Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1972, Side 57

Æskan - 01.04.1972, Side 57
HE/M/LISBÓK ÆSKUNNAR f--------------------- 7. Látið spaghettið í skál eða eldfast mót og hellið allri blöndunni á pönnunni yfir í mótið. Blandið litillega saman. 8. Borið fram í skálinni eða eldfasta mótinu og borðað af djúpum diski með skeið og gaffli. Haldið á skeiðinni í vinstri hendi, gaffli i þeirri hægri, og spaghettið vafið upp á gaffalinn um leið og stutt er á með skeið- arblaðinu. Ath.: Gott er að rífa ost yfir mótið og hafa það í heitum ofni í 7—10 min. Steikt lifur m/beikoni 800 g lifur (2 lifrar) 6 msk. hveiti 2 tsk. salt % tsk. pipar 200 g beikon 3-4 laukar 1. Þvoið, þerrið og skerið lifr- ina i þunnar sneiðar. 2. Blandið saman hveiti og kryddi, skerið beikonið í bita og laukinn i sneiðar. 3. Hitið pönnu með beikons- bitunum, þannig rennur fit- an af beikoninu. 4. Veltið lifrarsneiðunum úr hveitiblöndunni og brúnið i beikonfeitinni í 2-3 min. á hvorri hlið við vægan hita. 5. Brúnið laukinn i sömu feit- inni og raðið yfir lifrina á fatinu. 6. Berið hrærðar kartöflur og hrátt salat með lifrinni. Steikt lifur m/sósu 3-4 laukar 100 g smjörliki 800 g lifur (lamba-, kinda- eða nauta) 5 msk. hveiti 2 tsk. salt Yi tsk. pipar 6 dl vatn 2 dl mjólk 1. Hreinsið lauk og lifur. 2. Skerið laukinn í sneiðar, brúnið á pönnu í helmingn- um af smjörlíkinu og látið á disk. 3. Skerið lifrina i þunnar sneiðar, veltið þeim úr hveitiblöndunni og brúnið þær i því, sem eftir er af smjörlikinu. 4. Hellið vatni á pönnuna og sjóðið lifrina i 5 mín. 5. Hristið saman mjólkina og afganginn af hveitiblönd- unni, hrærið jafninginn út á pönnuna og látið suðuna koma upp aftur. Litið sós- una, ef með þarf. Ath.: Gætið þess að brenna ekki lifrina. Steikið lifrina við vægan hita, og ef þröngt er á pönnunni, geymið þá brúnuðu sneiðarnar á diski á meðan lokið er við að steikja. Ef lifr- in er of mikið soðin, verður hún hörð og þurr. VJl r ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR HEIMILISBÓK ÆSKUNNAR Svör til „Kokksins Framhald rr Tómatsúpa 1 1 vatn 6—7 stk. makkarónur l%-2 msk. kjötkraftur 2 msk. hveiti 1 dl mjólk %—1 dl tómatsósa Salt og pipar Vatnið er hitað í suðu, makkarónurnar brotnar niður smátt og soðnar í 10 minútur. Hveiti og mjólk er hrist sam- an, jafningnum hrært út í ásamt tómatsósu og kjötkrafti. Kryddað eftir smekk, súpan soðin 5—10 mín. Það bætir súpuna mikið að láta 1—2 msk. af rjóma í hana. Steiktar kjötræmur m/tómat 1 kg nauta-, hrossa- eða kindakjöt (vöðvi) 100 g smjörlíki 4 tsk. salt % tsk. pipar 2 laukar 6 msk. tómatkraftur 2 dl vatn 2 msk. sitrónusafi 2 dl rjómi 1 dl niðursoðnir sveppir 1. Skerið kjötið í 3 cm langar og 1 cm þykkar ræmur. 2. Hreinsið laukinn og brytjið niður. 3. Látið smjörlikið á pönnu og brúnið kjöt og lauk i þvi, þegar það er vel heitt.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.