Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1975, Blaðsíða 7
þá er þér viljið heim fara, að ég fari með yður, því að Gunnar mun eigi gera mér mein.“ „Eigi vil ég það,“ segir Otkell, „og munum vér ríða neðarlega yfir fljótið." Runólfur gat Otkatli góðar gjafir og kvað þá eigi sjást mundu oftar. Otkell bað hann þá muna syni sínum, ef svo bæri við, það er með þeim var vel. Bardagi viS Rangá Nú er þar til máls að taka, að Gunnar var úti að Hlíðarenda og sér smalamann sinn hleypa að garði. Smalamaðurinn reið heim í túnið. Gunnar mælti: „Hví rfður þú svo hart?“ „Ég vildi vera þér trúlyndur," segir hann, „ég sá menn ríða ofan með Markarfljóti átta saman og voru fjórir í litklæðum." Gunnar mælti: „Þar mun vera Otkell." „Vildi ég því segja þér,“ segir smalamaðurinn, »að ég hef oft heyrt mörg skapraunarorð þeirra. Sagði svo Skammkell austur ( Dal, að þú hefðir grát- ið, þá er þeir riðu á þig ofan. Þykja mér ill vera orð- tök vondra manna.“ „Ekki skulum við vera orðsjúkir," segir Gunnar, „en það eitt skalt þú vinna héðan í frá, er þú vilt.“ „Skal ég nokkuð segja Kolskeggi bróður þínum?" segir smalamaður. „Far þú og sof,“ segir Gunnar, „ég mun segja Kolskeggi." Sveinninn lagðist niður og sofnaði þegar. • Gunnar tók smalahestinn og lagði á söðul sinn. Hann tók skjöld sinn og gyrði sig sverðinu Ölvis- naut, setur hjálm á höfuð sér, tekur atgeirinn — og söng í honum hátt, og heyrði Rannveig móðir hans. Hún gekk fram og mælti: „Reiðulegur ert þú nú, son minn, og ekki sá ég þig slíkan fyrr.“ Gunnar gengur út og stingur niður atgeirnum og' varp sér í söðulinn og ríður braut. Rannveig gekk til stofu. Þar var háreysti mikið. „Hátt kveðið þér,“ segir hún, „en þó lét hærra atgeirinn, er Gunnar gekk út.“ Kolskeggur heyrði og mælti: „Það mun eigi engra tíðinda vita.“ „Það er vel,“ segir Hallgerður. „Nú munu þeir reyna, hvort hann gengur grátandi undan þeim.“ Kolskeggur tekur vopn sín og leitar sér að hesti og ríður eftir slíkt er hann mátti. Gunnar rlður um Akratungu þvera og svo til Geila- stofna og þaðan til Rangár og ofan til vaðs á Hofi. Konur voru þar á stöðli. Gunnar hljóp af hesti sín- um og batt. Þá riðu hinir að. Móhellur voru í göt- unni við vaðið. Gunnar mælti til þeirra: „Nú er að verja sig. — Kári veitir Njálssonum lið. „Sjá þeir þá at skip fara sunnan neist ok voru eigi færri enn tiu.---En á því skipi, er fyrst fór, stóÖ maðr við siglu. Sá var i silkitreyju ok hafði gyldan hjálm — en hárit beeði mikit og fagurt. Sá maðr hafði spjót gullrekit i hendi. Hann spurði: Hverir eiga hér leik svá ójafnan." Njáls saga. Er hér nú atgeirinn. Munuð þér nú reyna, hvort ég græt nokkuð fyrir yður.“ Þeir hlupu þá allir af baki og sóttu að Gunnari. Hallbjörn var fremstur. „Sæk þú eigi að,“ segir Gunnar, „þér vildi ég síst illt gera, en ég mun þó engum hlífa, ef ég á hendur mínar að verja.“ „Það mun ekki gera,“ segir Hallbjörn, „þú munt þó drepa vilja bróður minn, og er það skömm, ef ég sit hjá,“ og lagði til Gunnars tveim höndum miklu spjóti. Gunnar skaut fyrir skildinum, en Hallbjörn lagði ( gegnum skjöldinn. Gunnar skaut svo fast nið- ur skildinum, að hann stóð fastur í jörðinni, en tók til sverðsins svo skjótt, að eigi mátti auga á festa, og hjó með sverðinu og kom á höndina Hallbimi fyrir ofan úlflið, svo að af tók. Skammkell hljóp á bak Gunnari og heggur til hans með mikilli öxi. Gunnar snerist skjótt að hon- um og lýstur atgeirnum, og kom undir kverk öx- inni, og hraut hún úr hendi honum út á Rangá. Gunnar leggur [ annað sinn atgeirinn og f gegnum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.