Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1975, Side 4

Æskan - 01.09.1975, Side 4
Jú, það hlaut að vera maður, sem kunni að skilja kjarnann frá hisminu og meta það, sem var raunveru- lega einhvers virði. Eða, hvernig eiginmaður er sá er yrkir til konu sinnar: Sál mín er ósjálfrátt orðin, ósungið Ijóð til þín, besta konan, sem ísland á, eigðu nú Ijóðin mín. Eða trúmaðurinn, sem yrkir: Friðarins Guð, in hæsta hugsjón mín, höndunum lyfti ég í bæn til þín. Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mætti gæddu Ijóðin mín sendu mér kraft að syngja frið á jörðu. Og þegar hann vill hvílast hjá elskunni sinni þá ratar hann heim: Æ, komdu nú Ijúfan mín langt upp I sveit, nú er logn uppi í dölum, þar sem sólin skfn heit. Við setjumst í laut, þar sem rós grær við rós, við rennandi, sólskæra blávatnsins ós, já, við blástrauma Rangár, sem rennur svo hljóð, þar sem runnarnir vikna, er hún kveður sín Ijóð. Það kom ekki til mála að ég gæti ekki skilið, að hér var stórskáld á ferð. Og svo lifandi og hrífandi var frásögn séra Ragnars að ég eins og hvarf á vit frásagnar hans, samlagaðist henni og upplifði það sem hann var að segja mér. Tilfinningar hans gagn- vart skáldinu og tilfinningar skáldsins gagnvart yrk- isefni sínu. Þannig getur frásögn góðs manns, er opnar manni hugarheim annars slíks, heillað og hrifið. Ég man það enn í dag, hve ég þá varð hrif- inn af þessu skáldi, sem lék svona á hörpustrengi Braga og tók með sér áheyrandann með töfrum Ijóðs- ins. Þetta var skáld að mínu skapi. En það er svo margt fleira sem hægt væri um Guðmund skólaskáld að segja. Þó lýsa Ijóð hans honum kannski best. Innilegur ættjarðarvinur, sem trúir á að gæfa íslands sé ei langt undan, þótt hann hafi kannski ekki dreymt um hversu skjótt mundi verða þar breyting á: Ég trúi því, að lindir gulls og gæða, sem geymir þú, nú opnast muni skjótt. Ég trúi því, að sárin, sem þér blæða og sveið þig í, þau grói máske fljótt. Ég trúi’ og veit, að framsókn, dáð og frelsi tii frama og sigurs niðja þína ber. Eg trúi’ og veit, að sérhvert haft og helsi mun höggvið verða karlmannlega’ af þér. Og hvílíka framtið sér hann ekki sveitinni sinni kæru, sem hefur alið hann við brjóst sér. Sveitinni, sem hefur alið þá menn, er sáu í honum þann mann er þeir hvöttu til menntunar og dáða og styrktu til þess náms er varð honum stökkpallur til þess þroska, að eftirláta okkur hinum óbornu dýra arf- leifð Ijóða hans. Já, hver var framtíð þessarar sveit- ar í huga hans? Látum hann sjálfan svara. Þá verður Flóinn allur akurlendi og Ægissíða voldug höfuðborg, — hver kotungsson með demantshring á hendi í höll þar býr við aldingarða’ og torg. Þá líða fley um bláan himinboga, og bruna gnoðir heim I Þjórsártún, og aliar nætur rafmagnsljósin loga, en laufskóg klæðist sérhver heiðarbrún. Og hann heldur áfram í næsta erindi: Þið kallið þetta kannske skáldadrauma í kvöld, og það er reiðilaust af mér. En enginn getur stöðvað tímans strauma, og stundum skáldið lengra en aðrir sér. Vissulega er það rétt. Þarna er hann spámaður þess er koma skal. Þarna sér hann hið stóra, sem kannski aðeins skáldin grunaði þá. í hans augum átti kotungssonurinn, — athugið að í augum hans var honum búið það, sem er hlutverk konungssona í ævintýrum, — að búa í höllum með demantshring á hendi. í Ijóði hans verður „kotungssonurinn” hið æðsta hnoss. Hann erfir landið. Demantar hans skína skært. Demantar þess göfugasta er mannlegt er. En þessi göfugleiki er einfaldur, léttur og auð- skilinn. Hann á að vera eign allra og allir að skilj3 hann. Hvert okkar kann ekki: Nú er glatt í borg og bæ: bráðum kemur vorið. Yfir mó og svalan sse, sólin greikkar sporið. Skiptir þá um Ijóð og lag, gefur nýjan brag; blíða, blíða vorið. En hversu oft syngjum við þetta ekki og heyrum það sungið. Þetta er orðið hluti af okkur sjálfum, sem er kannski svo sjálfsagður í lífi okkar, að við erum búin að gleyma hver gaf okkur þetta yndislega kvæði. Er þetta ekki einmitt aðalsmerki þjóðskáidsins- Þjóðin á og syngur og les Ijóð hans, án þess að muna hann endilega á meðan. Verk hans eru orðm hluti af þjóðinni og þjóðlífinu, sem þau eru tekjn að móta. Það fer ekki hjá því að Ijóð, sem þannig verða í meðförum okkar kynslóð fram af kynslóð eru tekin að móta hugsanagang þjóðarinnar. Þann- ig hef ég a. m. k. skilið hugmyndina að baki orðinu þjóðskáld. Eða: Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Eða enn-

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.