkinn eða skrúfuð með litlum messingskrúfum, og er það betra. Að neð- anverðu vindur þú brúnina á kilinum upp, og þá er enn minni hætta á, að bátnum livolfi. Stýrið er gert úr þunnri fjöl og látið ganga upp í gegnum litið gat, sem þú borar gegnum afturstafninn fast fyrir aftan kjöiinn, svo að stýrið falli alveg að honum. Þú festir stýrið við kjölinn með messinghring, svo að það fari ekki úr skorðum. Þilfarið er líka gert úr næfurþunnri fjöl, og svo sem 15 cm frá stafninum gerir þú ofurlitið gat á það fyrir mastrið, en i botninn niður undan holunni festirðu klossa, með holu fyrir mastursendann. Svo negiir þú þilfarið ofan á bátinn með smánöglum og þéttir allar rifur og holur með kitti. Mastrið á að vera úr greni og 55 cm hátt; það er stutt með tveimur stög- um hvorum megin, út i borðstokkinn, og eru stögin fest í mastrið 20 cm fyrir neðan masturstoppinn. Að neðan eru stögin bundin í messinghringi, sem festir eru i horðstokkana. Þriðja stagið úr mastrinu gengur úr toppi þess og í bugspjótið, en þaðan i borðstokkinn að framan. Bóman er 35 cm löng og gaffallinn 27 cm, og er messing- hringur festur í gildari enda þeirra. Svo að þú eigir ekki á hættu að skemma segldúkinn þinn, býrðu þér fyrst til segl úr pappír, og þegar þú hefur fundið, hvern- ig það á að vera í lögun, sniður þú lérefts- seglið eftir pappirssniðinu. gaffalinn, en fest við mastrið með lausum seglgarnslykkjum, sem geta runnið mastrinu. Bómuendann festir þú n°e snæri í keng, sem er bak við stýrið, sV° að bóman fari ekki of iangt fram. FokkaU er földuð utan um sterkt seglgarn og fest fram í endann á bugspjótinu, en að aftau er iiúri fest í messinghring á mastrinU neðanverðu. Stýrissveifin er gerð úr sterk' um stálvir og fyrir framan stýrið er stál' virshringur, sem hægt er að festa stýr*s' sveifina í, í þeim steilingum sem úska er. Svo er ekki annað eftir en að málfl siglingabátinn og gefa honum fallegt nafn’ en það gcrir ]>ú eftir eigin vild. Kappsiglingabátur 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.